Við Edda fórum á Aliciu Keys í gær, ohh það var æðislegt. Við vorum samt mega nördar á því, vorum eins og sönnum Íslendingum sæmir, of seinar að kaupa miða á netinu. Þannig að við ákváðum bara að taka lúðann á þetta, máluðum okkur og gerðum okkur til og héldum áleiðis í Datchforum (sem er tónleikastaður). Við byrjuðum á því að hálf giska hvaða stoppustöð við færum út á, giska á hvaða rúta færi á stadiumið og vorum eins og fávitar þarna. Svo þegar á svæðið var komið þá auðvitað vorum við ekki með miða. Við löbbuðum að höllinni og hittum strax mann sem var að selja miða. Ég verð nú að segja að mér leið eiginlega eins og glæpamanni, gaurinn hljóp af stað til að redda öðrum miða fyrir okkur og dró okkur um hálft pleisið til að redda því. Og aaaallliiiiirrrr sem voru fyrir utan gláptu svo mikið á okkur að mér var eiginlega hætt að standa á sama. En þetta s.s endaði með því að við fengum 2 miða, á 40 evrur stykkið (átti að kosta 32 evrur) og við s.s komumst á tónleikana, sem voru ÆÐI. Rosalega skemmtileg stemning og showið frábært.
tók trilljón myndir og video, er að reyna að setja þau inn á youtube, hér er það sem er komið inn.
Við skvísurnar mega spenntar.
hún er flott stelpan
En páskarnir voru kannski ekki alveg eins og við höfðum hugsað okkur að þeir yrðu. Öll fjölskyldan hans Óla kom og voru hjá okkur í viku. Nema hvað, þau komu öll nema Solla, fárveik hingað. Og við s.s gerðum ekkert af því sem við ætluðum að gera, að fara í gardaland og aquariumið í Genova, heldur héngum við heima nánast alla páskana. Svo veiktist Birta síðustu nóttina þeirra og var gjörsamlega ælandi og spúandi í 4 daga, sem endaði svo með innlögn á spítala með næringu í æð. Ekki gaman. Hún er rétt að jafna sig fyrst núna, en er samt alveg rosalega orkulítil og búin áþví eitthvað. Fórum í parkinn í gær og ætluðum að leifa henni að leika sér aðeins í leiktækjunum, en barnið hafði varla orku í að labba upp stigann í rennibrautinni, not good. Svo í dag fórum við í Parco Sempione sem er yndislegur garður hérna í Mílanó. Ótrúlega fallegur og flottur, sátum þar í smá stund. Tók nokkrar myndir sem ég skelli inn bráðlega.
En ætla að hafa þetta gott í dag, er að fara að elda ofan í liðið smá Taco, nammi namm....
Bið að heilsa öllum í kuldanum, hugsa til ykkar á meðan ég sit í garðinum í sumarkjól og sleiki sólina, múhhahahaha...
Hafdís
Sunday, March 30, 2008
Friday, March 28, 2008
brandari í tilefni dagsins
Kona fann Alladín-lampa liggjandi í fjörunni.
Hún tók hann upp, pússaði hann og hvað haldið þið? Út úr lampanum steig andi. Furðu lostin konan spurði hvort hún fengi þrjár óskir uppfylltar.
Andinn svaraði: ' Neeei--- vegna verðbólgu, stöðugs samdráttar, lágra launa í löndum þriðja heimsins og heiftarlegrar samkeppni um allan heim, get ég aðeins veitt þér eina ósk og hvers óskar þú þér nú ? '
Án þess að hika sagði konan : ' Ég óska friðar í Mið-austurlöndum. Sérðu þetta kort ? Ég vil að þessi lönd hætti að berjast hvert við annað.'
Andinn leit á kortið og hrópaði : ' VVVWaaaááááá, er ekki í lagi með þig manneskja ! Þessi lönd hafa átt í stríði í þúsundir ára. Ég bý yfir miklum mætti, en svona rosalega máttugur er ég ekki ! ' ' Ég held að þetta sé ekki framkvæmanlegt, þú verður að óska þér einhvers annars. '
Konan hugsaði sig um augnablik og sagði svo: ' Okey, ég hef aldrei getað fundið rétta manninn, þú veist : sem er tillitsamur, skemmtilegur, finnst gaman að elda, hjálpar til við að þrífa húsið, er góður í rúminu, semur við fjölskyldu mína, er ekki alltaf að horfa á íþróttirnar og er mér trúr. Já, það sem ég óska mér er : Góður maður ! '
Andinn gaf frá sér langt andvarp og sagði : ' Láttu mig sjá þetta fjandans kort '
Hún tók hann upp, pússaði hann og hvað haldið þið? Út úr lampanum steig andi. Furðu lostin konan spurði hvort hún fengi þrjár óskir uppfylltar.
Andinn svaraði: ' Neeei--- vegna verðbólgu, stöðugs samdráttar, lágra launa í löndum þriðja heimsins og heiftarlegrar samkeppni um allan heim, get ég aðeins veitt þér eina ósk og hvers óskar þú þér nú ? '
Án þess að hika sagði konan : ' Ég óska friðar í Mið-austurlöndum. Sérðu þetta kort ? Ég vil að þessi lönd hætti að berjast hvert við annað.'
Andinn leit á kortið og hrópaði : ' VVVWaaaááááá, er ekki í lagi með þig manneskja ! Þessi lönd hafa átt í stríði í þúsundir ára. Ég bý yfir miklum mætti, en svona rosalega máttugur er ég ekki ! ' ' Ég held að þetta sé ekki framkvæmanlegt, þú verður að óska þér einhvers annars. '
Konan hugsaði sig um augnablik og sagði svo: ' Okey, ég hef aldrei getað fundið rétta manninn, þú veist : sem er tillitsamur, skemmtilegur, finnst gaman að elda, hjálpar til við að þrífa húsið, er góður í rúminu, semur við fjölskyldu mína, er ekki alltaf að horfa á íþróttirnar og er mér trúr. Já, það sem ég óska mér er : Góður maður ! '
Andinn gaf frá sér langt andvarp og sagði : ' Láttu mig sjá þetta fjandans kort '
Subscribe to:
Posts (Atom)