tók trilljón myndir og video, er að reyna að setja þau inn á youtube, hér er það sem er komið inn.

Við skvísurnar mega spenntar.

hún er flott stelpan

En páskarnir voru kannski ekki alveg eins og við höfðum hugsað okkur að þeir yrðu. Öll fjölskyldan hans Óla kom og voru hjá okkur í viku. Nema hvað, þau komu öll nema Solla, fárveik hingað. Og við s.s gerðum ekkert af því sem við ætluðum að gera, að fara í gardaland og aquariumið í Genova, heldur héngum við heima nánast alla páskana. Svo veiktist Birta síðustu nóttina þeirra og var gjörsamlega ælandi og spúandi í 4 daga, sem endaði svo með innlögn á spítala með næringu í æð. Ekki gaman. Hún er rétt að jafna sig fyrst núna, en er samt alveg rosalega orkulítil og búin áþví eitthvað. Fórum í parkinn í gær og ætluðum að leifa henni að leika sér aðeins í leiktækjunum, en barnið hafði varla orku í að labba upp stigann í rennibrautinni, not good. Svo í dag fórum við í Parco Sempione sem er yndislegur garður hérna í Mílanó. Ótrúlega fallegur og flottur, sátum þar í smá stund. Tók nokkrar myndir sem ég skelli inn bráðlega.
En ætla að hafa þetta gott í dag, er að fara að elda ofan í liðið smá Taco, nammi namm....
Bið að heilsa öllum í kuldanum, hugsa til ykkar á meðan ég sit í garðinum í sumarkjól og sleiki sólina, múhhahahaha...
Hafdís