Kannski maður fari nú að virkja þetta blogg núna almennilega, já eða hreinlega bara að sleppa því... held ég virki það bara, eða geri amk heðarlega tilraun til þess.
Ég er búin að gera ótrúlega margt undanfarið, mis sniðugt og gott, en margt engu að síður..
Síðasta helgi var ótrúlega skemmtileg, á laugaraginn var strandhandboltamótið og að sjálfsögðu létum við FH stelpur okkur ekki vanta. Við tókum þátt 5 árið í röð og sjæse hvað það var hrikalega skemmtilegt. Við vorum í riðli með 3 stráka liðum og hófum keppni á þeim frábæra tima, 9:30. En við spiluðum fyrst við Teflon sem lenti n.b í 2 sæti á mótinu. Við vorum ekki alveg vaknaðar í þessum leik og stóðum meira og horfðum á en að taka þátt í honum. Tap staðreynd, og það meira að segja nokkuð stórt.
Næsti leikur var við Þrótt, þar vorum við klaufar að vinna ekki. Klúðruðum óeðlilega mikið af dauðafærum og töpuðum því með 2 mörkum. Frekar svekkjandi en þó smá stígandi í okkar leik.
Þriðji leikurinn var á móti liði sem kallaði sig Moods of Norway, og vissi maður nákvæmlega ekkert um það lið fyrirfram. En þeir mættu í Nauthólinn skartaðir hristara, áfengi og kokteilglösum. Þeir voru sjúklega fyndnir og drukku epla martini frá kl 9 um morguninn, svo sterka að hörðustu menn settu upp svip við að bragða á þessu hjá þeim. En já, við s.s spiluðum við þá og ég hef sjaldan hlegið eins mikið og einmitt í þessum leik. Enginn þeirra hafði spilað handbolta áður og getan því eftir því. Ef ein af okkur leysti inn á línu, þá fylgdu þeir allir... hahaha, þeir gátu EKKERT og við unnum þá 10-2. Þeir voru alveg frábærir, ég held ég hafi sjaldan eða aldrei hlegið eins mikið í leik.
Svo eftir leikinn vorum við Birta að vaða aðeins útí sjó, koma þessir vitleysingar og henda mér útí sjó. Og ég sat útí að frjosa, og grenjandi úr hlátri. Þetta var svo sjúklega fyndið, fór svo uppúr og öll á floti. Og ekki var ég með auka föt, ónei....
Svo var lokahófið um kvöldið sem var ótrúlega skemmtilegt, strákarnir sem hentu mér útí sjó gáfu mér inneign í búðinni sinni upp á 10.000 kr, og svo fékk ég verðlaun. Svaka stuð..
nokkrar myndir
ég að kasta...
Guðrún hress, ekkert lent er það?? hehe
hihi, reyna að kýla boltann inn, smá skutl
Erla hress á því
Víti...
En ég er að fara á Blönduós um helgina, á ættarmót.
blogga meira eftir helgi..
góða helgi og take care
Thursday, July 31, 2008
Saturday, July 12, 2008
gaman í gær
já ég fór í partý í gær, fyrst á Sóleyjargötuna til Silju og Sigga, sat þar með góðu fólki og drakk hvítvín. Svo fórum við á Ægissíðuna til Kötu þar sem hún og Rebekka systir hennar voru að opna smá búð. Ótrúlega flott hjá þeim og ég fann mér strax 2 jakka sem ég ætla að shoppa mér.
Svo fórum við aftur á Sóleyjargötuna þar sem var ógeðslega gaman, ég skemmti mér ekkert smá vel. Fórum svo örugglega um 2 eða eitthvað á Kaffibarinn og dönsuðum þar. Er eiginlega smá þunn og nenni ekki að skrifa meir.....
hér eru nokkrar myndir
fór svo í klippingu til Magna míns í gær, ogg ég er svo fíííínnnnnnnnn.... Vá hvað ég saknaði hans, alltaf svo gott að koma til hans.
Úff ætla að leggja mig, skilst að það sé aftur skrall í kvöld....
Svo fórum við aftur á Sóleyjargötuna þar sem var ógeðslega gaman, ég skemmti mér ekkert smá vel. Fórum svo örugglega um 2 eða eitthvað á Kaffibarinn og dönsuðum þar. Er eiginlega smá þunn og nenni ekki að skrifa meir.....
hér eru nokkrar myndir
fór svo í klippingu til Magna míns í gær, ogg ég er svo fíííínnnnnnnnn.... Vá hvað ég saknaði hans, alltaf svo gott að koma til hans.
Úff ætla að leggja mig, skilst að það sé aftur skrall í kvöld....
Thursday, July 03, 2008
Subscribe to:
Posts (Atom)