Thursday, August 21, 2008

Birta mín 4 ára

Hún elsku Birta mín er orðin 4 ára, en hún átti afmæli 19 ágúst. Við héldum upp á afmælið hennar á laugardaginn síðasta og það var alveg yndislegur dagur hjá henni.Hún byrjaði daginn á að skreyta FH kökuna sem hún fékk, en hún var búin að spurja í 3 daga ansi oft á dag, hvenær við myndum baka og skreyta FH kökuna. Henni var boðið að fá Hello Kitty köku, en nei, FH kaka var það.

Svo fór hún í bað og klæddi sig í fína kjólinn sinn og beið spennt eftir gestunum. Hún fékk svooooooooo mikið af fallegum gjöfum og var himinlifandi, en í lokin nennti hún ekki að opna fleiri pakka og þakkaði pent. Birta var allann tímann að leika sér við krakkana sem komu og við allt fallega dótið sem hún fékk.
Það kom fullt fullt af gestum og dagurinn heppnaðist vel í alla staði.
Svo um kvöldið var skvísan ekkert smá þreytt og fór að sofa sæl og glöð eftir frábærann dag.


Ein að passa að það verði ekki eitt korn eftir af kökunni í forminu


sætust



línuskauta stelpan mín




Vinkonur mínar voru mis hressar, flestar bara ekkert sérlega hressar, hahahaha






yndislegu vinkonur okkar, Helga og Andrea Ýr



Fallegasta afmælisbarnið



blása.

Svo á sunnudaginn vöknuðum við og skelltum okkur í Bíó með henni Petru frænku, fórum á Kung Fu Panda og skemmtum okkur konunglega. Fyndið að fara svona á barnasýningar, maður heyrir útum allt "mamma, ég þarf að kúka" og "mamma, afhverju afhverju afhverju afhverju..........". Heheheh, ég var í kasti, en við skemmtum okkur konunglega og frænkurnar overdosuðu af nammi. En Birta kom með comment sem var to die for, pandan hafði lent í flugeldum og var öll útí sótröndum og þá segir mín "mamma, hann er alveg eins og grilluð steik!" hahahahaha ég meig næstum á mig. Mega sæt.

Svo kíktum við aðeins í Zöru og fórum heim, en þá komu Ágústa frænka, María og Emanúel í heimsókn til okkar og það var ekkert smá gaman. Bara sætur hann Emanúel.

En helgin var yndisleg í alla staði, Birta átti svo afmæli á þriðjudaginn og fékk æðislegan dag á leikskólanum. Fékk riiisa stóra bleika bangsimon kórónu, fékk að vera umsjónarmaður og hjálpa til við að ná í matinn, leggja á borðið og að poppa fyrir sig og alla krakkana. Alveg yndislegur leikskóli sem hún er á og henni líður svo vel þar.

Jæja þetta er heldur betur orðin lengja þetta blogg,
Segjum þetta gott í dag.

Friday, August 15, 2008

væmið, en svoooooo satt

Áður en ég varð mamma borðaði ég
matinn á meðan hann var heitur, gekk
í hreinum fötum og gat spjallað í
rólegheitunum í símann.

Áður en ég varð mamma gat ég
farið seint í háttinn, sofið út um
helgar, greitt mér daglega og gengið
um íbúðina án þess að stíga á leikföng.

Áður en ég varð mamma velti ég
því aldrei fyrir mér hvort
pottaplönturnar á heimilinu
væru eitraðar.

Áður en ég varð mamma hafði
enginn kúkað, pissað eða ælt á mig.

Áður en ég varð mamma hugsaði ég
skýrt, hafði fullkomið vald yfir
líkama mínum og tilfinningum
og svaf alla nóttina.

Áður en ég varð mamma hafði ég
aldrei haldið grátandi barni föstu til
þess að læknir gæti sprautað það
eða tekið úr því blóðprufu.

Áður en ég varð mamma hafði ég
aldrei brostið í grát við að horfa í
tárvot augu og þekkti ekki þá
hamingjuflóðbylgju sem getur
sprottið af einu litlu brosi.

Áður en ég varð mamma sat ég
aldrei langt fram á nótt og horfði á
barn sofa eða hélt á sofandi barni
vegna þess að ég tímdi ekki að leggja
það frá mér.

Áður en ég varð mamma vissi ég
ekki hvað ein lítil vera getur haft
mikil áhrif á líf manns og hversu
óendanlega sárt það er að geta ekki
kippt öllum vandamálum í lag.

Áður en ég varð mamma vissi ég
ekki að ég gæti elskað svona heitt og
hversu dásamlegt móðurhlutverkið væri.

Áður en ég varð mamma þekkti ég
ekki þetta einstaka samband móður
við barn sitt og gleðina sem fylgir
því að gefa svöngu barni brjóst.

Áður en ég varð mamma vaknaði ég
ekki tíu sinnum á nóttu til þess að
aðgæta hvort allt væri ekki
örugglega í lagi.

Áður en ég varð mamma hafði ég
ekki kynnst hlýjunni, kærleikanum,
sársaukanum og ævintýrinu sem fylgir
því að eiga barn.

ég á líka yndislegasta barn í heimi.... ég er EKKERT hlutræg hehehe, ;)