Saturday, December 16, 2006

ÉG Á ÍBÚÐ.....

Já þá er þetta orðið klárt, ég er búin að finna mér íbúð, búin að bjóða í hana og tilboðið hefur verið samþykkt. Ég skrifa svo undir kaupsamninginn á milli jóla og nýárs. Þetta er semsagt á Hjallabraut 23, 3 herbergja íbúð sem er í allt 105 fm, íbúðin sjálf er 90 fm og hún er æði. 2 stofur og svona. Ég er svo glöð með þetta að ég er að springa. Fæ hana afhenta í Febrúar, þá málar maður þetta allt saman og flytur inn. Ég get ekki beðið. Ég hlakka svo tillllllllllll, ohhh þetta er svo yndislegt.

Birta fær að sjálfsögðu sitt herbergi og svo eru svalirnar þannig gerðar að þær eru með glerhýsi yfir þeim, sem ég er að gæla við að hafa sem leikherbergi eða eitthvað, og svo er hurð þaðan út á yfirbyggðar svalir, til suðurs of course.

Nú vantar mig bara innbú, á einhver eitthvað sem ég má annaðhvort fá lánað eða gefins???

En ég blogga meira síðar, er frekar þunn eitthvað og ógeðsleg.

Hafdís.

2 comments:

Anonymous said...

bloggaru bara þegar þú ert þunn ?

- OSM

Anonymous said...

Hæ sæta :)
Til hamingju með íbúðina!!! ég kem síðan í heimsókn og kíki á slottið ;)
Kv. Sólrún Dröfn