hann Hjörtur bróðir fór í óvissuferð með FRAM á laugardaginn nema hvað, þegar þeir mæta í Framheimilið þá bíður eftir þeim rúta. Það var verið að halda kraftakeppni á Hátúni sem Hjalti Úrsurs og þeir kappar voru að keppa í, ennnnn FRAM-strákarnir vissu ekki að það var búið að skrá þá til leiks. Þetta er svo fyndið að ég bara verð að blogga um þetta og setja inn myndir.
Nema hvað, hann Hjörtur kraftatröll kom, sá og sigraði, já eða næstum því. Hann s.s átti að draga riiiisa trukk í gang. Og hvað haldið þið, drengurinn lenti í 2 sæti af öllum keppendunum. hahahahahahahahahaha.
Hér eru myndirnar
Hér sést trukkurinn, þetta var s.s þegar hann mætti á svæðið
Hjörrinn að undibúa sig, sennilega að peppa sjálfan sig upp....
Hann er gjörsamlega bleikur í framan,
Einn af keppinautunum, Hjalti Úrsus. En Hjörtur s.s tók sig til og vann Hjalta og lenti í 2 sæti á eftir einhverjum 2 metra rumi sem kallar sig Big G (skv. Hirti).
það er hægt að skoða þetta allt á www.fram.is
ég er búin að grenja úr hlátri af þessu, minnir mig óneytanlega á óvissuferiðna sem við FH stúlkur fórum í hérna um árið, þegar ég, Dagný, Gunnur og Eva vorum skráðar í sumarstúlkukeppnina á Víðistaðatúni. Við mættum bara og höfðum ekki hugmynd um þetta, drukkum okkur hauslausar til að meika þetta rugl. En vá hvað það var fyndið.
Við óskum vöðvafjallinu, trukknum og leggjabrjótinum til lukku með 2 sætið.
MÚHAHAHAHAHAHA
2 comments:
Hæ skvís, ég gat ekki fundið út netfangið þitt á blogginu þannig að sendu mér bara mail um það sem þú varst að spá á bjarney06@ru.is
kv.Bjarney;o)
Sæl skvís,
vá hvað ég man eftir þessu sumarstúlkudæmi.... hélt að ég yrði ekki eldri þegar Harpa sagði hvað við áttum að gera.... datt einmitt yfir Séð&heyrt blaðið heima um dagnin þegar ég var að pakka glósunum mínum niður í geymslu!
Post a Comment