Sunday, September 30, 2007

Myndir og fleira

Þá eru 2 vikur síðan við komum hingað og okkur líður rosalega vel hérna, sértstaklega á 5 stjörnu hótelinu sem við erum á ;) Helga og Gunni eru með yndislegra fólki sem ég hef kynnst og við erum þeir afskaplega þakklát. Börnin þeirra eru frábær og hafa tekið okkur rosalega vel.

Við fáum íbúðina okkar á morgun og okkur hlakkar mikið til þess, hún er í 5 mín göngufæri frá skólanum mínum og það eru 2 leikskólar þarna rétt hjá sem ég ætla að fara í á morgun að koma henni inná annan þeirra.

Ítölskuskólinn er svolítið spes, kennarinn talar BARA ítölsku þannig að maður skilur takmarkað. Hún bara babblar eitthvað, bendir á bókina og ýtir svo á play á CD spilaranum. Svo á maður að gera verkefni, og maður situr bara og hugsar "hvað í fjandanum er í gangi hérna" svo spyrjum við öll hvort annað hvort einhver hafi skilið þetta og hvað við ættum að gera??? SPEEESSS, en samt er ég búin að læra smá, og þetta er allt að koma.

En ég átti alltaf eftir að setja inn myndir úr kveðjupartýinu okkar, læt nokkrar fylgja.


















segjum þetta gott í dag, to be continued

Thursday, September 27, 2007

vúhúúú

ÉG ER AÐ FARA Á GWEN STEFANI 16 OKTOBER, E-R SEM VILL KOMA MEÐ??????????????

Sunday, September 23, 2007

heitt heitt heitt

jæja smá fréttir, við erum s.s flutt útúr íbúðinni og búum eins og er hjá Helgu og Gunna sem búa hérna í Monza. Við fáum nýju íbúðina okkar á þriðjudag eða fimmtudaginn, það er verð að setja innréttingar og allt inn í hana og gera hana klára. Það er s.s allt nýtt inni í henni og hún er í 5 mín göngufæri frá skólanum mínum, sem er bara sweet. En Helga og Gunni eru ekkert smá yndisleg og við erum eiginlega bara á 5 stjörnu hóteli hérna og Birta og Andrea ( sem er 4 ára) ná ekkert smá vel saman.

Mamma kemur svo að heimsækja okkur á morgun og verður í 3 daga, það verður gaman að fá hana.
Svo byrjar ítölskunámið hjá mér á morgun og ég hlakka mikið til. Verður gott að komast inn í málið þar sem að ítalir eru ekkert sérlega hrifnir af því að tala ensku og geta það fæstir.

En Birta er búin að vera lasin núna í nokkra daga, er reyndar búin að vera hitalaus núna í 2 daga eftir að hún fékk sýklalyf hjá lækninum. En það er eðlilegt að verða veikur þegar maður kemur hingað út í þessa mengun og raka og það allt.

En hér eru nokkrar myndir.

Birta og langamma Inga


takið eftir hitastiginu og klukkunni, þetta er rugl sko.



Gítarsnillingarnir Andrea og Birta, þær voru æði að rokka á fullu hérna í morgun.



þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þessi vakti mikla lukku hjá þeirri stuttu....

En við segjum þetta gott í dag, blogga meira síðar.

Knús og kossar héðan úr hitanum

Tuesday, September 18, 2007

Mílanó

Jæja við erum komin til Mílanó eftir langt ferðalag. En það gekk allt vel þó svo að flugið frá Íslandi hafi verið ömurlegt, og þá sérstaklega lendingin í Köben. Ég sleppti því að taka róandi töflurnar sem ég fékk hjá lækninum þar sem að ég var með Birtu með mér. En Birta sofnaði á leiðinni upp á flugvöll og svaf af sér fyrsta flugið sitt. Reyndar vaknaði hún rétt áður en við vöknuðum og það fyrsta sem hún sagði var "það er rosalega gaman í flugvélinni" við foreldrarnir gátum ekki annað en hlegið þar sem að hún var búin að sofa og sofa. Hér eru nokkrar myndir frá fluginu og því.








Svo eftir lendinguna fórum við í leigubíl til Ellu og Carstens og þar beið okkar dýrindis morgunmatur og stórt knús frá Ellu gellu.



Svo fórum við aftur í flug til Mílanó kl 17 og þar var hún Birta sko alveg rosalega hress og átti ekki til orð yfir því að það væru ský í sjónum og á landinu, hmmm svolíið skrítið. En henni fannst flugið rosalega skemmtilegt og spennandi.

Svo lentum við í Mílanó og fórum í rútuna og vorum í henni í c.a klst og vorum svo sótt á stoppustöðina. Ég get nú ekki sagt að íbúðin hafi verð neitt til að hrópa húrra fyrir og erum við nú þegar farin á fullt að leita okkur að nýrri. En við erum búin að fara niður í bæ, skoða skólann minn og allt það helsta. Að sjálfsögðu er maður búinn að kanna verslanirnar hérna sem eru nú ekki af verri toganum, ekki slæmt að hafa H&M, Zara, Gucci, Prada og allann pakkan hérna í hrönnum.

En ég er komin með ekki fleiri né færri en 17 moskító bit, þær elska mig þessi kvikyndi. Þær hafa hinsvegar ekki snert á óla né Birtu, nokkuð ljóst hver er með besta blóðið af okkur.
En Birta er komin með 39°hita og er frekar slöpp.

Við erum ekki enn komin með Internet hingað en erum að rippa einhvern núna, sem er gott fyrir okkur.

Ætla að segja þetta gott í bili, en við erum komin með ítalskt nr, sem er 00393407454872 sem er gsminn hans óla. Set mitt inn seinna. Svo er ég með msn og skype, skype nafnið mitt er hafdisinga.

En endilega verið dugleg að commenta elskurnar.

Bestu kveðjur frá okkur hér í Mílanó

Friday, September 14, 2007

þá er komið að því

brottför upp á flugvöll kl 22 í kvöld og flug kl 1 í nótt til Köben. Svo eyðum við deginum með Ellu Möggu og Carsten í Köben og fljúgum svo til Mílanó kl 17 á DK tíma. Lendum í kringum 19 í Mílanó og verðum sótt þar og förum beint í íbúðina okkar.

Það er óhætt að segja að það sé spenningur í okkur, og þá sérstaklega í Birtu. Hún hefur aldrei áður farið í flugvél og hún hreinlega getur ekki beðið. Síðasti dagurinn hennar á leikskólanum var í gær og hún knúsaði alla bless og fékk rosalega flott kveðjukort með myndum og texta í frá Reit (sem er deildin hennar). Birta talar ekki um annað en að hún sé að fara að flytja til Ítalíu, maður má ekki segja að hún sé að flytja til Mílanó, hún er sko að flytja til ÍTALÍU!!!!!!!!!!

En okkur langar bara að segja bless við þá sem við náðum ekki að kveðja og hlakka til að sjá ykkur næst. Við verðum með skype og að sjálfsögðu msn úti, sendið mér bara´póst á hafdish@gmail.com ef þið viljið fá þetta allt uppgefið.

Knús og kossar, ætlum að fara úr 4°c í 26°c, niccceee

Hafdís og co