Tuesday, September 18, 2007

Mílanó

Jæja við erum komin til Mílanó eftir langt ferðalag. En það gekk allt vel þó svo að flugið frá Íslandi hafi verið ömurlegt, og þá sérstaklega lendingin í Köben. Ég sleppti því að taka róandi töflurnar sem ég fékk hjá lækninum þar sem að ég var með Birtu með mér. En Birta sofnaði á leiðinni upp á flugvöll og svaf af sér fyrsta flugið sitt. Reyndar vaknaði hún rétt áður en við vöknuðum og það fyrsta sem hún sagði var "það er rosalega gaman í flugvélinni" við foreldrarnir gátum ekki annað en hlegið þar sem að hún var búin að sofa og sofa. Hér eru nokkrar myndir frá fluginu og því.








Svo eftir lendinguna fórum við í leigubíl til Ellu og Carstens og þar beið okkar dýrindis morgunmatur og stórt knús frá Ellu gellu.



Svo fórum við aftur í flug til Mílanó kl 17 og þar var hún Birta sko alveg rosalega hress og átti ekki til orð yfir því að það væru ský í sjónum og á landinu, hmmm svolíið skrítið. En henni fannst flugið rosalega skemmtilegt og spennandi.

Svo lentum við í Mílanó og fórum í rútuna og vorum í henni í c.a klst og vorum svo sótt á stoppustöðina. Ég get nú ekki sagt að íbúðin hafi verð neitt til að hrópa húrra fyrir og erum við nú þegar farin á fullt að leita okkur að nýrri. En við erum búin að fara niður í bæ, skoða skólann minn og allt það helsta. Að sjálfsögðu er maður búinn að kanna verslanirnar hérna sem eru nú ekki af verri toganum, ekki slæmt að hafa H&M, Zara, Gucci, Prada og allann pakkan hérna í hrönnum.

En ég er komin með ekki fleiri né færri en 17 moskító bit, þær elska mig þessi kvikyndi. Þær hafa hinsvegar ekki snert á óla né Birtu, nokkuð ljóst hver er með besta blóðið af okkur.
En Birta er komin með 39°hita og er frekar slöpp.

Við erum ekki enn komin með Internet hingað en erum að rippa einhvern núna, sem er gott fyrir okkur.

Ætla að segja þetta gott í bili, en við erum komin með ítalskt nr, sem er 00393407454872 sem er gsminn hans óla. Set mitt inn seinna. Svo er ég með msn og skype, skype nafnið mitt er hafdisinga.

En endilega verið dugleg að commenta elskurnar.

Bestu kveðjur frá okkur hér í Mílanó

2 comments:

Anonymous said...

gangi ykkur vel Hafdís mín. vona að þið finnið aðrar íbúð sem fyrst. ástarkveðjur Lína

Anonymous said...

gott að allt gékk vel.. hlakka til að lesa meira blogg frá ykkur og hitta þig á msn. sé að þú ert þar núna en ég er orðin og sein í joga svo ég vona bara að þú verðir þarna þegar ég kem til baka;)
hafiði það gott knús og kossar frá okkur öllum.
kv. solla