Við fórum í gær í stærsta lokaða park í evrópu og það var ekkert smá æðislegt. Fullt af leiktækjum, kaffihús og dýr. Birta og Andrea voru á fullu að týna hnetur og kasta til íkornanna, sem voru ímyndaðir því ekki sáum við hin neina íkorna. En það eru samt íkornar þarna og hestar og fleira.
En þetta var yndislegt og Birta skemmti sér konunglega með henni Andreu sinni.
Þær komu sko alveg drulluskítugar heim og fóru í bað saman.
Hér eru nokkrar myndir frá þessu
sætu múslurnar að labba, eins og gamlar konur með þessi sjöl.
sætar
er hægt að vera svona fallegur???
hressað að róla
flotta stóra rólan vakti mikla kæti
það er svo gaman að ramba.
renna
svo var farið í bað
verð svo að láta fylgja mynd af því þegar Birta var að taka upp dótið sitt úr kössunum sem við fengum loksins á föstudagsmorguninn frá Íslandi. Barnið faðmaði dótið sitt og ég hef bara sjaldan séð aðra eins gleði.
Svo bara ein að lokum
takk fyrir öll kommentin, yndislegt að lesa þau. Keep up the good work.
Knús frá Mílanó
Sunday, October 14, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment