Tuesday, November 27, 2007

gjööööörrrsamlega búin, jéremías.

þessi helgi var hræðileg í alla staði. Á föstudaginn fékk Birta hita og var greinilega að verða rosa veik. Svo svaf hún EKKERT nóttina eftir útaf verkjum í eyrum. Svo á laugardagsmorguninn var hún alveg tjúlluð úr verkjum, þannig ég fann útúr því hvert ég gæti farið með hana til læknis. Við tókum leigubíl á bráðavaktina fyrir börn og biðum þar í næstum 3 klst. Þá var farið að dropa úr eyrunum á barninu, blóði og einhverjum vessa og hún í móki og alveg brjáluð úr verkjum. Loksins kom að okkur, hún var rifin úr fötunum, skoðuð bak og fyrir og mæld. 41°c takk fyrir kærlega, fékk stíl strax og leggur settur í æð. Birta varð alveg snældu vitlaus þegar það var stungið í hana og ég fór að hágráta við að horfa upp á þetta, þetta var hræðilegt. Svo var kíkt í eyrun og Birta drifin strax í lungna myndatöku. Þá fékk ég þau svör að hún væri með sýkingu í eyrum og kannski með lungnabólgu. Omg og ég var ein með hana, hringdi í Óla til Íslands og grét bara í símann. Jæja svo voru sérfræðingar í eyrnalækningum kallaðir út og við biðum í rúmann klukkutíma eftir þeim. En þeir sugu drulluna útúr eyrunum, og þá varð mín sko enn brjálaðari og ég fór aftur að gráta. En þeir sáu það að sýkingin var rosalega mikil og Birtan mín var lögð inn. Á spítalanum fékk hún 3x á dag sýklalyf, 3x á dag var sprautað í eyrun vatn með súrefni í, 3x á dag þurfti mín að sitja með súrefnisgrímu á sér sem var með einhverju lyfi í, því að hún er með bronkites.


Og ekki skánaði það, það komu 2 hjúkkur inn til okkar, með sprautu og vatn, vöfðu henni inn í lak og byrjuðu að sprauta þessu vatni á fullum krafti upp í nefið á henni. Aftur fór Hafdís að gráta. Endaði með því að Birta gubbaði yfir allt. Greyið litla skinnið mitt, það var ekkert lítið farið illa með hana þarna. En allt var þetta jú gert til að láta henni líða betur. En við s.s vorum þarna í 3 daga, hún var útskrifuð í dag og er allt önnur, samt langt frá sínu besta.

ein að horfa á skrípó í herberginu sínu


svaf svo vært með hönd undir kinn, svo sættttttt


svona varð hún að vera frammi að leika sér.... með svona grímu

svo sofnaði mín svoa á miðju elshúsgólfi kl 18 í kvöld, og sefur enn...


Svo ofan í þetta þá dó hún yndislega amma mín í fyrri nótt, það var eitthvað sem ég bjóst ekki við.


tók þessa fallegu mynd af ömmu og Birtu þegar við kvöddum hana í september. Ég á eftir að sakna hennar, var þvílíkt ljúfmenni og algjör nagli. Mér finnst svo skrítið að hugsa til þess að sjá hana aldrei aftur, hún var eitthvað svo ódauðleg í mínum huga. Æji, ohhhhh.....

Eftir þessa helgi lít ég svona út


ég held að ég hafi nú ekki oft verið svona hrikalega tussuleg. hahahaha..

En ég kveð að sinni, ætla að fara að sofa. er gjörsamlega búin á því.

Ciao.

Sunday, November 18, 2007

Skólinn, kuldi og fleira

Djíí hvað það er orðið kalt hérna á morgnana og kvöldin. Já ég sagði kalt.... Maður er alveg kominn í kápu og sjal stemninguna, og Birta fer ekki út nema í úlpu, með húfu, trefil og vettlinga. En þetta er samt fínt, sárra en þegar það var 28 gráðu hiti daglega og við að drepast úr hita.

En það er allt gott héðan, nóg að gera í skólanum og ekkert nema gleði og hamingja með það. Er núna alla helgina búin að vera í hópavinnu. Í gær hitti ég hóp sem ég er með í project methodology og byrjuðum við að vinna verkefni sem við verðum meira og minna allt árið að gera. Ég er með Dóru, Chrisopher (svíi) og Amir (frá Síberíu) í hóp og við eigum að analysera veitingastað. Ógeðslega spennandi og gaman, vorum þar í gær og vorum að skoða teikningar af pleisinu, pæla í öllu frá materials á gólfum, veggjum, bar og allstaðar, gluggum, lýsingu og þess háttar. Mikið rosalega fannst mér þetta gaman, fíla þetta í botn.
Svo í dag hittist annar hópur sem ég er í, eða fyrir history of modern and contemporary art. En ásamt mér er Edda Rós og Sigrún í þeim hóp. Við erum að gera ruddalegan fyrirlestur um Sigur Rós, introið er bútur úr dánarfregnir jarðafarir og svo hendist hver myndin á fætur annarri inn á slideið. Svo í miðjunni verður svona fyrirlestur um Sigurrós, sagan á bakvið þá, fjöllum um post rock og minimalisma sem þeir flokkast undir, plöturnar þeirra, vonlensku sem er tungumál sem Jónsi fann upp og syngur á t.d allri ( ) plötunni og margt fleira. Svo endum við á að sýna trailerinn úr Heima hrikalega flottur og mig langar mikið að sjá þessa mynd. Við erum alveg staðráðnar í að þessi fyrirlestur verði flottur og góð landkynning.

En annars er ég bara nokkðu hress, Birta er reyndar ekki enn komin inn á leikskóla en mér skylst að við eigum að fá einhver svör á morgun. Reyndar hef ég ekki mikla trú á að það gerist, enda hef ég heyrt það ansi oft að svör berist á morgun eða í dag, og aldrei berast nein svör. En ef að ekkert gerist er bara tvennt í stöðunni, setja hana á einkarekinn leikskóla eða að óli og hún fari heim þangað til að leikskólapláss fæst. Eins og gefur að skilja kýs ég fyrri kostinn, en okkur bauðst pláss á einkaskóla um daginn sem kostaði ekki nema 630 evrur, og ég veit ekki alveg hvort að við séum tilbúin til að borga 57 þúsund kall fyrir leikskóla á mánuði. Finnst það heldur blóðugt. En barnið þarf samt að fá pláss, ekki hægt að hún sé hangandi alla daga og alltaf að gera það sama.


ein af okkur mæðgum

En Óli fer heim í 3 daga á fimmtudaginn, þannig að við mæðgurnar verðum einar heima. Svo komum við heim í jólafrí 22 des og fljúgum aftur út 5 jan. Maggi frændi minn ætlar að vera svo yndislegur að lána okkur íbúðina hans og fjölskyldunnar á meðan þau eru úti, og ég þakka kærlega fyrir það. Ég hlakka ekkert lítið til að koma heim ís má tíma, kíkja á handboltaæfingu og hitta alla. Það verður BARA gott og ljúft.

En ég kveð að sinni, ætla að segja þetta gott.
En endilega commentið, alltaf svo gaman að sjá hverjir lesa.

Ciao
Hafdís

Wednesday, November 07, 2007

skólinn og svona

Ég er að fíla námið mitt í tætlur, amk það sem af er. Hver kúrsinn á fætur öðrum alveg hrikalega spennandi og skemmtilegur. Kennararnir eru frábærir og virka rosalega professional.

Ég var t.d í fyrsta tíma í geometrical drawing í dag sem að lofar mjög góðu. Við vorum reyndar að fara algjörlega í grunninn í dag, en þetta s.s byggist þannig upp að við erum að læra að teikna objects frá öllum sjónarhornum. S.s grunnur á teikningu sem maður notar í arkitektúr, en auðvitað eigum við líka eftir að læra þetta í AudoCad sem er tölvuforrit sem maður teiknar í 3D. Svo erum við auðvitað líka í free hand drawing þar sem við erum núna að æfa okkur í að teikna beinar línur fríhendis, svo bætum við alltaf við okkur með hverjum tímanum. Ég er á fullu núna að teikna hérna heima því í næstu viku á ég að skila einum 50 A3 blöðum af línum. Hljómar spennandi ekki satt, hahahahahaha. En þetta er virkilega gaman.
Svo er ég í computer basics sem er eiginlega svolítið fyndið núna, vorum t.d í dag að læra á POWERPOINT, hahaha hvaða Íslendingur kann ekki á það?? En svo förum við í digitalizion og photoshop og þess háttar.

Svo byrjaði marketing and buisness culture í gær, ég var að fíla það vel. Fannst þetta svona smá common sence fyrir þá sem hafa unnið mikið í sölustörfum. En þetta var náttúrulega bara fyrsti tíminn og EKKERT að marka þetta.

En þetta er bara fyrst og fremst gaman og ég hlakka alltaf til að mæta í tíma. Þetta er svo sannarlega my cup og tea, ef að svo má segja.

En þangað til næst kveð ég.

Tuesday, November 06, 2007

flott mynd

við fórum í aquarium þegar Inga tengdó var hérna og ég náði þessarri snilldar mynd af dóttur minni.


það er eins og fiskarnir séu að keppast við að tala við hana, þetta er bara fyndið.

En annars er allt gott héðan, fórum í íslendingaboð hjá Helgu og Gunna í Monza á laugardaginn og það var æði. Rosalega skemmtilegt. Svo á sunnudaginn enduðum við í mat hjá Gunna Ljósmyndara og Höllu konunni hans.

Svo er maður bara í tímum alla daga og það er alveg hreint æðislega gaman. Þetta nám er held ég það sem ég átti að læra, finnst þetta geggjað.

En kl er orðin svo margt, ætla að skella mér í háttinn. Tími í fyrramálið.

Ekki gleyma að commenta,
Ciao

Friday, November 02, 2007

ég er á lífi

og gott betur en það.
Lífið hérna í Mílanó hefur bara verið nokkuð ljúft. Kraftaverk gerðist fyrir viku síðan, en við fengum s.s dvalarleyfi þá fyrir 1 ár. Þvílíka ruglið maður, ekki búið að taka nema 1 og hálfan mánuð að fá þetta í gegn, þrátt fyrir að við séum í shengen. Crazy.... En það er enn óljóst með leikskólamál fyrir Birtu, eigum ekki að fá svar fyrr en um miðjan nóv um hvort að hún fær pláss eða ekki, sem er ekki gott. Þannig að við ætlum eitthvað að reyna að pressa á þetta á mánudaginn, og já ef að það gengur ekki, þá fer hún sennilega á einkarekinn leikskóla sem kostar 150 evrum meira en hinn. En ég meina kommon, barnið þarf að komast á leikskóla. Hún er orðin svo hundleið á okkur foreldrunum, hún er alltaf að spurja mig hvernær hún fær að fara á leikskólann sinn á Ítalíu.

Skólinn er byrjaður og váááá hvað það er gaman. Tímarnir eru hver öðrum skemmtilegri, kennararnir virka vel á mig og ég virðist vera í ágætis bekk. Er með einni Íslenskri í bekk sem heitir Dóra og er ótrúlega nice stelpa. Kennararnir mínir eru allra þjóða kvikyndi, einn frá þýskalandi sem er alveg meeeega strangur en samt rosalega sanngjarn og nice. Hann er að kenna Color, materials and finishings. Svo er ég með Ítala í History of architecture and design og hann er ótrúlega fyndin týpa. Hann er hönnuður og virðist vera ríkur, og talar mjög góða ensku en með fááááránlega miklum ítölskum hreimi, svo er hann nánast með míkrafóninn uppí sér þannig að maður skilur mjög takmarkað... sem er frekar fyndið. En hann er ekkert smá nice og virkar vel á mig. Í computer 1 erum við með stelpu frá Kólimbíu sem ég er ekki alveg búin að ná að reikna alveg út ennþá. En mér skilst að hún sé rosalega fín, hún amk veit allt um tölvur. Kennarinn í free hand drawing og geometrical drawing er ítölsk og algjör snillingur. Frekar fyndið að sitja í þeim tíma í 3 klst og teikna línur og kassa allann tímann. En þetta fylgir því að þjálfa sig í að gera skyssur og slíkt.
Svo erum við með Breta í listasögu sem er algjör snillingur, hann er alltaf að segja okkur sögur af listamönnunum sem hann er að fjalla um, að van Gogh og Gaugin hafi eytt öllum peningunum sínum í hórur og dóp og eitthvað svona. Ótrúlega gaman að hlusta á hann.

Ég er alltaf í tímum með Íslendingum og líkar vel.
Svo á miðvikudaginn var Halloween partý hjá Reyni, en hann er á 1 ári í interior design minnir mig. Ég var gjörsamlega heiladauð með búning en ákvað svo að vera bara Marilyn Monroe, svona víst að ég kann make up-ið upp á 10. En það var ótrúlega gaman þó að ég hafi nú ekki stoppað mjög lengi. Nennti ekki í bæinn á eitthvað djamm, þannig að ég fór heim um 1. En þetta var snilld, skemmtilegir búningar, eins og þessir:



hér höfum við heimatilbúinn The Incredibles búning sem vakti mikla lukku



En Markús var klárlega sigurvegari kvöldsins, þvílíkur snilldar búningur. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég sá hann. Hverjum dettur í hug að fara útí búð, kaupa sér helling af pappakössum og teipi, og skera svo út riddarabúning??? hahahaha þvílíkur snillingur.

Hér er ein af Marilyn wannabe gellunni



og ein of the make up



Svo var tengdamamma hérna hjá okkur í viku og vá hvað það var nice að hafa hana. Birta var ekkert smá leið þegar hún fór, vildi strax fara til hennar. En hún kom með helling af íslensku góðgæti sem við erum að japla á.

en að lokum ætla ég að láta fylgja mynd af fallegu, fallegu skónum sem ég var að kaupa mér.... love them



ég kveð að sinni og býð góða nótt
Haddý Hix