Wednesday, December 12, 2007

langt síðan seinast

jæja það er nú svolítið langt síðan ég bloggaði síðast, enda margt búið að ganga á. Sit núna á Keflavíkurflugvelli á leiðinni til London, flýg svo þaðan aftur út til Mílanó. Ég s.s fór heim í 6 daga til að kveðja hana ömmu mína. Jarðaförin var í gær og var ekkert smá falleg, ég kvaddi sátt. En þetta var nú samt rosalega erfitt, en mikið rosalega var gott að komast aðeins heim.

En núna tekur við 10 daga námstörn, þarf að vinna upp það sem ég missti af og klára allt áður en ég fer aftur til Íslands í jólafrí, en það verður 22 des. Verðum heima í 2 vikur, en Óli og Birta verða eftir á Íslandi núna. Á eftir að sakna þeirra þvílíkt, kvaddi þau með trega í morgun. Birta var auðvitað steinsofandi og mig langaði svo að kúra með henni og sleppa því bara að fara aftur út ;)

En Birta var svo glöð að komast heim að leika með Petru og Hinna, hún nennti sko ekki að yrða á foreldra sína eða nokkurn annan mann, þau bara léku sér og voru eins og ljós. Þvílíkt góð og fyndin. Birta er alveg ótrúlega fyndin, ég skil ekki alveg hvaðan sum commentin hennar eru, ´þau eru mörg hver svo rosalega fullorðinsleg og fyndin. Við vorum t.d í bílnum í fyrradag að keyra og það var eitthvað jólalag í útvarpinu. Þá spyr hún mig "mamma, hver er að syngja þetta lag?" og ég svara "veistu ástin mín, ég bara veit það ekki". Þá segir mín alveg ótrúlega fullorðinslega "kannski er þetta Björgvin Halldórsson!!!!" hahahhahahaha, einmitt. Hún er 3 ára og veit hver Bo er.....

En ég vil þakka mömmu og pabba, Ingu tengdó og öllum fyrir mig. Það var yndislegt að fá að knúsa alla og hitta alla á þessum stutta tíma. Hlakka mikið til að koma til baka, já eða svona að fluginu aðskildu...

Knús héðan frá Keflavíkurflugvelli ;)

No comments: