Já þá er tískuvikunni að ljúka hérna í Mílanó og váááá hvað mig langaði að fara á einhverja stóra sýningu. Fendi er með sitt dæmi beint á móti skólanum mínum og það var frekar fyndið að fylgjast með öllu þessu ferli. Fyrst voru það riiiisa trukkar sem komu hver á fætur öðrum, með pöllum, græjum og fleiru. Svo voru það módelin sem hrönnuðust í casting, hverju öðru horaðara og gjörsamlega gráar í framan. Ég skil ekki, án gríns, hvernig fæturnir á þeim geta ekki brotnað í sundur, ég hef aldrei séð svona horaðar manneskjur, þetta var BARA creapy. Það var líka sjúklega fyndið allir bílarnir sem keyrðu um alla Mílanó, þar sem umboðsskrifstofurnar voru með merkingar utan á þeim, stóð t.d Elite og svo aftan á bílnum, supermodel inside. Hiihihihi, ef ég hefði viljað fara í svona casting, þá hefði ég þurft að missa svona 20 kg.
Svo var það sýningarkvöldið sjálft, sem var á fimmtudaginn. Þá var löggan útum allt í götunni, að passa, og haugur af fólki fyrir utan allt saman. Það voru allir að bíða eftir að Dolce & Gabbana myndu mæta á svæðið, og já forsetinn.... funny fannst mér. En vá hvað ég væri til í að upplifa svona stóra sýningu, væri örugglega rosa gaman.
Skólinn síðustu vikuna er búinn að vera CRAZZZZYYY,7 próf og skil á viku. Ég held að ég hafi aldrei sofið svona lítið á einni viku, á föstudagsmorgun kl 9 var ég búin að vera vakandi í 26 klst, lagði mig í 2 klst og fór í próf. Fór svo að sofa kl 21 með Birtu um kvöldið, svona er þetta búið að vera fram til í gær. Bara rugl sko. Og núna er ég líka að fá það svooo í bakið, alltaf þreytt.
En við fórum í IKEA í dag að versla smá, keyptum sængur og kodda og fullt af dóti, en öll familian hans óla er að koma hérna um páskana, og mamma og Ragnheiður eru að koma í byrjun mars.
En ég var líka að búa til ljós áðan, já við s.s keyptum okkur ljós um daginn, Normann hönnun sem heitir norm 3, nema hvað, það tók mig fokking klukkutíma að setja það saman, meira púsluspilið, en útkoman er nokkuð góð. Myndi segja að ég sé nokkuð góð að búa til ljós, miðað við þetta ;)
Birtan mín er alltaf hress og kát, spurði mig í gær : "mamma,hvernig býr maður til börn???"...... já það er fjör í þessu öllu saman.....
En við biðjum að heilsa héðan frá Mílan
Saturday, February 23, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
hæhæ ég heiti Sandra
Ég var að googla IED skólan því að ég er að hugsa um að sækja um þar og lenti þá inn á blogginu þínu, ég var að pæla hvort ég mætti senda á þig e-mail og spurt þig nokkrar spurningar um skólan og svona? værirðu þá til í að senda á mig línu á mailið sds5@hi.is kveðja Sandra
Hi,
Iam Björn-Eric - I found your blog Googlin IED Milan. I just got granted for an exchange therm there starting after this summer. I would love for you to answer some question for me reguarding the accomendations, just everyday stuff and the school in genral. So, it would be nice of to just send me your adress to hello@bjorn-eric.com ... thanks in advance
//B_E
Hæ
Ég heiti Þórunn Þórarinsdóttir og fann bloggið þitt..
.. iiiiii djók.
Ógeðslega flott ljósið ykkar.
Viltu senda mér sól og kannski seta nokkra fallega steina ofan í umslag og senda mér á hjallabrautina.
Vonandi hafið þið það huggulegt og náðugt þarna á ítalíunni.
Bjorn Eric, is this a joke?
Hæ, og ég heiti Dröfn og fann bloggið þitt á rússneskri klámsíðu.
En mig langaði bara að segja þér að ég keypti líka svona ljós eftir hann Norman, bara aðeins örruvísi og ég var í heila öld að setja það saman, og var svo öll sundurskorin á puttunum eftir það.... frábær hönnun.. að láta bara viðskiptavinina missa vit og fingur við samsetningar.
Hæ skvís, gaman að lesa um að allt gengur vel í Mílanó og spennó að horfa á grey horuðu gellurnar út um gluggan. Ábyggilega ekki neitt sældarlíf að vera módel :=)
Annars er snjókoma og kuldi hér á Húsavík gott væri að vera í sól í Mílanó núna....brrrrr.
KNús á alla og haltu áfram að vera dugleg í skólanum.
MBK Alma frænka Húsavík
Post a Comment