En við erum búnar að hafa það afskaplega gott, ég er reyndar að bráðna niður úr hita held ég, það eru einar 31 gráða í dag og dálítill raki. Birta er bara að skoppast hérna á nærbuxunum og Andrea eins.
En ég er búin að gefa það sem við sendum ekki til íslands og er að takast að tæma íbúðina okkar hérna, fer svo á morgun og þríf hana og klára þetta. Svo kemur mamma á fimmtudaginn og við ætlum að fara til Rómar og svona og hafa það ótrúlega gott. Erum að gæla við að fara líka í Gardaland og taka þá Gunna, Helgu, Andreu og jafnvel Telmu með. Verður æði.
Svo er ég svo heppin að ég er komin með fullkomna barnapíu næstu árin, en hún Telma ætlar að vera passipían mín á Íslandi. Birta elskar hana, enda er hún alveg frábær við stelpurnar og alveg yndisleg stelpa, ég er þvílíkt heppin að hafa náð henni;)
Svo er ég að fara að æfa á fullu þegar ég kem heim, búin að bóka mig í einkaþjálfun hjá Silju Úlfars sem ætlar að koma mér í rudda form fyrir næsta tímabil í boltanum, búin að fá EAS fæðubótarefni fyrir átökin og allt. Já stefnan er sett á sixpack again...... Hlakka ótrúlega til að fara að æfa aftur, maður er svo hrikalega háður þessu. Svo er mengunin svo mikil hérna í Mílanó að það er bara ekki hægt að fara út að hlaupa, þá bara missir maður andann. En ég eeeelllsska að fara út að hlaupa, just me, my music og hugsanirnar mínar. Besta sálfræðimeðferðin held ég, hehehehe.... mæli með því.
En jæja ætla að hafa þetta gott í dag, blogga meira síðar. Svo er spurning hvað maður gerir þegar heim er komið,hvort maður haldi þessu bulli áfram eða ekki.

Ciao
Hafdís