er búin að vera í smá make up verkefnum hérna núna, var í gær í Lugano í Sviss í verkefni fyrir tímarit hérna, 10 bls tískuþáttur. Var ekkert smá gaman en meeeega langur dagur, vaknaði kl 5, fór í lestina, beint að vinna, svo í matarhlé, svo vinna meira og deginum lauk ekki fyrr en um 21. Var algjörlega búin á því. En locationið var geggjað, hluti var tekinn inni í Casinoi þarna sem er sjúklega flott, ég hef aldrei komið inn í Casino áður og ég fýlaði mig þvílíkt eins og ég væri komin inn í CSI þátt. Svo var farið út og skotið á aðal göngugötunni, og þessi bær er gjörsamlega gordjöss, hrikalega fallegur. Svo var aftur farið í Casinoið en núna á efstu hæðina þar sem veitingastaðurinn er, og útsýnið er to die for. Sjúklega flott. En takan gekk fáránlega vel, módelin gordjöss og ljósmyndarinn ekki af verri endanum, en hann vinnur mjög mikið með og fyrir Armani. Þannig að þetta verður svolítið feitt í möppuna og á CVið mitt.
Fekk svo símtal í dag þar sem mér var tjáð að þau hafi verið roosalega ánægð með vinnuna mína og að þau vilji bóka mig aftur.
Hér eru nokkrar myndir.
working
fallega útsýnið af veitingastaðnum
þetta look var það næst síðasta, svo færðum við okkur út aftur.
Maria að fixa hárið, þetta var the last look
Módelin fyrir síðustu tökurnar, sem voru ansi heitar í pálmatrjánum.
Ég get ekki beðið að fá myndirnar, held að þetta verði mega flott. Þetta var svona Glamour shoot, módelið með hlussu sílicon brjóst og mjórra en litlatáin á mér. En sjúklega sæt og flott módel, þetta var virkilega gaman.
Svo í lokin kemur önnur mynd síðan úr fugladæminu
En ég kveð að sinni, bara 1 próf eftir og þá er ég búin í skólanum, vúhúúú. Svo kemur mamma 29 maí og við ætlum til Rómar í 2 daga, á ströndina og fleira og hafa það meeega nice. Svo fljúgum við allar saman heim 7 júní..
Ciao
Wednesday, May 14, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Geggjað Hafdís!!
Lugano er falleg... ég náði því miður ekki að sjá Lugano í góðu veðri, held það muni ansi miklu :)
Frábært Hafdís
Knús Alma frænka
Post a Comment