Friday, June 20, 2008

Komin heim og allt að gerast

Jæja þá er maður kominn heim til Íslands og líkar bara rosalega vel. Birta er komin á leikskólann aftur og hún ljómar af gleði og ánægju. Hún elskar Arnarberg og þá sérstaklega eftir að hafa verið í hræðilegum leikskóla (miðað við hérna heima) á Ítalíu í tæpt ár. Hún er svo glöð með lífið að það er engu lagi líkt. Hún er búin að vera meira og minna úti að leika sér síðan við komum, fer út að hjóla, útí garð að leika, út á róló og svona mætti lengi telja.

Ég sjálf er farin að vinna hjá Hópbílum í sumar, og nei, ekki að keyra rútu. Heldur er ég á skrifstofunni að sjá um daglegan rekstur. Fíla mig rosalega vel í því, hér vinnur hver snillingurinn á fætur öðrum, frábær andi hérna og allir hressir á því bara. Ér á fullu að leita mér að framtíðarstarfi og búin að leggja inn umsóknir hér og þar. Er að fara í eitt atvinnuviðtal í dag og svo vonandi fleir fljótlega.
Svo er ég komin á fullt í handboltann og gengur það bara nokkuð vel. Er í þjálfun hjá Silju Úlfars á fullu og hún er að ganga fram af mér dauðri held ég, sé strax mun á mér bæði í þoli og líkamlega eftir viku hjá henni, þetta er snilld. Mér leiðist nú ekki að púla og er því bara í nokkuð góðum málum. Reyndar meiddist ég smávægilega á mánudaginn, tognaði aðeins í kálfanum en fer til Robba sjúkró á eftir og á ekki von á því að þetta sé eitthvað til að hafa áhyggjur af. Ég er bara þannig gerð að ég á afskaplega erfitt með að fara rólega af stað þegar æfingar eru annarsvegar. Hugsa að ég hafi farið heldur geyst afstað núna, en ætla aðeins að trappa mig niður, er ekkert sérlega spennt fyrir að rífa þennan kálfa líka.

En að öðru, er þvílíkt spennt fyrir kvöldinu, partý hjá Loga Geirs. Ætla reyndar bara að vera róleg á því og á bíl, en ég er alveg handviss um að það verður sko stuð.

ætla að hafa þetta gott í dag, blogga meira síðar.
hér er ein old af okkur mæðgum

Friday, June 13, 2008

Nýja dúið


how do you like my new hair???

Thursday, June 05, 2008

sooooooooooooooooo true

herna er sma video um muninn a itolum og evropu, og tetta er allt svooooooooooooo satt....