Ég sjálf er farin að vinna hjá Hópbílum í sumar, og nei, ekki að keyra rútu. Heldur er ég á skrifstofunni að sjá um daglegan rekstur. Fíla mig rosalega vel í því, hér vinnur hver snillingurinn á fætur öðrum, frábær andi hérna og allir hressir á því bara. Ér á fullu að leita mér að framtíðarstarfi og búin að leggja inn umsóknir hér og þar. Er að fara í eitt atvinnuviðtal í dag og svo vonandi fleir fljótlega.
Svo er ég komin á fullt í handboltann og gengur það bara nokkuð vel. Er í þjálfun hjá Silju Úlfars á fullu og hún er að ganga fram af mér dauðri held ég, sé strax mun á mér bæði í þoli og líkamlega eftir viku hjá henni, þetta er snilld. Mér leiðist nú ekki að púla og er því bara í nokkuð góðum málum. Reyndar meiddist ég smávægilega á mánudaginn, tognaði aðeins í kálfanum en fer til Robba sjúkró á eftir og á ekki von á því að þetta sé eitthvað til að hafa áhyggjur af. Ég er bara þannig gerð að ég á afskaplega erfitt með að fara rólega af stað þegar æfingar eru annarsvegar. Hugsa að ég hafi farið heldur geyst afstað núna, en ætla aðeins að trappa mig niður, er ekkert sérlega spennt fyrir að rífa þennan kálfa líka.
En að öðru, er þvílíkt spennt fyrir kvöldinu, partý hjá Loga Geirs. Ætla reyndar bara að vera róleg á því og á bíl, en ég er alveg handviss um að það verður sko stuð.
ætla að hafa þetta gott í dag, blogga meira síðar.
hér er ein old af okkur mæðgum

No comments:
Post a Comment