Friday, September 29, 2006
Eitthvað til að hugsa um....
Hann tók 5 lítra krukku með stóru víðu opi og setti á borðið fyrir framan sig. Svo tók hann 10 hnefastóra steina og varfærnislega kom hann þeim fyrir í krukkunni, einn af einum. Þegar krukkan var full og ekki hægt að koma fleiri steinum í hana, þá spurði hann: "Er krukkan full?" Allir í bekknum svöruðu: "Já!" "Jæja", sagði hann. Hann teygði sig undir borðið og tók upp fötu með möl. Því næst sturtaði hann smá möl í krukkuna og hristi hana um leið sem orsakaði það að mölin komst niður í holrýmið á milli stóru steinanna. Svo spurði hann hópinn aftur: "Er krukkan full?" Í þetta sinn grunaði nemana hvað hann var að fara. "Sennilega ekki" svaraði einn þeirra. "Gott" svaraði sérfræðingurinn.
Hann teygði sig nú undir borðið og tók upp fötu af sandi. Hann helti úr henni í krukkuna og sandurinn rann í öll holrýmin sem eftir voru milli malarinnar og stóru steinanna. Enn spurði hann: "Er krukkan full?" "Nei", æptu nemendurnir. Aftur svarði hann "gott". Hann tók því næst könnu af vatni og hellti í krukkuna þar til hún var alveg full. Svo leit hann á bekkinn og spurði: "Hver er tilgangurinn með þessari sýnikennslu?"Einn uppveðraður nemandi rétti upp höndina og sagði:
"Tilgangurinn er að sýna, að það er sama hversu full dagskráin er hjá þér, ef þú virkilega reynir... þá getur þú alltaf bætt við fleiri hlutum!". "Nei" svaraði sérfræðingurinn. "Það er ekki það sem þetta snýst um. Sannleikurinn sem þetta dæmi kennir okkur er þessi: Ef þú setur ekki stóru steinana í fyrst þá kemur þú heim aldrei fyrir".
Hverjir eru stóru steinarnir í þínu lífi?
Börnin þín?
Fólkið sem þú elskar?
Menntun þín?
Draumarnir þínir?
Verðug málefni?
Að kenna eða leiðbeina öðrum?
Gera það sem þér þykir skemmtilegt?
Tími fyrir sjálfa þig?
Heilsa þín?
Maki þinn?
Mundu að setja stóru steinana í fyrst eða þú munt aldrei koma þeim fyrir.
EF þú veltir þér uppúr litlu hlutunum ( mölin, sandurinn, vatnið ) þá fyllir þú líf þitt með litlum hlutum sem skipta í raun ekki máli.
Þú munt aldrei hafa þann tíma sem þú þarft til að eyða í stóru mikilvægu hlutina í lífi þínu ( stóru steinarnir ).
Sem sagt í kvöld eða í fyrramálið, þegar að þú hugsar um þessa stuttu sögu, spurði þig þá þessari spurningu...
"Hverjir eru stóru steinarnir í mínu lífi?"
Settu þá svo fyrst í krukkuna......
Monday, September 25, 2006
hahahaha, kúkabrandarar.
Hreinn skítur: Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.
Eltikúkur: Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.
Sprengja-æð-í-enninu hnulli: Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.
Dauðadrumbur: Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.
Loftpressukúkur: Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.
Þynnkuskita: Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.
Maískúkur: Skýrir sig sjálfur. Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur: Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.
Mænustunguskítur: Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann er á leiðinni út þversum.
Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari): Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.
Fljótandi drulla: Gulbrúnn vökvi frussast út um alla skál og rassgatið á þér með.
Háklassakúkur: Kúkur sem lyktar ekki.
Óvæntur kúkur: Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð.
Slórskítur: Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.
Atómsprengja: Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.
Skopparakúku: Hörð spörð sem fara eins og skopparaboltar um alla skálina (kostur þarf lítið að skeina)
Mikilmennskukúkur: þú rembist og rembist og svo kemur eitt pínulítið lambasparð.
Íþróttaálfurinn: kemur ca. klukkutíma eftir leikfimina. Klippikúkur: sem er svo langur að þú þarft að kúka - klippa - kúka - klippa...
Sunday, September 24, 2006
Helgin sem leið.
Svo eftir keiluna var farið á Pizza hut og gúffað. Svo brunaði ég í partý til hennar Soffíu, en þar vorum við EMM stelpur saman komnar í partý. Ég skellti mér í betri fötin og henti á mig smá make up-i.
Þar stoppaði ég í 2 klst og skemmti mér ógeðslega vel. Ég þurfti að bruna til Keflavíkur til að sækja settið, en þau voru að koma frá Króatíu. Þangað fór ég með eeeeelllld rauðann varalit, í tiger kjól og með blað sem á stóð "MR/MRS EINARSSON". Mér fannst það ógeðslega góð hugmynd að fara með þetta blað á flugvöllinn, svona eins og er alltaf gert þegar ferðaskrifstofurnar eru að sækja ríka fólkið.
Hér er ég með miðann góða. Eftir að ég sótti m og p þá kallaði rúmið og ég fór að hátta.
Í gær vaknaði ég snemma og fór með Birtu Laufeyju í Íþróttaskóla FH, en að þessu sinni var ratleikur í Heiðmörk. Við brunuðum þangað og löbbuðum þvílíkt langt í Heiðmörk. Birtu fannst æði að fá að vera úti í skóginum og náttúrunni. Hún er náttúrubarn, held að það sé alveg á tæru. En eftir að við kláruðum ratleikinn þá fékk Birta kex, kleinu og djús. Svo var haldið heim.
Hér er mynd af Birtu Laufey í ratleik.
Svo var ég að vinna á FH ballinu í gær, og þvílíkt fjör sem var þar. Frekar mikið fyllerí og alveg pakkað þar inni. SSSól var að spila og þeir stóðu fyrir sínu heyrðist mér á liðinu þarna, ég reyndar hélt að ég myndi detta niður úr hlátri þegar að Helgi Björns var alltaf að öskra í mækinn "ERU EKKI ALLIR Í STUÐI? ERU EKKI ALLIR SEXY?" Hvað er það??? Þetta hef ég barasta aldrei heyrt áður.
Svo er dagurinn í dag búinn að vera frekar þreyttur, svaf til12, lagðist upp í sófa og horfði á alla vikuna af Nágrönnum. Ohh það er bara gott að lyggja í sófanum og horfa á þetta, ég segi það stolt, ég fíla nágranna. Svo kl 3 reif ég mig á lappir, fór í sturtu og í föt, og í afmæli til Kollu frænku. Þar fékk ég besta Taco pie í heimi sem að Linda frænka býr til, nammi namm. Svo kl 18 fór ég í auka tíma í skólanum. Það er sænskur make up artisti á landinu sem er rosalega stór í Svíþjóð. Hún sér um allt sjónvarp þar í landi ásamt því að taka myndatökur fyrir blöð og svona. Hún var með fyrirlestur í dag, að segja okkur frá sínu starfi og svo var hún með sýnikennslu. Ég var módel fyrir hana þar sem hún var að sýna típiska förðun fyrir sjónvarp. Þetta var geðsjúklega flott hjá henni og mér leið eins og movie star. Svo gerði hún hárið og svona. Hún sýndi okkur líka hvernig er hægt að gera hár og make up á 10 mínútum. Mér finnst það alveg magnað að það sé hægt.
En hér er afraksturinn.
En ég er farin í háttinn.
nætí næt.
Thursday, September 21, 2006
smá innsýn í skólann
Hér eru myndir af Dröfn sem var módelið mitt í gær, ég var að gera náttúrulega förðun og gerði hár og stíliseringu líka (fyrir utan pósurnar, Dröfn sá alfarið um þær;) )
Svo áðan þá var sýnikennsla og Sóley gerði brúðarförðun á mig, hún var svo ógeðslega flott. Mér leið eins og engli eða prinsessu. Geggjað, var með riiiiisa gerfiaugnhár og læti.
Hér er mynd af mér, en þó svoldið óskýr.
Hún s.s málaði mig, gerði hárið og klæddi mig svo í hvítann kjól. ógeðslega flott.
En ég er farin að sofa, blogga meira síðar. Hef fullt sem mér lyggur á hjarta. Deili því seinna.
Góða nótt
Tuesday, September 12, 2006
Svona er l�fi�
Það er svo skrítið, þegar ég er með Birtu, þá er ég á toppi veraldarinnar. En daginn áður en hún á að fara til pabba síns, þá finnst mér allt verða ómögulegt. Það er svo ótrúlegt hvað maður verður háður barninu sínu, hvernig einhvern veginn allt fer að snúast í kringum það. Maður setur sjálfann sig í sæti númer hundrað ef að barninu manns myndi líða betur við það. Maður myndi henda sér fyrir lest til að bjarga því, ég myndi hreinlega gera allt til að létta barninu mínu lífið.
Það er ótrúlegt hvað maður kinnist tilfinningum sem maður hefur aldrei þekkt áður þegar maður eignast barn. Jú jú, ég vissi svo sem fyrir að það væri yndislegt að eignast barn, að maður myndi þá finna ást sem maður hefði aldrei áður fundið. Enn guð minn góður, mig hefði aldrei grunað að þessar tilfinningar væru svona rosalega magnþrungnar og sterkar. Núna, í fyrsta sinn á ævinni, kinnist maður skilyrðislausri ást. Hnvernig það er að elska einhvern, no matter what! Sama hvað aðilinn á eftir að gera í lífinu, sama hvað hann segir við mann, sama hvað gerist, ég á alltaf eftir að elska barnið mitt meira en nokkuð annað. Útaf þessum tilfinningum sem ég ber til dóttur minnar, þá fæ ég sting í hjartað við að sjá dánartilkynningar í blöðunum um lítil börn. Ég rakst á eina slíka í morgun og fannst ég kannast bæði við nafn barnsins og andlit þess.
Ég rauk á netið og fór á heimasíðu lítillar stúlku, nokkrum mánuðum yngri en Birta Laufey, sem ég hef fylgst með núna í dá góðann tíma. Stúlkan var alvarlega veik, var á barnaspítalanum í stöðugri gæslu. Foreldrar hennar voru á spítalanum dag og nótt, því að ekki var nægt starfsfólk til að sjá um þessa litlu stúlku. Hún var búin að berjast hetjulega fyrir lífi sínu þetta litla skinn. Alveg ótrúlegt hvað hún var sterk og dugleg, mig stundum skorti orð til að lýsa því. Ég veit ekki hversu oft ég hef grátið við að lesa þessa síðu, frásagnir foreldranna hafa snortið mig djúpt og fengið mig til að hugsa svolítið hvað ég er ótrúlega heppin að eiga heilbrigt barn sem að líður vel og er dugleg. Ég hreinlega dáist af þessarri litlu fjölskyldu, annað eins hugrekki, annar eins dugnaður og þol hef ég bara ekki orðið vitni af. Ég hef reglulega sett mig í spor þeirra, og ég veit hreinlega ekki hvort að ég myndi vera eins dugleg og þau eru búin að vera núna í 9 mánuði. Það þarf sérstaka karaktera til að höndla svona aðstæður eins vel og þau hafa gert.
Ég er búin að gráta í allann morgun, þar sem ég hef setið fyrir framan tölvuna og lesið bloggið þeirra. Frásagnir þeirra um það hvernig er að missa barnið sitt, hvaða tilfinningar brjótast um í þeim núna, stuttu eftir fráfalls þess besta og yndislegasta sem þau hafa eignast. Eitthvað sem þau hafa elskað jafn heitt og ég elska dóttur mína. Þetta brýtur hjarta mitt, og mig langar svo að fara og knúsa þau, þó að ég þekki þau ekki neitt. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta er, en ég er ekkert viss um að ég myndi ganga heil frá svona lífsreynslu.
Þetta hefur vakið hjá mér þakklæti. Þakklæti fyrir að eiga það sem ég á, heilbrigt, yndislegt, fallegt og fluggáfað barn. Heilbrigða og yndislega fjölskyldu og sand af traustum og góðum vinum. Ég hef lært að meta það sem ég hef, það eru ekki allir jafn heppnir og ég.
Að lokum langar mig að gefa upp linkinn á bloggið þeirra, endilega lesið. Þetta fólk eru hetjur.
Guð varðveiti minningu þessarrar litlu stúlku
Ég bara varð að losa um. Smá væmni, en hún skaðar ´jú engann.
Hafið það rosalega gott og njótið augnabliksins, maður veit aldrei hvað gerist á morgun.
Hafdís.
Sunday, September 10, 2006
Ég þoli ekki...
Þannig að við látum reyna á þetta.
Smá getraun, hvaða dýr er ég að leika á þessarri rosa skemmtó mynd??
Vegleg verðlaun í boði...
En er enn að jafna mig eftir Sálarballið á Sjallanum í gær, það var bara helvíti gaman.
Svo er skólinn aftur á morgun, váá hvað ég hlakka til. Það er svo ógeðslega gaman, elska að læra þetta. Ég er s.s í EMM school of make up og verð næstu 7 vikurnar. Ég er búin með viku og þetta er geggjað. Fékk fulla flugfreyjutösku af Mac vörum, ég elska kittið mitt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í skóla og virkilega vakna á morgnana og segi við sjálfa mig "yesssss, skóli í kvöld". Mér finnst ég þvílíkt vera á heimavelli þarna, þetta er geggjað. Eftir 7 vikur útskrifast ég svo vonandi sem förðunarfræðingur, þá vitið þið hvert þið hringið ef þið viljið fá make up.
Svo var ég að fá mér nýjann bíl, æðislega Opel Corsu, sem hefur fengið nafnið Korselettan. Fékk mér s.s bíl upp úr kassanum, og ég er svo ógeðslega ánægð með hann. Manni, sem ég elska náttúrulega mest í heimi, seldi mér þennan æðislega bíl. Love it, ótrúlega gott að keyra kaggann. Takk æsðilega Manni fyrir hjálpina, þú ert bestur í heimi. Lífið er svoooo miklu auðveldara þegar maður á sinn eigin bíl......
En ég ætla að fara í sturtu og svo að sofa.
Blogga meira seinna.