Svo eftir keiluna var farið á Pizza hut og gúffað. Svo brunaði ég í partý til hennar Soffíu, en þar vorum við EMM stelpur saman komnar í partý. Ég skellti mér í betri fötin og henti á mig smá make up-i.
Þar stoppaði ég í 2 klst og skemmti mér ógeðslega vel. Ég þurfti að bruna til Keflavíkur til að sækja settið, en þau voru að koma frá Króatíu. Þangað fór ég með eeeeelllld rauðann varalit, í tiger kjól og með blað sem á stóð "MR/MRS EINARSSON". Mér fannst það ógeðslega góð hugmynd að fara með þetta blað á flugvöllinn, svona eins og er alltaf gert þegar ferðaskrifstofurnar eru að sækja ríka fólkið.
Hér er ég með miðann góða. Eftir að ég sótti m og p þá kallaði rúmið og ég fór að hátta.
Í gær vaknaði ég snemma og fór með Birtu Laufeyju í Íþróttaskóla FH, en að þessu sinni var ratleikur í Heiðmörk. Við brunuðum þangað og löbbuðum þvílíkt langt í Heiðmörk. Birtu fannst æði að fá að vera úti í skóginum og náttúrunni. Hún er náttúrubarn, held að það sé alveg á tæru. En eftir að við kláruðum ratleikinn þá fékk Birta kex, kleinu og djús. Svo var haldið heim.
Hér er mynd af Birtu Laufey í ratleik.
Svo var ég að vinna á FH ballinu í gær, og þvílíkt fjör sem var þar. Frekar mikið fyllerí og alveg pakkað þar inni. SSSól var að spila og þeir stóðu fyrir sínu heyrðist mér á liðinu þarna, ég reyndar hélt að ég myndi detta niður úr hlátri þegar að Helgi Björns var alltaf að öskra í mækinn "ERU EKKI ALLIR Í STUÐI? ERU EKKI ALLIR SEXY?" Hvað er það??? Þetta hef ég barasta aldrei heyrt áður.
Svo er dagurinn í dag búinn að vera frekar þreyttur, svaf til12, lagðist upp í sófa og horfði á alla vikuna af Nágrönnum. Ohh það er bara gott að lyggja í sófanum og horfa á þetta, ég segi það stolt, ég fíla nágranna. Svo kl 3 reif ég mig á lappir, fór í sturtu og í föt, og í afmæli til Kollu frænku. Þar fékk ég besta Taco pie í heimi sem að Linda frænka býr til, nammi namm. Svo kl 18 fór ég í auka tíma í skólanum. Það er sænskur make up artisti á landinu sem er rosalega stór í Svíþjóð. Hún sér um allt sjónvarp þar í landi ásamt því að taka myndatökur fyrir blöð og svona. Hún var með fyrirlestur í dag, að segja okkur frá sínu starfi og svo var hún með sýnikennslu. Ég var módel fyrir hana þar sem hún var að sýna típiska förðun fyrir sjónvarp. Þetta var geðsjúklega flott hjá henni og mér leið eins og movie star. Svo gerði hún hárið og svona. Hún sýndi okkur líka hvernig er hægt að gera hár og make up á 10 mínútum. Mér finnst það alveg magnað að það sé hægt.
En hér er afraksturinn.
En ég er farin í háttinn.
nætí næt.
1 comment:
Myndarleg stelpa
Post a Comment