Hún er einmitt hjá mér þessa helgina og við erum búnar að hafa það svo yndislegt saman. Fórum í gær að skoða íbúð sem ég er að spá í að kaupa mér, fórum í íþróttaskólann í morgun og erum búnar að leika okkur í allan dag og hafa það alveg sjúklega gott. Við ætlum einmitt að kíkja aftur á íbúðina á morgun og taka pabba með, hann veit allt um svona þar sem að hann er húsasmiðameistari, við erum að tala um að kallinn gengur um og bankar í veggi, svo smámunasamur er hann. Sem er náttúrulega bara gott þegar maður er í íbúðarhugleiðingum á annað borð.
En aftur að make up-i. Ég er búin að fara í 3 verkefni. Það fyrsta var verkefni með Sóleyju sem er kennarinn minn, en við fórum að gera make up fyrir stuttmynd, ég var eiginlega hennar aðstoðarmaður og endaði svo á því að leika í myndinni eftir að við höfðum klárað make up-ið. Frekar fyndið allt saman og alveg rosalega gaman og góð reynsla. Svo í verkefni nr 2 þá var ég, ásamt 4 öðrum skvísum úr skólanum, módel fyrir Sóleyju. Hún s.s málaði okkur allar, gerði hár og svona. Það var fyrir áramótapartý Oliver og verður mjööög gaman að sjá þegar myndin verður byrt í fjölmiðlum landsins, hvort að e-r þekki mig á myndinni. En við áttum að vera mjöög svo ölvaðar á henni og verð ég að segja, að myndin er hillarious. En verkefni nr 3, var eiginlega mitt fyrsta verkefni sem make up artist. Ég fór ein í verkefnið, og það var fyrir stuttmynd. Ég átti að sjá um make up fyrir þessa stuttmynd á þeim 2 leikurum sem léku í henni, en ég veit ekki hvort ég má segja nöfnin þeirra hér eða hvort ég má byrta myndir strax, en þau eru amk mjög vel þekkt. Það gekk alveg ótrúlega vel og ég var mjög ánægð með mig. Þannig að þetta gengur allt saman vel og ég er að fíla mig í ræmur í þessu djobbi. Spurning hvort að maður fari að skipta um starfsvettvang ;)
Hér eru nokkrar myndir úr skólanum sem ég hef verið að gera:
Náttúruleg brúðarförðun á Söru.
Sara með smokey
sama
og svo ein í lokin af mér, þar sem kennarinn var að gera sýniförðun á mér. Þetta var förðun frá the 30´s.
Jæja er farin í háttinn, hendi inn myndum af Birtu og fleiru við fyrsta tækifæri.
Hafdís.
No comments:
Post a Comment