Tuesday, October 24, 2006

Prófin

Ég er á fullu í prófum núna, og það gengur bara rosalega vel held ég. Ég er búin að gera náttúrulega förðun og módelið mitt var Hafrún mega beib. Ég var mjög ánægð með útkomuna og hlakka mikið til að fá að sjá hvernig þetta lítur út á mynd. Svo var ég með brúðarförðun í dag, og Jóna Kristín ungfrú Reykjavík var módelið mitt. Ég var ógeðslega ánægð með útkomuna, myndirnar voru geggjaðar og allt heppnaðist held ég bara mjög vel. Svo á morgun þá er smokey förðun og verður hún Helena fagra módel fyrir mig, verður spennandi að sjá hvernig gengur. Og svo er seinasta prófið á fimmtudaginn, en þá er engin önnur en Silvía Night módel fyrir mig. Ég er frekar spennt að fá að fríka út í því prófi og gera hana crazy. Verður ótrúlega gaman að sjá útkomuna úr þessum prófum þegar við fáum myndirnar.

En annars er lítið að frétta, Birta Laufey er lasin og hefur það ekkert sérstaklega gott. Gubbaði í gær og er ´buin að vera með bullandi hita í dag greyið. Ég vona að þetta verði búið um helgina, því að við ætlum að hafa það svo gott þá mæðgurnar.

En hér eru nokkrar myndir af henni dúllunni, ég kann ekki að setja inn myndir á hennar blogg, þannig að þær verða að koma hér inn til að byrja með.


Birta Laufey í keilu

Benjamín og Birta að velja sér kúlu.

Hún er einbeitt litla gullið mitt.


Og það var FELLAAAAAAA!!!!!

No comments: