Það styttist alltaf og styttist í brottför, núna eru s.s 2 vikur í þetta.
Núna erum við svona að byrja að pakka niður og ákveða hvað fer með út og hvað ekki. Reyndar erum við öll búin að vera veik síðustu 3 dagana og höfum lítið annað gert en horft á sjónvarpið og slakað á.
En ég er komin með flugmiðana í hendur og lagt verður í hann um kl 22 á föstudaginn 14 sept, en flugið er kl 01:00 aðfaranótt laugardagsins.
Við erum rosalega spennt og eg held að Birtu Laufeyju eigi eftir að finnast æðislegt að fara í flugvél. Ég er amk að segja henni núna að eftir 14 daga fari hún í flugvélina. Alltaf segir hún já, ég er að fara í flugvélina og ætla að fara til Ítalíu.
Við erum komin með heimilisfangið okkar úti og þið bara sendið mér mail eða commentið ef þið viljið fá það hjá mér.
En við héldum kveðjupartý á laugardaginn síðasta fyrir vini og vandamenn, það var ekkert smá gaman. Við vorum reyndar hálf fúl að það mættu svo fáir, þar sem við vorum ekki látin vita að fólk ætlaði ekki að koma. En þetta var samt alveg sjúklega gaman, það var amk mjööööög skemmtilegt fólk sem mætti. Skamm þið hin ;)
En ég ætlaði bara að kasta kveðju á ykkur, ef að það eru einhverjir sem lesa þetta blogg ennþá.
þangað til næst kveð ég.
Friday, August 31, 2007
Wednesday, August 22, 2007
það styttist....
Já það styttist óðum í fluttning til Mílanó og maður er svona farinn að finna fyrir smá stressi og spennu. Við erum búin að bóka flugið og fljúgum út aðfaranótt laugardagsins 15 sept. Fljúgum til Köben og verðum þar í rúma 10 klst. Við ætlum að fara beint af flugvellinum til hennar Ellu Möggu, fá okkur morgunmat, kíkja á Strikið og hafa það nice saman. Svo fljúgum við til Mílanó þaðan. Verðum lent í Mílanó kl 19.
En við ætlum að vera með kveðjupartý á laugardaginn þar sem við ætlum að bjóða helling að fólki að skemmta sér með okkur í síðasta sinn í dágóðan tíma. Ég hlakka rosalega til að halda risa partý fyrir fólkið mitt.
Svo er maður svona farinn að huga að því hvað maður á að taka með sér, hvað ekki. Hvað maður á að senda út á undan sér og þ.h..
Það eina sem ég hef áhyggjur af er leikskólamál og Birta Laufey. Ég hef ekki beint áhyggjur af Birtu þannig séð, bara svona smá stress um hvernig hún á eftir að bregðast við því að flytja til lands þar sem hún þekkir engan, talar ekki eða skilur tungumálið og þess háttar. Eins óttast maður smá að hún er ljóshærð, með blá augu og gullfalleg og við foreldrarnir megum ekki taka augun af henni í 1 sek þessi 3 ár sem við verðum úti.
Silja fór til New York í gær og ég er svo leið, ég skil þetta ekki. Þegar ég var að kveðja hana langaði mig bara að fara að gráta. Og ég er búin að vera þvílíkt emotional yfir því að hún sé farin og að við verðum milljón skrilljón kílómetra frá hvorri annarri í amk 4 ár. Sniff sniff, ég sakna þín sjúklega mikið Zilly mín.
Ég hef einhvernvegin á tilfinningunni að ég eigi eftir að vera rosalega emotional þegar ég fer út, allir þeir sem eru mér svo mikilvægir svo langt í burtu. Ég á ekki eftir að fara í grill til pabba ansi lengi, ekki eftir að kíkja með mömmu á leik með Hirti bróður, ekki eftir að fara í Herjólf og kíkja á Heiðar bróður og co, ekki eftir að kíkja á kaffihús með Björmu, ekki eftir að fíflast með Ágústu frænku, ekki eftir að fara í myndatökur og make up-ast. Ansi margt sem ég á eftir að sakna svo mikið. Hildi á ég ekki eftir að sjá eeeendalaust lengi, hún er búin að vera úti í ár og kemur ekki heim fyrr en ég er farin. Odda nýbúin að kaupa sér íbúð og ekki einu sinni búin að ná að bjóða í partý, Hilda að fara í LHí að meika það feitt og allir að fara að takast á við nýja hluti og ég langt langt í burtu. Ekki misskilja mig, ég er ekki að fá kvíðakast eða neitt þannig. Ég er rosalega ánægð með þessa ákvörðun hjá okkur að fara út og get ekki beðið, ég veit bara að það eiga eftir að koma tímar þar sem ég sakna þessarra hluta. Ég á líka eftir að sakna þess að æfa ekki handbolta, vááááá´hvað það á eftir að vera skrítið og erfitt. Ég er búin að æfa síðan ég var 5 ára og þekki ekki annað. Kannski maður finni sér lið sem maður getur æft með þegar mér dettur í hug og þarf ekki að hafa neinar skuldbindingar.
já þetta eru svona smá pælingar. Ætla að segja þetta gott í þetta sinn, vonandi sé ég sem flesta á laugardaginn. Þetta verður þrusu geim.....
knús, dísan
En við ætlum að vera með kveðjupartý á laugardaginn þar sem við ætlum að bjóða helling að fólki að skemmta sér með okkur í síðasta sinn í dágóðan tíma. Ég hlakka rosalega til að halda risa partý fyrir fólkið mitt.
Svo er maður svona farinn að huga að því hvað maður á að taka með sér, hvað ekki. Hvað maður á að senda út á undan sér og þ.h..
Það eina sem ég hef áhyggjur af er leikskólamál og Birta Laufey. Ég hef ekki beint áhyggjur af Birtu þannig séð, bara svona smá stress um hvernig hún á eftir að bregðast við því að flytja til lands þar sem hún þekkir engan, talar ekki eða skilur tungumálið og þess háttar. Eins óttast maður smá að hún er ljóshærð, með blá augu og gullfalleg og við foreldrarnir megum ekki taka augun af henni í 1 sek þessi 3 ár sem við verðum úti.
Silja fór til New York í gær og ég er svo leið, ég skil þetta ekki. Þegar ég var að kveðja hana langaði mig bara að fara að gráta. Og ég er búin að vera þvílíkt emotional yfir því að hún sé farin og að við verðum milljón skrilljón kílómetra frá hvorri annarri í amk 4 ár. Sniff sniff, ég sakna þín sjúklega mikið Zilly mín.
Ég hef einhvernvegin á tilfinningunni að ég eigi eftir að vera rosalega emotional þegar ég fer út, allir þeir sem eru mér svo mikilvægir svo langt í burtu. Ég á ekki eftir að fara í grill til pabba ansi lengi, ekki eftir að kíkja með mömmu á leik með Hirti bróður, ekki eftir að fara í Herjólf og kíkja á Heiðar bróður og co, ekki eftir að kíkja á kaffihús með Björmu, ekki eftir að fíflast með Ágústu frænku, ekki eftir að fara í myndatökur og make up-ast. Ansi margt sem ég á eftir að sakna svo mikið. Hildi á ég ekki eftir að sjá eeeendalaust lengi, hún er búin að vera úti í ár og kemur ekki heim fyrr en ég er farin. Odda nýbúin að kaupa sér íbúð og ekki einu sinni búin að ná að bjóða í partý, Hilda að fara í LHí að meika það feitt og allir að fara að takast á við nýja hluti og ég langt langt í burtu. Ekki misskilja mig, ég er ekki að fá kvíðakast eða neitt þannig. Ég er rosalega ánægð með þessa ákvörðun hjá okkur að fara út og get ekki beðið, ég veit bara að það eiga eftir að koma tímar þar sem ég sakna þessarra hluta. Ég á líka eftir að sakna þess að æfa ekki handbolta, vááááá´hvað það á eftir að vera skrítið og erfitt. Ég er búin að æfa síðan ég var 5 ára og þekki ekki annað. Kannski maður finni sér lið sem maður getur æft með þegar mér dettur í hug og þarf ekki að hafa neinar skuldbindingar.
já þetta eru svona smá pælingar. Ætla að segja þetta gott í þetta sinn, vonandi sé ég sem flesta á laugardaginn. Þetta verður þrusu geim.....
knús, dísan
Tuesday, August 21, 2007
omg er þetta hægt
ég bilaðist úr hlátri þegar ég las þetta, var birt á barnalandi...
Upphaflega bréfið var svona:
Hello
i am from Iceland and I don not speak very good English but I am gun a tray :)
I by a toy in Iceland from fisher price ,,little people,, and dora explorer and this toy are maid in China 2002-2007.
One Dora explorer vas bay in Spain and made 2002 (the small one) and the big one I think in Iceland but I am not sure made 2003.
Are something wrong this toy or?????
What can I do??
Can I talk to some body in Iceland so I can anther stand this better????
I hope you can anther stand what I am writing :)
And thank you
Respectfully
Ágústa Kristín Jónsdóttir
Það mætti svo þýða það svona:
Halló,
Ég er frá Íslandi og ég er mafíuforingi sem talar ekki mjög góða ensku, en ég er byssa á bakka.
Ég er hjá leikfangi á Íslandi frá Fisher Price, litla fólk og Dóra landkönnuður og þetta leikfang er þjónustustúlka í Kína á árunum 2002-2007.
Ein Dóra landkönnuður var strönd á Spáni og náði 2002 (sú litla) og um þá stóru hugsa ég á Íslandi en er ekki viss um að hafi náð 2003.
Eru eitthvað að þessu leikfangi eða?????
Get ég talað við eitthvað lík á Íslandi svo ég geti anther staðið þetta betur?????
Ég vona að þú getir anther staðið það sem ég skrifa :)
Virðingarfyllst
Ágústa Kristín Jónsdóttir
hér er þetta
Upphaflega bréfið var svona:
Hello
i am from Iceland and I don not speak very good English but I am gun a tray :)
I by a toy in Iceland from fisher price ,,little people,, and dora explorer and this toy are maid in China 2002-2007.
One Dora explorer vas bay in Spain and made 2002 (the small one) and the big one I think in Iceland but I am not sure made 2003.
Are something wrong this toy or?????
What can I do??
Can I talk to some body in Iceland so I can anther stand this better????
I hope you can anther stand what I am writing :)
And thank you
Respectfully
Ágústa Kristín Jónsdóttir
Það mætti svo þýða það svona:
Halló,
Ég er frá Íslandi og ég er mafíuforingi sem talar ekki mjög góða ensku, en ég er byssa á bakka.
Ég er hjá leikfangi á Íslandi frá Fisher Price, litla fólk og Dóra landkönnuður og þetta leikfang er þjónustustúlka í Kína á árunum 2002-2007.
Ein Dóra landkönnuður var strönd á Spáni og náði 2002 (sú litla) og um þá stóru hugsa ég á Íslandi en er ekki viss um að hafi náð 2003.
Eru eitthvað að þessu leikfangi eða?????
Get ég talað við eitthvað lík á Íslandi svo ég geti anther staðið þetta betur?????
Ég vona að þú getir anther staðið það sem ég skrifa :)
Virðingarfyllst
Ágústa Kristín Jónsdóttir
hér er þetta
Friday, August 03, 2007
Skildi maður verða svona ??
Vá hvað ég vona Birtu vegna að ég verði ekki svona eftir Ítalíu förina...
Þetta er náttúrulega baaaaaara fyndið sko...
Vísir, 03. ágú. 2007 12:20
Ítölsk mamma kvartar yfir „litla" stráknum sínum
Sikileysk móðir tók húslykilinn af syni sínum, skrúfaði fyrir vasapeningana hans og keyrði hann á lögreglustöð bæjarins þegar hann kom of seint heim eitt kvöldið. Þetta væri ekki frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að „litli strákurinn" er á sjötugsaldri.
Konan segir í viðtali við staðarblaðið í bænum Caltagirone að hún sé orðin langþreytt á hegðunarvandamálum sonarins sem er 61 árs. „Sonur minn ber enga virðingu fyrir mér," sagði mamman. „Hann segir mér aldrei hvert hann fer á kvöldin og kemur ekki heim fyrr en undir morgun. Hann er líka síkvartandi yfir matnum sem ég elda ofan í hann, þetta gengur ekki lengur," sagði konan, með grátstafinn í kverkunum.
„Strákurinn" svaraði mömmu sinni hins vegar fullum hálsi og sagði hana vera ómögulegan kokk og að vasapeningarnir væru engan veginn fullnægjandi. Lögreglan leysti úr heimiliserjunum á endanum og snéru mæðginin heim sátt með málalok, strákurinn með húslyklana í vasanum og pening í veskinu
hahahahahahaha
Þetta er náttúrulega baaaaaara fyndið sko...
Vísir, 03. ágú. 2007 12:20
Ítölsk mamma kvartar yfir „litla" stráknum sínum
Sikileysk móðir tók húslykilinn af syni sínum, skrúfaði fyrir vasapeningana hans og keyrði hann á lögreglustöð bæjarins þegar hann kom of seint heim eitt kvöldið. Þetta væri ekki frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að „litli strákurinn" er á sjötugsaldri.
Konan segir í viðtali við staðarblaðið í bænum Caltagirone að hún sé orðin langþreytt á hegðunarvandamálum sonarins sem er 61 árs. „Sonur minn ber enga virðingu fyrir mér," sagði mamman. „Hann segir mér aldrei hvert hann fer á kvöldin og kemur ekki heim fyrr en undir morgun. Hann er líka síkvartandi yfir matnum sem ég elda ofan í hann, þetta gengur ekki lengur," sagði konan, með grátstafinn í kverkunum.
„Strákurinn" svaraði mömmu sinni hins vegar fullum hálsi og sagði hana vera ómögulegan kokk og að vasapeningarnir væru engan veginn fullnægjandi. Lögreglan leysti úr heimiliserjunum á endanum og snéru mæðginin heim sátt með málalok, strákurinn með húslyklana í vasanum og pening í veskinu
hahahahahahaha
Wednesday, August 01, 2007
Subscribe to:
Posts (Atom)