Það styttist alltaf og styttist í brottför, núna eru s.s 2 vikur í þetta.
Núna erum við svona að byrja að pakka niður og ákveða hvað fer með út og hvað ekki. Reyndar erum við öll búin að vera veik síðustu 3 dagana og höfum lítið annað gert en horft á sjónvarpið og slakað á.
En ég er komin með flugmiðana í hendur og lagt verður í hann um kl 22 á föstudaginn 14 sept, en flugið er kl 01:00 aðfaranótt laugardagsins.
Við erum rosalega spennt og eg held að Birtu Laufeyju eigi eftir að finnast æðislegt að fara í flugvél. Ég er amk að segja henni núna að eftir 14 daga fari hún í flugvélina. Alltaf segir hún já, ég er að fara í flugvélina og ætla að fara til Ítalíu.
Við erum komin með heimilisfangið okkar úti og þið bara sendið mér mail eða commentið ef þið viljið fá það hjá mér.
En við héldum kveðjupartý á laugardaginn síðasta fyrir vini og vandamenn, það var ekkert smá gaman. Við vorum reyndar hálf fúl að það mættu svo fáir, þar sem við vorum ekki látin vita að fólk ætlaði ekki að koma. En þetta var samt alveg sjúklega gaman, það var amk mjööööög skemmtilegt fólk sem mætti. Skamm þið hin ;)
En ég ætlaði bara að kasta kveðju á ykkur, ef að það eru einhverjir sem lesa þetta blogg ennþá.
þangað til næst kveð ég.
Friday, August 31, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Loose [url=http://www.globalsba.com/online-invoicing.htm]make an invoice[/url] software, inventory software and billing software to design professional invoices in one sec while tracking your customers.
Post a Comment