Já það styttist óðum í fluttning til Mílanó og maður er svona farinn að finna fyrir smá stressi og spennu. Við erum búin að bóka flugið og fljúgum út aðfaranótt laugardagsins 15 sept. Fljúgum til Köben og verðum þar í rúma 10 klst. Við ætlum að fara beint af flugvellinum til hennar Ellu Möggu, fá okkur morgunmat, kíkja á Strikið og hafa það nice saman. Svo fljúgum við til Mílanó þaðan. Verðum lent í Mílanó kl 19.
En við ætlum að vera með kveðjupartý á laugardaginn þar sem við ætlum að bjóða helling að fólki að skemmta sér með okkur í síðasta sinn í dágóðan tíma. Ég hlakka rosalega til að halda risa partý fyrir fólkið mitt.
Svo er maður svona farinn að huga að því hvað maður á að taka með sér, hvað ekki. Hvað maður á að senda út á undan sér og þ.h..
Það eina sem ég hef áhyggjur af er leikskólamál og Birta Laufey. Ég hef ekki beint áhyggjur af Birtu þannig séð, bara svona smá stress um hvernig hún á eftir að bregðast við því að flytja til lands þar sem hún þekkir engan, talar ekki eða skilur tungumálið og þess háttar. Eins óttast maður smá að hún er ljóshærð, með blá augu og gullfalleg og við foreldrarnir megum ekki taka augun af henni í 1 sek þessi 3 ár sem við verðum úti.
Silja fór til New York í gær og ég er svo leið, ég skil þetta ekki. Þegar ég var að kveðja hana langaði mig bara að fara að gráta. Og ég er búin að vera þvílíkt emotional yfir því að hún sé farin og að við verðum milljón skrilljón kílómetra frá hvorri annarri í amk 4 ár. Sniff sniff, ég sakna þín sjúklega mikið Zilly mín.
Ég hef einhvernvegin á tilfinningunni að ég eigi eftir að vera rosalega emotional þegar ég fer út, allir þeir sem eru mér svo mikilvægir svo langt í burtu. Ég á ekki eftir að fara í grill til pabba ansi lengi, ekki eftir að kíkja með mömmu á leik með Hirti bróður, ekki eftir að fara í Herjólf og kíkja á Heiðar bróður og co, ekki eftir að kíkja á kaffihús með Björmu, ekki eftir að fíflast með Ágústu frænku, ekki eftir að fara í myndatökur og make up-ast. Ansi margt sem ég á eftir að sakna svo mikið. Hildi á ég ekki eftir að sjá eeeendalaust lengi, hún er búin að vera úti í ár og kemur ekki heim fyrr en ég er farin. Odda nýbúin að kaupa sér íbúð og ekki einu sinni búin að ná að bjóða í partý, Hilda að fara í LHí að meika það feitt og allir að fara að takast á við nýja hluti og ég langt langt í burtu. Ekki misskilja mig, ég er ekki að fá kvíðakast eða neitt þannig. Ég er rosalega ánægð með þessa ákvörðun hjá okkur að fara út og get ekki beðið, ég veit bara að það eiga eftir að koma tímar þar sem ég sakna þessarra hluta. Ég á líka eftir að sakna þess að æfa ekki handbolta, vááááá´hvað það á eftir að vera skrítið og erfitt. Ég er búin að æfa síðan ég var 5 ára og þekki ekki annað. Kannski maður finni sér lið sem maður getur æft með þegar mér dettur í hug og þarf ekki að hafa neinar skuldbindingar.
já þetta eru svona smá pælingar. Ætla að segja þetta gott í þetta sinn, vonandi sé ég sem flesta á laugardaginn. Þetta verður þrusu geim.....
knús, dísan
Wednesday, August 22, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment