það er eiginlega tvennt sem mér lyggur á hjarta núna, það er þetta mál með Margréti Láru og svo sá ég vibba myndband sem fékk mig aðeins til að hugsa.
Já þetta mál með Margréti Láru, ég bara trúi ekki að þetta skuli gerast. Hvað er málið með þessar stelpur þarna. Afhverju er þetta alltaf þannig heima að þegar einhverjum gengur vel, þá þurfa allir aðrir sem eru afbrýðissamir, að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lítillækka þann aðila til að reyna að upphefja sjálfan sig. Margrét Lára hefur bara höfuð og herðar yfir hinum fótboltastelpunum heima og þessar stelpur virðast bara ekki höndla það. Ohhh þetta fer svo í taugarnar á mér og ég sár vorkenni greyið Margréti, þetta hlýtur að vera rosalega særandi. Ég eiginlega vorkenni henni Hólmfríði líka, það getur ekki verið gaman að taka á móti svona verðlaunum vitandi þetta. Með réttu ætti hún bara að gefa Margréti þetta, væri sennilega réttast.
Ég vona bara að svona lagað komi ekki aftur fyrir, því þetta er ekki bara lítillækkandi fyrir íþróttina, heldur einnig fyrir konur.
En hitt sem ég er að hugsa um eru dýr. Ég fór inn á blogg hjá einni sem ég þekki og rakst vídeo sem fékk mig ekki bara til að grenja, heldur einnig til að hugsa aðeins útí þetta felda dæmi.
Ég held að fólk ætti að hætta að kaupa sér ekta feldi og halda sér bara við feikið. Það er nákvæmlega ekkert mannlegt við það hvernig er farið með blessuð dýrin, þetta er hreinlega satanískt. Ég mæli ekki með að viðkvæmir hofi á þetta vídeo, þetta er algjör hrotti. En ég held að ég muni aldrei nokkurntíman fá mér ekta pels eða hvað sem það væri eftir að hafa séð þetta. Ég bara átta mig ekki á því hvernig það er hægt að fara svona illa með nokkra lifandi veru (kannski fyrir utan köngulær og silfurskottur og þann viðbjóð). Ég fór að gráta þegar ég sá þetta, hérna er vídeoið
Monday, October 22, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Vá ojjjj hvað þetta er ógeðslegt... ekki vissi ég að þau væru flegin (Segir maður það ekki) þegar þau eru lifandi... jesússs
Kv. Silja
ojjj ojjj ojj ég á ekki eftir að geta sofnað í nótt þetta var viðbjóður
mér er bara óglatt eftir að hafa horft á þetta. Hefði ekki hugsað mér aðferðina svona.. oj barasta.. ojojoj.. þetta á ekki að vera til svona mannvonska.
Hæ elsku Hafdís
legg ekki í að horfa á píntingar á dýrum en langaði að kasta á ykkur kveðju.
Vona að allt gangi vel og þið séuð að njóta ykkar þarna úti, sýnist það af myndunum að dæma.
Held áfram að fylgjast með ykkur sæta fjölskylda
bestu kveðjur SigrúnaArnar og familía.
ojj mig langar ekki að horfa á myndbandið!! allavega ekki að kvöldi til:/
kv. solla
Post a Comment