Sunday, November 18, 2007

Skólinn, kuldi og fleira

Djíí hvað það er orðið kalt hérna á morgnana og kvöldin. Já ég sagði kalt.... Maður er alveg kominn í kápu og sjal stemninguna, og Birta fer ekki út nema í úlpu, með húfu, trefil og vettlinga. En þetta er samt fínt, sárra en þegar það var 28 gráðu hiti daglega og við að drepast úr hita.

En það er allt gott héðan, nóg að gera í skólanum og ekkert nema gleði og hamingja með það. Er núna alla helgina búin að vera í hópavinnu. Í gær hitti ég hóp sem ég er með í project methodology og byrjuðum við að vinna verkefni sem við verðum meira og minna allt árið að gera. Ég er með Dóru, Chrisopher (svíi) og Amir (frá Síberíu) í hóp og við eigum að analysera veitingastað. Ógeðslega spennandi og gaman, vorum þar í gær og vorum að skoða teikningar af pleisinu, pæla í öllu frá materials á gólfum, veggjum, bar og allstaðar, gluggum, lýsingu og þess háttar. Mikið rosalega fannst mér þetta gaman, fíla þetta í botn.
Svo í dag hittist annar hópur sem ég er í, eða fyrir history of modern and contemporary art. En ásamt mér er Edda Rós og Sigrún í þeim hóp. Við erum að gera ruddalegan fyrirlestur um Sigur Rós, introið er bútur úr dánarfregnir jarðafarir og svo hendist hver myndin á fætur annarri inn á slideið. Svo í miðjunni verður svona fyrirlestur um Sigurrós, sagan á bakvið þá, fjöllum um post rock og minimalisma sem þeir flokkast undir, plöturnar þeirra, vonlensku sem er tungumál sem Jónsi fann upp og syngur á t.d allri ( ) plötunni og margt fleira. Svo endum við á að sýna trailerinn úr Heima hrikalega flottur og mig langar mikið að sjá þessa mynd. Við erum alveg staðráðnar í að þessi fyrirlestur verði flottur og góð landkynning.

En annars er ég bara nokkðu hress, Birta er reyndar ekki enn komin inn á leikskóla en mér skylst að við eigum að fá einhver svör á morgun. Reyndar hef ég ekki mikla trú á að það gerist, enda hef ég heyrt það ansi oft að svör berist á morgun eða í dag, og aldrei berast nein svör. En ef að ekkert gerist er bara tvennt í stöðunni, setja hana á einkarekinn leikskóla eða að óli og hún fari heim þangað til að leikskólapláss fæst. Eins og gefur að skilja kýs ég fyrri kostinn, en okkur bauðst pláss á einkaskóla um daginn sem kostaði ekki nema 630 evrur, og ég veit ekki alveg hvort að við séum tilbúin til að borga 57 þúsund kall fyrir leikskóla á mánuði. Finnst það heldur blóðugt. En barnið þarf samt að fá pláss, ekki hægt að hún sé hangandi alla daga og alltaf að gera það sama.


ein af okkur mæðgum

En Óli fer heim í 3 daga á fimmtudaginn, þannig að við mæðgurnar verðum einar heima. Svo komum við heim í jólafrí 22 des og fljúgum aftur út 5 jan. Maggi frændi minn ætlar að vera svo yndislegur að lána okkur íbúðina hans og fjölskyldunnar á meðan þau eru úti, og ég þakka kærlega fyrir það. Ég hlakka ekkert lítið til að koma heim ís má tíma, kíkja á handboltaæfingu og hitta alla. Það verður BARA gott og ljúft.

En ég kveð að sinni, ætla að segja þetta gott.
En endilega commentið, alltaf svo gaman að sjá hverjir lesa.

Ciao
Hafdís

8 comments:

Anonymous said...

Hæ Hafdís mín!
Frábært hvað er gaman þarna hjá ykkur! Já, ég les bloggið þitt, becouse you told me to! ;)
Hafið það bara súper gott og gangi ykkur vel, vona að Birta fari nú að komast inn á leikskólann!

Bestu kveðjur,
Krissa (fyrrv. vinnufélagi í Ásl.sk.)

Anonymous said...

sælar...
las les lesum lesið
drösull

Anonymous said...

Gott að þér finnist gaman í skólanum.. Ég sakna hans en samt fegin að vera búin!
Gaman að vera með íslendingum, ég var bara að vinna með einhverjum útlendingum Bið að heilsa Dóru!

kannski að ég biðji þig um að koma með smá góðgæti frá mílanó..
Smá Bresoula og svoleiðis, það myndi alveg bjarga mér :)

Kv. Hjördís Ýr

Anonymous said...

Hæ hæ.
Gaman að heyra að þetta gengur hjá ykkur. Hlakka geggjað mikið til að sjá ykkur um jólinn..

Kveðja Linda frænka

Anonymous said...

alltaf gaman að fylgjast með ykkur þarna úti, gaman að það gengur vel
kv edda sóley frænka

Hafrun said...

hæ takk fyrir kveðjuna
æji vona að Birtu batni strax:)

Hlakka líka mega sega til að sjá þig um jólin.
KNÚÚÚÚÚS
H

Anonymous said...

ég les af og til! Hvað segiru er kalt? endilega vera dugleg að hughreysta okkur hin hér á klakanum!
Knús og kram
gunnhildur

Anonymous said...

ég kíki einstaka sinnum, vonandi fær birta pláss fljótlega og gangi ykkur vel, kv.harpa v.