Thursday, August 21, 2008

Birta mín 4 ára

Hún elsku Birta mín er orðin 4 ára, en hún átti afmæli 19 ágúst. Við héldum upp á afmælið hennar á laugardaginn síðasta og það var alveg yndislegur dagur hjá henni.Hún byrjaði daginn á að skreyta FH kökuna sem hún fékk, en hún var búin að spurja í 3 daga ansi oft á dag, hvenær við myndum baka og skreyta FH kökuna. Henni var boðið að fá Hello Kitty köku, en nei, FH kaka var það.

Svo fór hún í bað og klæddi sig í fína kjólinn sinn og beið spennt eftir gestunum. Hún fékk svooooooooo mikið af fallegum gjöfum og var himinlifandi, en í lokin nennti hún ekki að opna fleiri pakka og þakkaði pent. Birta var allann tímann að leika sér við krakkana sem komu og við allt fallega dótið sem hún fékk.
Það kom fullt fullt af gestum og dagurinn heppnaðist vel í alla staði.
Svo um kvöldið var skvísan ekkert smá þreytt og fór að sofa sæl og glöð eftir frábærann dag.


Ein að passa að það verði ekki eitt korn eftir af kökunni í forminu


sætust



línuskauta stelpan mín




Vinkonur mínar voru mis hressar, flestar bara ekkert sérlega hressar, hahahaha






yndislegu vinkonur okkar, Helga og Andrea Ýr



Fallegasta afmælisbarnið



blása.

Svo á sunnudaginn vöknuðum við og skelltum okkur í Bíó með henni Petru frænku, fórum á Kung Fu Panda og skemmtum okkur konunglega. Fyndið að fara svona á barnasýningar, maður heyrir útum allt "mamma, ég þarf að kúka" og "mamma, afhverju afhverju afhverju afhverju..........". Heheheh, ég var í kasti, en við skemmtum okkur konunglega og frænkurnar overdosuðu af nammi. En Birta kom með comment sem var to die for, pandan hafði lent í flugeldum og var öll útí sótröndum og þá segir mín "mamma, hann er alveg eins og grilluð steik!" hahahahaha ég meig næstum á mig. Mega sæt.

Svo kíktum við aðeins í Zöru og fórum heim, en þá komu Ágústa frænka, María og Emanúel í heimsókn til okkar og það var ekkert smá gaman. Bara sætur hann Emanúel.

En helgin var yndisleg í alla staði, Birta átti svo afmæli á þriðjudaginn og fékk æðislegan dag á leikskólanum. Fékk riiisa stóra bleika bangsimon kórónu, fékk að vera umsjónarmaður og hjálpa til við að ná í matinn, leggja á borðið og að poppa fyrir sig og alla krakkana. Alveg yndislegur leikskóli sem hún er á og henni líður svo vel þar.

Jæja þetta er heldur betur orðin lengja þetta blogg,
Segjum þetta gott í dag.

Friday, August 15, 2008

væmið, en svoooooo satt

Áður en ég varð mamma borðaði ég
matinn á meðan hann var heitur, gekk
í hreinum fötum og gat spjallað í
rólegheitunum í símann.

Áður en ég varð mamma gat ég
farið seint í háttinn, sofið út um
helgar, greitt mér daglega og gengið
um íbúðina án þess að stíga á leikföng.

Áður en ég varð mamma velti ég
því aldrei fyrir mér hvort
pottaplönturnar á heimilinu
væru eitraðar.

Áður en ég varð mamma hafði
enginn kúkað, pissað eða ælt á mig.

Áður en ég varð mamma hugsaði ég
skýrt, hafði fullkomið vald yfir
líkama mínum og tilfinningum
og svaf alla nóttina.

Áður en ég varð mamma hafði ég
aldrei haldið grátandi barni föstu til
þess að læknir gæti sprautað það
eða tekið úr því blóðprufu.

Áður en ég varð mamma hafði ég
aldrei brostið í grát við að horfa í
tárvot augu og þekkti ekki þá
hamingjuflóðbylgju sem getur
sprottið af einu litlu brosi.

Áður en ég varð mamma sat ég
aldrei langt fram á nótt og horfði á
barn sofa eða hélt á sofandi barni
vegna þess að ég tímdi ekki að leggja
það frá mér.

Áður en ég varð mamma vissi ég
ekki hvað ein lítil vera getur haft
mikil áhrif á líf manns og hversu
óendanlega sárt það er að geta ekki
kippt öllum vandamálum í lag.

Áður en ég varð mamma vissi ég
ekki að ég gæti elskað svona heitt og
hversu dásamlegt móðurhlutverkið væri.

Áður en ég varð mamma þekkti ég
ekki þetta einstaka samband móður
við barn sitt og gleðina sem fylgir
því að gefa svöngu barni brjóst.

Áður en ég varð mamma vaknaði ég
ekki tíu sinnum á nóttu til þess að
aðgæta hvort allt væri ekki
örugglega í lagi.

Áður en ég varð mamma hafði ég
ekki kynnst hlýjunni, kærleikanum,
sársaukanum og ævintýrinu sem fylgir
því að eiga barn.

ég á líka yndislegasta barn í heimi.... ég er EKKERT hlutræg hehehe, ;)

Thursday, July 31, 2008

Er á lífi

Kannski maður fari nú að virkja þetta blogg núna almennilega, já eða hreinlega bara að sleppa því... held ég virki það bara, eða geri amk heðarlega tilraun til þess.

Ég er búin að gera ótrúlega margt undanfarið, mis sniðugt og gott, en margt engu að síður..

Síðasta helgi var ótrúlega skemmtileg, á laugaraginn var strandhandboltamótið og að sjálfsögðu létum við FH stelpur okkur ekki vanta. Við tókum þátt 5 árið í röð og sjæse hvað það var hrikalega skemmtilegt. Við vorum í riðli með 3 stráka liðum og hófum keppni á þeim frábæra tima, 9:30. En við spiluðum fyrst við Teflon sem lenti n.b í 2 sæti á mótinu. Við vorum ekki alveg vaknaðar í þessum leik og stóðum meira og horfðum á en að taka þátt í honum. Tap staðreynd, og það meira að segja nokkuð stórt.

Næsti leikur var við Þrótt, þar vorum við klaufar að vinna ekki. Klúðruðum óeðlilega mikið af dauðafærum og töpuðum því með 2 mörkum. Frekar svekkjandi en þó smá stígandi í okkar leik.

Þriðji leikurinn var á móti liði sem kallaði sig Moods of Norway, og vissi maður nákvæmlega ekkert um það lið fyrirfram. En þeir mættu í Nauthólinn skartaðir hristara, áfengi og kokteilglösum. Þeir voru sjúklega fyndnir og drukku epla martini frá kl 9 um morguninn, svo sterka að hörðustu menn settu upp svip við að bragða á þessu hjá þeim. En já, við s.s spiluðum við þá og ég hef sjaldan hlegið eins mikið og einmitt í þessum leik. Enginn þeirra hafði spilað handbolta áður og getan því eftir því. Ef ein af okkur leysti inn á línu, þá fylgdu þeir allir... hahaha, þeir gátu EKKERT og við unnum þá 10-2. Þeir voru alveg frábærir, ég held ég hafi sjaldan eða aldrei hlegið eins mikið í leik.

Svo eftir leikinn vorum við Birta að vaða aðeins útí sjó, koma þessir vitleysingar og henda mér útí sjó. Og ég sat útí að frjosa, og grenjandi úr hlátri. Þetta var svo sjúklega fyndið, fór svo uppúr og öll á floti. Og ekki var ég með auka föt, ónei....

Svo var lokahófið um kvöldið sem var ótrúlega skemmtilegt, strákarnir sem hentu mér útí sjó gáfu mér inneign í búðinni sinni upp á 10.000 kr, og svo fékk ég verðlaun. Svaka stuð..

nokkrar myndir



ég að kasta...



Guðrún hress, ekkert lent er það?? hehe



hihi, reyna að kýla boltann inn, smá skutl



Erla hress á því



Víti...

En ég er að fara á Blönduós um helgina, á ættarmót.

blogga meira eftir helgi..

góða helgi og take care

Saturday, July 12, 2008

gaman í gær

já ég fór í partý í gær, fyrst á Sóleyjargötuna til Silju og Sigga, sat þar með góðu fólki og drakk hvítvín. Svo fórum við á Ægissíðuna til Kötu þar sem hún og Rebekka systir hennar voru að opna smá búð. Ótrúlega flott hjá þeim og ég fann mér strax 2 jakka sem ég ætla að shoppa mér.
Svo fórum við aftur á Sóleyjargötuna þar sem var ógeðslega gaman, ég skemmti mér ekkert smá vel. Fórum svo örugglega um 2 eða eitthvað á Kaffibarinn og dönsuðum þar. Er eiginlega smá þunn og nenni ekki að skrifa meir.....

hér eru nokkrar myndir
















fór svo í klippingu til Magna míns í gær, ogg ég er svo fíííínnnnnnnnn.... Vá hvað ég saknaði hans, alltaf svo gott að koma til hans.

Úff ætla að leggja mig, skilst að það sé aftur skrall í kvöld....

Thursday, July 03, 2008

smá myndir

hér eru sætudúllurnar þvílíkt glaðar á leiðinni heim úr Gardalandi, Birta og Andrea snúllubínur.

Friday, June 20, 2008

Komin heim og allt að gerast

Jæja þá er maður kominn heim til Íslands og líkar bara rosalega vel. Birta er komin á leikskólann aftur og hún ljómar af gleði og ánægju. Hún elskar Arnarberg og þá sérstaklega eftir að hafa verið í hræðilegum leikskóla (miðað við hérna heima) á Ítalíu í tæpt ár. Hún er svo glöð með lífið að það er engu lagi líkt. Hún er búin að vera meira og minna úti að leika sér síðan við komum, fer út að hjóla, útí garð að leika, út á róló og svona mætti lengi telja.

Ég sjálf er farin að vinna hjá Hópbílum í sumar, og nei, ekki að keyra rútu. Heldur er ég á skrifstofunni að sjá um daglegan rekstur. Fíla mig rosalega vel í því, hér vinnur hver snillingurinn á fætur öðrum, frábær andi hérna og allir hressir á því bara. Ér á fullu að leita mér að framtíðarstarfi og búin að leggja inn umsóknir hér og þar. Er að fara í eitt atvinnuviðtal í dag og svo vonandi fleir fljótlega.
Svo er ég komin á fullt í handboltann og gengur það bara nokkuð vel. Er í þjálfun hjá Silju Úlfars á fullu og hún er að ganga fram af mér dauðri held ég, sé strax mun á mér bæði í þoli og líkamlega eftir viku hjá henni, þetta er snilld. Mér leiðist nú ekki að púla og er því bara í nokkuð góðum málum. Reyndar meiddist ég smávægilega á mánudaginn, tognaði aðeins í kálfanum en fer til Robba sjúkró á eftir og á ekki von á því að þetta sé eitthvað til að hafa áhyggjur af. Ég er bara þannig gerð að ég á afskaplega erfitt með að fara rólega af stað þegar æfingar eru annarsvegar. Hugsa að ég hafi farið heldur geyst afstað núna, en ætla aðeins að trappa mig niður, er ekkert sérlega spennt fyrir að rífa þennan kálfa líka.

En að öðru, er þvílíkt spennt fyrir kvöldinu, partý hjá Loga Geirs. Ætla reyndar bara að vera róleg á því og á bíl, en ég er alveg handviss um að það verður sko stuð.

ætla að hafa þetta gott í dag, blogga meira síðar.
hér er ein old af okkur mæðgum

Friday, June 13, 2008

Nýja dúið


how do you like my new hair???

Thursday, June 05, 2008

sooooooooooooooooo true

herna er sma video um muninn a itolum og evropu, og tetta er allt svooooooooooooo satt....


Tuesday, May 27, 2008

styttist

Já það styttist heldur betur í að við flytjum til Íslands við mæðgur, erum núna fluttar inn á Helgu og Gunna hér í Monza og hún Birta Laufey er freeeekar sátt við það. Hún og Andrea eru yndislegar saman, leika og leika og leika, og tala alltaf saman á ítölsku, sem er baaara fyndið og krúttlegt.

En við erum búnar að hafa það afskaplega gott, ég er reyndar að bráðna niður úr hita held ég, það eru einar 31 gráða í dag og dálítill raki. Birta er bara að skoppast hérna á nærbuxunum og Andrea eins.

En ég er búin að gefa það sem við sendum ekki til íslands og er að takast að tæma íbúðina okkar hérna, fer svo á morgun og þríf hana og klára þetta. Svo kemur mamma á fimmtudaginn og við ætlum að fara til Rómar og svona og hafa það ótrúlega gott. Erum að gæla við að fara líka í Gardaland og taka þá Gunna, Helgu, Andreu og jafnvel Telmu með. Verður æði.
Svo er ég svo heppin að ég er komin með fullkomna barnapíu næstu árin, en hún Telma ætlar að vera passipían mín á Íslandi. Birta elskar hana, enda er hún alveg frábær við stelpurnar og alveg yndisleg stelpa, ég er þvílíkt heppin að hafa náð henni;)

Svo er ég að fara að æfa á fullu þegar ég kem heim, búin að bóka mig í einkaþjálfun hjá Silju Úlfars sem ætlar að koma mér í rudda form fyrir næsta tímabil í boltanum, búin að fá EAS fæðubótarefni fyrir átökin og allt. Já stefnan er sett á sixpack again...... Hlakka ótrúlega til að fara að æfa aftur, maður er svo hrikalega háður þessu. Svo er mengunin svo mikil hérna í Mílanó að það er bara ekki hægt að fara út að hlaupa, þá bara missir maður andann. En ég eeeelllsska að fara út að hlaupa, just me, my music og hugsanirnar mínar. Besta sálfræðimeðferðin held ég, hehehehe.... mæli með því.


En jæja ætla að hafa þetta gott í dag, blogga meira síðar. Svo er spurning hvað maður gerir þegar heim er komið,hvort maður haldi þessu bulli áfram eða ekki.


Ciao
Hafdís

Wednesday, May 14, 2008

hildur með silvuraugu, múhahaha


svona málaði ég alltaf hildi back in the day, hahhaha

Skóli og vinna

er búin að vera í smá make up verkefnum hérna núna, var í gær í Lugano í Sviss í verkefni fyrir tímarit hérna, 10 bls tískuþáttur. Var ekkert smá gaman en meeeega langur dagur, vaknaði kl 5, fór í lestina, beint að vinna, svo í matarhlé, svo vinna meira og deginum lauk ekki fyrr en um 21. Var algjörlega búin á því. En locationið var geggjað, hluti var tekinn inni í Casinoi þarna sem er sjúklega flott, ég hef aldrei komið inn í Casino áður og ég fýlaði mig þvílíkt eins og ég væri komin inn í CSI þátt. Svo var farið út og skotið á aðal göngugötunni, og þessi bær er gjörsamlega gordjöss, hrikalega fallegur. Svo var aftur farið í Casinoið en núna á efstu hæðina þar sem veitingastaðurinn er, og útsýnið er to die for. Sjúklega flott. En takan gekk fáránlega vel, módelin gordjöss og ljósmyndarinn ekki af verri endanum, en hann vinnur mjög mikið með og fyrir Armani. Þannig að þetta verður svolítið feitt í möppuna og á CVið mitt.

Fekk svo símtal í dag þar sem mér var tjáð að þau hafi verið roosalega ánægð með vinnuna mína og að þau vilji bóka mig aftur.

Hér eru nokkrar myndir.


working



fallega útsýnið af veitingastaðnum



þetta look var það næst síðasta, svo færðum við okkur út aftur.


Maria að fixa hárið, þetta var the last look


Módelin fyrir síðustu tökurnar, sem voru ansi heitar í pálmatrjánum.

Ég get ekki beðið að fá myndirnar, held að þetta verði mega flott. Þetta var svona Glamour shoot, módelið með hlussu sílicon brjóst og mjórra en litlatáin á mér. En sjúklega sæt og flott módel, þetta var virkilega gaman.

Svo í lokin kemur önnur mynd síðan úr fugladæminu




En ég kveð að sinni, bara 1 próf eftir og þá er ég búin í skólanum, vúhúúú. Svo kemur mamma 29 maí og við ætlum til Rómar í 2 daga, á ströndina og fleira og hafa það meeega nice. Svo fljúgum við allar saman heim 7 júní..

Ciao

Saturday, May 10, 2008

á daga mína drífur

ekki neitt rooosalega mikið. Er búin að fara í 2 make up verkefni núna og það er búið að vera æðislega gaman. Var í verkefni í dag sem kom bara ansi vel út. Átti að vera fugl sem sat með brotin egg og var leiður. Ljósmyndarinn var með ákveðnar hugmyndir varðandi þessa töku en ég sá s.s um make upið.
hér er mynd frá þeirri töku



Svo á þriðjudaginn er ég að fara í alvöru verkefni, 10 bls í magazine hérna úti. Hlakka mikið til, er að fara með snillingnum henni Mariu sem er sérfræðingur í hári frá Tony & Guy. Verður mega gaman, hlakka eeendalaust til. Ég elska þetta jobb, it´s my destiny held ég. Ég held að ég eigi aldrei eftir að geta bara hætt í þessum bransa.

En well, ég er farin að sofa.

Ciao

Sunday, May 04, 2008

er á lífi

Lykillinn að ódauðleika er að lifa lífi sem er þess virði að munað sé eftir. - Bruce Lee



tjus í dag

Wednesday, April 23, 2008

hmmm

er einhver sem tékkar á þessu bloggi ennþá? Ég er búin að vera svo crazy löt að skrifa hérna.... er það einhver?

anyhow, komin með myndablogg
tékk it www.flickr.com/photos/hafdishinriks

Annars eru bara allir hressir hér, maður er vel rauður í framan og á bringunni og mallakút eftir sólbaðið í gær. kl 18 í gærkvöldi var 27 stiga hiti í forsælu, frekar nice.

Við Birta erum bara heima og ætlum að dunda okkur í dag saman, kannski kíkja í bæinn og svona. Veðrið er reyndar ekki alveg eins nice og það var í gær, reyndar var nánast of heitt í gær. Hugsa að það hafi slefað í 33 gráður þegar það var heitast í gær, jafnvel meira. Við vorum að kafna í parkinum, Birta drakk heilan shake, það hefur aldrei gerst áður. En það er svo gott að fá shake þegar manni er svona heitt.

En annars segi ég bara gleðilegt sumar við ykkur heima, er nokkuð snjókoma í dag eins og er svo oft á sumardaginn fyrsta??? hihihihu,

En við biðjum að heilsa öllum og ef að það er einhver sem skoðar bloggið, þá væri alveg gaman að fá comment.

Sunday, March 30, 2008

páskarnir, Alicia Keys og svona

Við Edda fórum á Aliciu Keys í gær, ohh það var æðislegt. Við vorum samt mega nördar á því, vorum eins og sönnum Íslendingum sæmir, of seinar að kaupa miða á netinu. Þannig að við ákváðum bara að taka lúðann á þetta, máluðum okkur og gerðum okkur til og héldum áleiðis í Datchforum (sem er tónleikastaður). Við byrjuðum á því að hálf giska hvaða stoppustöð við færum út á, giska á hvaða rúta færi á stadiumið og vorum eins og fávitar þarna. Svo þegar á svæðið var komið þá auðvitað vorum við ekki með miða. Við löbbuðum að höllinni og hittum strax mann sem var að selja miða. Ég verð nú að segja að mér leið eiginlega eins og glæpamanni, gaurinn hljóp af stað til að redda öðrum miða fyrir okkur og dró okkur um hálft pleisið til að redda því. Og aaaallliiiiirrrr sem voru fyrir utan gláptu svo mikið á okkur að mér var eiginlega hætt að standa á sama. En þetta s.s endaði með því að við fengum 2 miða, á 40 evrur stykkið (átti að kosta 32 evrur) og við s.s komumst á tónleikana, sem voru ÆÐI. Rosalega skemmtileg stemning og showið frábært.

tók trilljón myndir og video, er að reyna að setja þau inn á youtube, hér er það sem er komið inn.




Við skvísurnar mega spenntar.


hún er flott stelpan



En páskarnir voru kannski ekki alveg eins og við höfðum hugsað okkur að þeir yrðu. Öll fjölskyldan hans Óla kom og voru hjá okkur í viku. Nema hvað, þau komu öll nema Solla, fárveik hingað. Og við s.s gerðum ekkert af því sem við ætluðum að gera, að fara í gardaland og aquariumið í Genova, heldur héngum við heima nánast alla páskana. Svo veiktist Birta síðustu nóttina þeirra og var gjörsamlega ælandi og spúandi í 4 daga, sem endaði svo með innlögn á spítala með næringu í æð. Ekki gaman. Hún er rétt að jafna sig fyrst núna, en er samt alveg rosalega orkulítil og búin áþví eitthvað. Fórum í parkinn í gær og ætluðum að leifa henni að leika sér aðeins í leiktækjunum, en barnið hafði varla orku í að labba upp stigann í rennibrautinni, not good. Svo í dag fórum við í Parco Sempione sem er yndislegur garður hérna í Mílanó. Ótrúlega fallegur og flottur, sátum þar í smá stund. Tók nokkrar myndir sem ég skelli inn bráðlega.

En ætla að hafa þetta gott í dag, er að fara að elda ofan í liðið smá Taco, nammi namm....

Bið að heilsa öllum í kuldanum, hugsa til ykkar á meðan ég sit í garðinum í sumarkjól og sleiki sólina, múhhahahaha...

Hafdís

Friday, March 28, 2008

brandari í tilefni dagsins

Kona fann Alladín-lampa liggjandi í fjörunni.
Hún tók hann upp, pússaði hann og hvað haldið þið? Út úr lampanum steig andi. Furðu lostin konan spurði hvort hún fengi þrjár óskir uppfylltar.

Andinn svaraði: ' Neeei--- vegna verðbólgu, stöðugs samdráttar, lágra launa í löndum þriðja heimsins og heiftarlegrar samkeppni um allan heim, get ég aðeins veitt þér eina ósk og hvers óskar þú þér nú ? '

Án þess að hika sagði konan : ' Ég óska friðar í Mið-austurlöndum. Sérðu þetta kort ? Ég vil að þessi lönd hætti að berjast hvert við annað.'

Andinn leit á kortið og hrópaði : ' VVVWaaaááááá, er ekki í lagi með þig manneskja ! Þessi lönd hafa átt í stríði í þúsundir ára. Ég bý yfir miklum mætti, en svona rosalega máttugur er ég ekki ! ' ' Ég held að þetta sé ekki framkvæmanlegt, þú verður að óska þér einhvers annars. '

Konan hugsaði sig um augnablik og sagði svo: ' Okey, ég hef aldrei getað fundið rétta manninn, þú veist : sem er tillitsamur, skemmtilegur, finnst gaman að elda, hjálpar til við að þrífa húsið, er góður í rúminu, semur við fjölskyldu mína, er ekki alltaf að horfa á íþróttirnar og er mér trúr. Já, það sem ég óska mér er : Góður maður ! '



Andinn gaf frá sér langt andvarp og sagði : ' Láttu mig sjá þetta fjandans kort '

Saturday, February 23, 2008

Fashion week og fleira.

Já þá er tískuvikunni að ljúka hérna í Mílanó og váááá hvað mig langaði að fara á einhverja stóra sýningu. Fendi er með sitt dæmi beint á móti skólanum mínum og það var frekar fyndið að fylgjast með öllu þessu ferli. Fyrst voru það riiiisa trukkar sem komu hver á fætur öðrum, með pöllum, græjum og fleiru. Svo voru það módelin sem hrönnuðust í casting, hverju öðru horaðara og gjörsamlega gráar í framan. Ég skil ekki, án gríns, hvernig fæturnir á þeim geta ekki brotnað í sundur, ég hef aldrei séð svona horaðar manneskjur, þetta var BARA creapy. Það var líka sjúklega fyndið allir bílarnir sem keyrðu um alla Mílanó, þar sem umboðsskrifstofurnar voru með merkingar utan á þeim, stóð t.d Elite og svo aftan á bílnum, supermodel inside. Hiihihihi, ef ég hefði viljað fara í svona casting, þá hefði ég þurft að missa svona 20 kg.
Svo var það sýningarkvöldið sjálft, sem var á fimmtudaginn. Þá var löggan útum allt í götunni, að passa, og haugur af fólki fyrir utan allt saman. Það voru allir að bíða eftir að Dolce & Gabbana myndu mæta á svæðið, og já forsetinn.... funny fannst mér. En vá hvað ég væri til í að upplifa svona stóra sýningu, væri örugglega rosa gaman.

Skólinn síðustu vikuna er búinn að vera CRAZZZZYYY,7 próf og skil á viku. Ég held að ég hafi aldrei sofið svona lítið á einni viku, á föstudagsmorgun kl 9 var ég búin að vera vakandi í 26 klst, lagði mig í 2 klst og fór í próf. Fór svo að sofa kl 21 með Birtu um kvöldið, svona er þetta búið að vera fram til í gær. Bara rugl sko. Og núna er ég líka að fá það svooo í bakið, alltaf þreytt.

En við fórum í IKEA í dag að versla smá, keyptum sængur og kodda og fullt af dóti, en öll familian hans óla er að koma hérna um páskana, og mamma og Ragnheiður eru að koma í byrjun mars.

En ég var líka að búa til ljós áðan, já við s.s keyptum okkur ljós um daginn, Normann hönnun sem heitir norm 3, nema hvað, það tók mig fokking klukkutíma að setja það saman, meira púsluspilið, en útkoman er nokkuð góð. Myndi segja að ég sé nokkuð góð að búa til ljós, miðað við þetta ;)



Birtan mín er alltaf hress og kát, spurði mig í gær : "mamma,hvernig býr maður til börn???"...... já það er fjör í þessu öllu saman.....

En við biðjum að heilsa héðan frá Mílan

Friday, February 08, 2008

good times

Ég var að henda inn gögnum úr gömluvélinni minni og inn á þessa og þar fann ég ansi margar skemmtilegar myndir, sem ég kýs að kalla "good times"

tékk it



hahaha Oddur Snær, manstu?? ohh vá hvað þetta var fynið, ætluðum að horfa á dvd og einhverra hluta vegna endaði sjónvarpið á gólfinu.. shittur hvað við vorum hrædd...



sætu vinkonur mínar stúdentar, gotttttt partý hjá Dröfn þar sem FH lagið hljómaði ótt og títt, og ég að dansa við Sæma rokk...very good



Brósi og fallegasta frænkan mín í heiminum, Petra skvís. Hún var bara krútt þegar hún var lille, er það reyndar enn.


hahahaah látum myndina tala sínu máli



pabbi og slavko


hahahaha crazy vinir, þessi mynd var tekin í útskriftinni hans Manna sem var uppí sumarbústað, og Oddur Snær og Logi ákváðu að grilla Odd. Hahahha þetta kvöld var æði..


ohhhh þetta var jólahlaðborðið hjá okkur stelpunum, á Fjöruborðinu. Ég keyrði þangað á bílnum hennar Hafrúnar, sem var btw ljóslaus. Sá ekkert og með stelpurnar piss fullar í bílnum hjá mér. Ógó gaman, en svo á heimleiðinni kom það í ljós að ljósin voru ekkert biluð, við bara kunnum ekki að kveikja á þeim. En við Silja vorum hressar.


25 ára afmælið mitt, Silja, Helena og Júlla kátar og glaðar. Það var eitthvað þing hjá Oddi Snæ að troða sér inn á allar myndir, svona "hvar er Valli" fýlingurinn.


ohhh öll partýin sem Hilda hélt, vá hvað þetta var ógeðslega skemmtilegt tímabil.



Við mæðgur fórum í sumarbústað með Finni og fjölskyldu og skemmtun okkur svo vel. Vá hvað það var notarlegt. Birtu fannst alveg hrikalega gaman í pottinum með Finni, að kasta boltanum á milli og synda og svona.

Well segjum þetta gott í bili. Þarf að fara að læra, crazy að gera í skólanum....

Lofa að koma með blogg bráðlega.
Væri gaman að fá comment og sjá hvort að einhverjir lesa
Ciao