Tuesday, September 12, 2006

Svona er l�fi�

Ég er búin að vera rosalega mikið að hugsa síðustu daga. Út í allt mögulegt, lífið, dóttur mína, sjálfa mig, vinnuna, skólann og nánast allann fjandann. Ég er eitthvað óttarlega tilfinningamikil þessa dagana, finnst einhvernveginn hlutirnir vera erfiðir eins og er. Hef áhyggjur, verð leið af og til, fer svo í skólann og finnst lífið vera æðislegt.
Það er svo skrítið, þegar ég er með Birtu, þá er ég á toppi veraldarinnar. En daginn áður en hún á að fara til pabba síns, þá finnst mér allt verða ómögulegt. Það er svo ótrúlegt hvað maður verður háður barninu sínu, hvernig einhvern veginn allt fer að snúast í kringum það. Maður setur sjálfann sig í sæti númer hundrað ef að barninu manns myndi líða betur við það. Maður myndi henda sér fyrir lest til að bjarga því, ég myndi hreinlega gera allt til að létta barninu mínu lífið.
Það er ótrúlegt hvað maður kinnist tilfinningum sem maður hefur aldrei þekkt áður þegar maður eignast barn. Jú jú, ég vissi svo sem fyrir að það væri yndislegt að eignast barn, að maður myndi þá finna ást sem maður hefði aldrei áður fundið. Enn guð minn góður, mig hefði aldrei grunað að þessar tilfinningar væru svona rosalega magnþrungnar og sterkar. Núna, í fyrsta sinn á ævinni, kinnist maður skilyrðislausri ást. Hnvernig það er að elska einhvern, no matter what! Sama hvað aðilinn á eftir að gera í lífinu, sama hvað hann segir við mann, sama hvað gerist, ég á alltaf eftir að elska barnið mitt meira en nokkuð annað. Útaf þessum tilfinningum sem ég ber til dóttur minnar, þá fæ ég sting í hjartað við að sjá dánartilkynningar í blöðunum um lítil börn. Ég rakst á eina slíka í morgun og fannst ég kannast bæði við nafn barnsins og andlit þess.
Ég rauk á netið og fór á heimasíðu lítillar stúlku, nokkrum mánuðum yngri en Birta Laufey, sem ég hef fylgst með núna í dá góðann tíma. Stúlkan var alvarlega veik, var á barnaspítalanum í stöðugri gæslu. Foreldrar hennar voru á spítalanum dag og nótt, því að ekki var nægt starfsfólk til að sjá um þessa litlu stúlku. Hún var búin að berjast hetjulega fyrir lífi sínu þetta litla skinn. Alveg ótrúlegt hvað hún var sterk og dugleg, mig stundum skorti orð til að lýsa því. Ég veit ekki hversu oft ég hef grátið við að lesa þessa síðu, frásagnir foreldranna hafa snortið mig djúpt og fengið mig til að hugsa svolítið hvað ég er ótrúlega heppin að eiga heilbrigt barn sem að líður vel og er dugleg. Ég hreinlega dáist af þessarri litlu fjölskyldu, annað eins hugrekki, annar eins dugnaður og þol hef ég bara ekki orðið vitni af. Ég hef reglulega sett mig í spor þeirra, og ég veit hreinlega ekki hvort að ég myndi vera eins dugleg og þau eru búin að vera núna í 9 mánuði. Það þarf sérstaka karaktera til að höndla svona aðstæður eins vel og þau hafa gert.

Ég er búin að gráta í allann morgun, þar sem ég hef setið fyrir framan tölvuna og lesið bloggið þeirra. Frásagnir þeirra um það hvernig er að missa barnið sitt, hvaða tilfinningar brjótast um í þeim núna, stuttu eftir fráfalls þess besta og yndislegasta sem þau hafa eignast. Eitthvað sem þau hafa elskað jafn heitt og ég elska dóttur mína. Þetta brýtur hjarta mitt, og mig langar svo að fara og knúsa þau, þó að ég þekki þau ekki neitt. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta er, en ég er ekkert viss um að ég myndi ganga heil frá svona lífsreynslu.
Þetta hefur vakið hjá mér þakklæti. Þakklæti fyrir að eiga það sem ég á, heilbrigt, yndislegt, fallegt og fluggáfað barn. Heilbrigða og yndislega fjölskyldu og sand af traustum og góðum vinum. Ég hef lært að meta það sem ég hef, það eru ekki allir jafn heppnir og ég.

Að lokum langar mig að gefa upp linkinn á bloggið þeirra, endilega lesið. Þetta fólk eru hetjur.
Guð varðveiti minningu þessarrar litlu stúlku

Ég bara varð að losa um. Smá væmni, en hún skaðar ´jú engann.

Hafið það rosalega gott og njótið augnabliksins, maður veit aldrei hvað gerist á morgun.

Hafdís.

2 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ!

Fann síðuna þína í gegnum Bebbu og Hjölla síðu og þess vegna ákvað ég að kíkja í heimsókn.
Já, maður verður betri og þakklátari eftir að hafa lesið bloggið þeirra, það er ég viss um.
Svona fólk er ekki á hverju strái, en það mættu fleiri taka sér þau til fyrirmyndar. Alla vega reyni ég að gera það.

Bið að heilsa í bæinn.
Knús frá Húsavík
Jóa

Anonymous said...

Guð hvað þetta er sorglegt var að lesa síðuna þeirra og er með tárin í augunum, það er svo hræðilegt að fólk þurfi að ganga í gegnum svona raunir. Ég held að það sem að foreldrar óttist mest er að lifa börnin sín... Annars bið ég bara að heilsa ykkur mæðgum fylgist alltaf síðunni þinni.
Kveðja Ragnhildur Rósa