brottför upp á flugvöll kl 22 í kvöld og flug kl 1 í nótt til Köben. Svo eyðum við deginum með Ellu Möggu og Carsten í Köben og fljúgum svo til Mílanó kl 17 á DK tíma. Lendum í kringum 19 í Mílanó og verðum sótt þar og förum beint í íbúðina okkar.
Það er óhætt að segja að það sé spenningur í okkur, og þá sérstaklega í Birtu. Hún hefur aldrei áður farið í flugvél og hún hreinlega getur ekki beðið. Síðasti dagurinn hennar á leikskólanum var í gær og hún knúsaði alla bless og fékk rosalega flott kveðjukort með myndum og texta í frá Reit (sem er deildin hennar). Birta talar ekki um annað en að hún sé að fara að flytja til Ítalíu, maður má ekki segja að hún sé að flytja til Mílanó, hún er sko að flytja til ÍTALÍU!!!!!!!!!!
En okkur langar bara að segja bless við þá sem við náðum ekki að kveðja og hlakka til að sjá ykkur næst. Við verðum með skype og að sjálfsögðu msn úti, sendið mér bara´póst á hafdish@gmail.com ef þið viljið fá þetta allt uppgefið.
Knús og kossar, ætlum að fara úr 4°c í 26°c, niccceee
Hafdís og co
Friday, September 14, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Vá fattaði það þegar ég sá myndina af ykkur Birtu að ég hef greinilega ekki séð hana mjööög lengi!!! Jii hún er orðin ekkert smá fullorðin...
Gangi ykkur rosalega vel.
Kveðja
Ingibjörg Bjarney
hæj viltu skila æðislegri kveðju til óla - ég reyndi að hringja í hann/ykkur á laugardagskvöldið til að kveðja en náði ekki í gegn.
Vonandi gengur allt vel og ég er sammála fyrri ræðumanni - hún er ekkert smá stór !
P.s. verður bloggað hérna eða ætlar óli ekki að nota sitt neitt .. ?
Post a Comment