Thursday, August 21, 2008

Birta mín 4 ára

Hún elsku Birta mín er orðin 4 ára, en hún átti afmæli 19 ágúst. Við héldum upp á afmælið hennar á laugardaginn síðasta og það var alveg yndislegur dagur hjá henni.Hún byrjaði daginn á að skreyta FH kökuna sem hún fékk, en hún var búin að spurja í 3 daga ansi oft á dag, hvenær við myndum baka og skreyta FH kökuna. Henni var boðið að fá Hello Kitty köku, en nei, FH kaka var það.

Svo fór hún í bað og klæddi sig í fína kjólinn sinn og beið spennt eftir gestunum. Hún fékk svooooooooo mikið af fallegum gjöfum og var himinlifandi, en í lokin nennti hún ekki að opna fleiri pakka og þakkaði pent. Birta var allann tímann að leika sér við krakkana sem komu og við allt fallega dótið sem hún fékk.
Það kom fullt fullt af gestum og dagurinn heppnaðist vel í alla staði.
Svo um kvöldið var skvísan ekkert smá þreytt og fór að sofa sæl og glöð eftir frábærann dag.


Ein að passa að það verði ekki eitt korn eftir af kökunni í forminu


sætust



línuskauta stelpan mín




Vinkonur mínar voru mis hressar, flestar bara ekkert sérlega hressar, hahahaha






yndislegu vinkonur okkar, Helga og Andrea Ýr



Fallegasta afmælisbarnið



blása.

Svo á sunnudaginn vöknuðum við og skelltum okkur í Bíó með henni Petru frænku, fórum á Kung Fu Panda og skemmtum okkur konunglega. Fyndið að fara svona á barnasýningar, maður heyrir útum allt "mamma, ég þarf að kúka" og "mamma, afhverju afhverju afhverju afhverju..........". Heheheh, ég var í kasti, en við skemmtum okkur konunglega og frænkurnar overdosuðu af nammi. En Birta kom með comment sem var to die for, pandan hafði lent í flugeldum og var öll útí sótröndum og þá segir mín "mamma, hann er alveg eins og grilluð steik!" hahahahaha ég meig næstum á mig. Mega sæt.

Svo kíktum við aðeins í Zöru og fórum heim, en þá komu Ágústa frænka, María og Emanúel í heimsókn til okkar og það var ekkert smá gaman. Bara sætur hann Emanúel.

En helgin var yndisleg í alla staði, Birta átti svo afmæli á þriðjudaginn og fékk æðislegan dag á leikskólanum. Fékk riiisa stóra bleika bangsimon kórónu, fékk að vera umsjónarmaður og hjálpa til við að ná í matinn, leggja á borðið og að poppa fyrir sig og alla krakkana. Alveg yndislegur leikskóli sem hún er á og henni líður svo vel þar.

Jæja þetta er heldur betur orðin lengja þetta blogg,
Segjum þetta gott í dag.

Friday, August 15, 2008

væmið, en svoooooo satt

Áður en ég varð mamma borðaði ég
matinn á meðan hann var heitur, gekk
í hreinum fötum og gat spjallað í
rólegheitunum í símann.

Áður en ég varð mamma gat ég
farið seint í háttinn, sofið út um
helgar, greitt mér daglega og gengið
um íbúðina án þess að stíga á leikföng.

Áður en ég varð mamma velti ég
því aldrei fyrir mér hvort
pottaplönturnar á heimilinu
væru eitraðar.

Áður en ég varð mamma hafði
enginn kúkað, pissað eða ælt á mig.

Áður en ég varð mamma hugsaði ég
skýrt, hafði fullkomið vald yfir
líkama mínum og tilfinningum
og svaf alla nóttina.

Áður en ég varð mamma hafði ég
aldrei haldið grátandi barni föstu til
þess að læknir gæti sprautað það
eða tekið úr því blóðprufu.

Áður en ég varð mamma hafði ég
aldrei brostið í grát við að horfa í
tárvot augu og þekkti ekki þá
hamingjuflóðbylgju sem getur
sprottið af einu litlu brosi.

Áður en ég varð mamma sat ég
aldrei langt fram á nótt og horfði á
barn sofa eða hélt á sofandi barni
vegna þess að ég tímdi ekki að leggja
það frá mér.

Áður en ég varð mamma vissi ég
ekki hvað ein lítil vera getur haft
mikil áhrif á líf manns og hversu
óendanlega sárt það er að geta ekki
kippt öllum vandamálum í lag.

Áður en ég varð mamma vissi ég
ekki að ég gæti elskað svona heitt og
hversu dásamlegt móðurhlutverkið væri.

Áður en ég varð mamma þekkti ég
ekki þetta einstaka samband móður
við barn sitt og gleðina sem fylgir
því að gefa svöngu barni brjóst.

Áður en ég varð mamma vaknaði ég
ekki tíu sinnum á nóttu til þess að
aðgæta hvort allt væri ekki
örugglega í lagi.

Áður en ég varð mamma hafði ég
ekki kynnst hlýjunni, kærleikanum,
sársaukanum og ævintýrinu sem fylgir
því að eiga barn.

ég á líka yndislegasta barn í heimi.... ég er EKKERT hlutræg hehehe, ;)

Thursday, July 31, 2008

Er á lífi

Kannski maður fari nú að virkja þetta blogg núna almennilega, já eða hreinlega bara að sleppa því... held ég virki það bara, eða geri amk heðarlega tilraun til þess.

Ég er búin að gera ótrúlega margt undanfarið, mis sniðugt og gott, en margt engu að síður..

Síðasta helgi var ótrúlega skemmtileg, á laugaraginn var strandhandboltamótið og að sjálfsögðu létum við FH stelpur okkur ekki vanta. Við tókum þátt 5 árið í röð og sjæse hvað það var hrikalega skemmtilegt. Við vorum í riðli með 3 stráka liðum og hófum keppni á þeim frábæra tima, 9:30. En við spiluðum fyrst við Teflon sem lenti n.b í 2 sæti á mótinu. Við vorum ekki alveg vaknaðar í þessum leik og stóðum meira og horfðum á en að taka þátt í honum. Tap staðreynd, og það meira að segja nokkuð stórt.

Næsti leikur var við Þrótt, þar vorum við klaufar að vinna ekki. Klúðruðum óeðlilega mikið af dauðafærum og töpuðum því með 2 mörkum. Frekar svekkjandi en þó smá stígandi í okkar leik.

Þriðji leikurinn var á móti liði sem kallaði sig Moods of Norway, og vissi maður nákvæmlega ekkert um það lið fyrirfram. En þeir mættu í Nauthólinn skartaðir hristara, áfengi og kokteilglösum. Þeir voru sjúklega fyndnir og drukku epla martini frá kl 9 um morguninn, svo sterka að hörðustu menn settu upp svip við að bragða á þessu hjá þeim. En já, við s.s spiluðum við þá og ég hef sjaldan hlegið eins mikið og einmitt í þessum leik. Enginn þeirra hafði spilað handbolta áður og getan því eftir því. Ef ein af okkur leysti inn á línu, þá fylgdu þeir allir... hahaha, þeir gátu EKKERT og við unnum þá 10-2. Þeir voru alveg frábærir, ég held ég hafi sjaldan eða aldrei hlegið eins mikið í leik.

Svo eftir leikinn vorum við Birta að vaða aðeins útí sjó, koma þessir vitleysingar og henda mér útí sjó. Og ég sat útí að frjosa, og grenjandi úr hlátri. Þetta var svo sjúklega fyndið, fór svo uppúr og öll á floti. Og ekki var ég með auka föt, ónei....

Svo var lokahófið um kvöldið sem var ótrúlega skemmtilegt, strákarnir sem hentu mér útí sjó gáfu mér inneign í búðinni sinni upp á 10.000 kr, og svo fékk ég verðlaun. Svaka stuð..

nokkrar myndir



ég að kasta...



Guðrún hress, ekkert lent er það?? hehe



hihi, reyna að kýla boltann inn, smá skutl



Erla hress á því



Víti...

En ég er að fara á Blönduós um helgina, á ættarmót.

blogga meira eftir helgi..

góða helgi og take care

Saturday, July 12, 2008

gaman í gær

já ég fór í partý í gær, fyrst á Sóleyjargötuna til Silju og Sigga, sat þar með góðu fólki og drakk hvítvín. Svo fórum við á Ægissíðuna til Kötu þar sem hún og Rebekka systir hennar voru að opna smá búð. Ótrúlega flott hjá þeim og ég fann mér strax 2 jakka sem ég ætla að shoppa mér.
Svo fórum við aftur á Sóleyjargötuna þar sem var ógeðslega gaman, ég skemmti mér ekkert smá vel. Fórum svo örugglega um 2 eða eitthvað á Kaffibarinn og dönsuðum þar. Er eiginlega smá þunn og nenni ekki að skrifa meir.....

hér eru nokkrar myndir
















fór svo í klippingu til Magna míns í gær, ogg ég er svo fíííínnnnnnnnn.... Vá hvað ég saknaði hans, alltaf svo gott að koma til hans.

Úff ætla að leggja mig, skilst að það sé aftur skrall í kvöld....

Thursday, July 03, 2008

smá myndir

hér eru sætudúllurnar þvílíkt glaðar á leiðinni heim úr Gardalandi, Birta og Andrea snúllubínur.

Friday, June 20, 2008

Komin heim og allt að gerast

Jæja þá er maður kominn heim til Íslands og líkar bara rosalega vel. Birta er komin á leikskólann aftur og hún ljómar af gleði og ánægju. Hún elskar Arnarberg og þá sérstaklega eftir að hafa verið í hræðilegum leikskóla (miðað við hérna heima) á Ítalíu í tæpt ár. Hún er svo glöð með lífið að það er engu lagi líkt. Hún er búin að vera meira og minna úti að leika sér síðan við komum, fer út að hjóla, útí garð að leika, út á róló og svona mætti lengi telja.

Ég sjálf er farin að vinna hjá Hópbílum í sumar, og nei, ekki að keyra rútu. Heldur er ég á skrifstofunni að sjá um daglegan rekstur. Fíla mig rosalega vel í því, hér vinnur hver snillingurinn á fætur öðrum, frábær andi hérna og allir hressir á því bara. Ér á fullu að leita mér að framtíðarstarfi og búin að leggja inn umsóknir hér og þar. Er að fara í eitt atvinnuviðtal í dag og svo vonandi fleir fljótlega.
Svo er ég komin á fullt í handboltann og gengur það bara nokkuð vel. Er í þjálfun hjá Silju Úlfars á fullu og hún er að ganga fram af mér dauðri held ég, sé strax mun á mér bæði í þoli og líkamlega eftir viku hjá henni, þetta er snilld. Mér leiðist nú ekki að púla og er því bara í nokkuð góðum málum. Reyndar meiddist ég smávægilega á mánudaginn, tognaði aðeins í kálfanum en fer til Robba sjúkró á eftir og á ekki von á því að þetta sé eitthvað til að hafa áhyggjur af. Ég er bara þannig gerð að ég á afskaplega erfitt með að fara rólega af stað þegar æfingar eru annarsvegar. Hugsa að ég hafi farið heldur geyst afstað núna, en ætla aðeins að trappa mig niður, er ekkert sérlega spennt fyrir að rífa þennan kálfa líka.

En að öðru, er þvílíkt spennt fyrir kvöldinu, partý hjá Loga Geirs. Ætla reyndar bara að vera róleg á því og á bíl, en ég er alveg handviss um að það verður sko stuð.

ætla að hafa þetta gott í dag, blogga meira síðar.
hér er ein old af okkur mæðgum

Friday, June 13, 2008

Nýja dúið


how do you like my new hair???