Svo fór hún í bað og klæddi sig í fína kjólinn sinn og beið spennt eftir gestunum. Hún fékk svooooooooo mikið af fallegum gjöfum og var himinlifandi, en í lokin nennti hún ekki að opna fleiri pakka og þakkaði pent. Birta var allann tímann að leika sér við krakkana sem komu og við allt fallega dótið sem hún fékk.
Það kom fullt fullt af gestum og dagurinn heppnaðist vel í alla staði.
Svo um kvöldið var skvísan ekkert smá þreytt og fór að sofa sæl og glöð eftir frábærann dag.

Ein að passa að það verði ekki eitt korn eftir af kökunni í forminu



Vinkonur mínar voru mis hressar, flestar bara ekkert sérlega hressar, hahahaha


yndislegu vinkonur okkar, Helga og Andrea Ýr


blása.
Svo á sunnudaginn vöknuðum við og skelltum okkur í Bíó með henni Petru frænku, fórum á Kung Fu Panda og skemmtum okkur konunglega. Fyndið að fara svona á barnasýningar, maður heyrir útum allt "mamma, ég þarf að kúka" og "mamma, afhverju afhverju afhverju afhverju..........". Heheheh, ég var í kasti, en við skemmtum okkur konunglega og frænkurnar overdosuðu af nammi. En Birta kom með comment sem var to die for, pandan hafði lent í flugeldum og var öll útí sótröndum og þá segir mín "mamma, hann er alveg eins og grilluð steik!" hahahahaha ég meig næstum á mig. Mega sæt.
Svo kíktum við aðeins í Zöru og fórum heim, en þá komu Ágústa frænka, María og Emanúel í heimsókn til okkar og það var ekkert smá gaman. Bara sætur hann Emanúel.
En helgin var yndisleg í alla staði, Birta átti svo afmæli á þriðjudaginn og fékk æðislegan dag á leikskólanum. Fékk riiisa stóra bleika bangsimon kórónu, fékk að vera umsjónarmaður og hjálpa til við að ná í matinn, leggja á borðið og að poppa fyrir sig og alla krakkana. Alveg yndislegur leikskóli sem hún er á og henni líður svo vel þar.
Jæja þetta er heldur betur orðin lengja þetta blogg,
Segjum þetta gott í dag.