Tuesday, May 27, 2008

styttist

Já það styttist heldur betur í að við flytjum til Íslands við mæðgur, erum núna fluttar inn á Helgu og Gunna hér í Monza og hún Birta Laufey er freeeekar sátt við það. Hún og Andrea eru yndislegar saman, leika og leika og leika, og tala alltaf saman á ítölsku, sem er baaara fyndið og krúttlegt.

En við erum búnar að hafa það afskaplega gott, ég er reyndar að bráðna niður úr hita held ég, það eru einar 31 gráða í dag og dálítill raki. Birta er bara að skoppast hérna á nærbuxunum og Andrea eins.

En ég er búin að gefa það sem við sendum ekki til íslands og er að takast að tæma íbúðina okkar hérna, fer svo á morgun og þríf hana og klára þetta. Svo kemur mamma á fimmtudaginn og við ætlum að fara til Rómar og svona og hafa það ótrúlega gott. Erum að gæla við að fara líka í Gardaland og taka þá Gunna, Helgu, Andreu og jafnvel Telmu með. Verður æði.
Svo er ég svo heppin að ég er komin með fullkomna barnapíu næstu árin, en hún Telma ætlar að vera passipían mín á Íslandi. Birta elskar hana, enda er hún alveg frábær við stelpurnar og alveg yndisleg stelpa, ég er þvílíkt heppin að hafa náð henni;)

Svo er ég að fara að æfa á fullu þegar ég kem heim, búin að bóka mig í einkaþjálfun hjá Silju Úlfars sem ætlar að koma mér í rudda form fyrir næsta tímabil í boltanum, búin að fá EAS fæðubótarefni fyrir átökin og allt. Já stefnan er sett á sixpack again...... Hlakka ótrúlega til að fara að æfa aftur, maður er svo hrikalega háður þessu. Svo er mengunin svo mikil hérna í Mílanó að það er bara ekki hægt að fara út að hlaupa, þá bara missir maður andann. En ég eeeelllsska að fara út að hlaupa, just me, my music og hugsanirnar mínar. Besta sálfræðimeðferðin held ég, hehehehe.... mæli með því.


En jæja ætla að hafa þetta gott í dag, blogga meira síðar. Svo er spurning hvað maður gerir þegar heim er komið,hvort maður haldi þessu bulli áfram eða ekki.


Ciao
Hafdís

Wednesday, May 14, 2008

hildur með silvuraugu, múhahaha


svona málaði ég alltaf hildi back in the day, hahhaha

Skóli og vinna

er búin að vera í smá make up verkefnum hérna núna, var í gær í Lugano í Sviss í verkefni fyrir tímarit hérna, 10 bls tískuþáttur. Var ekkert smá gaman en meeeega langur dagur, vaknaði kl 5, fór í lestina, beint að vinna, svo í matarhlé, svo vinna meira og deginum lauk ekki fyrr en um 21. Var algjörlega búin á því. En locationið var geggjað, hluti var tekinn inni í Casinoi þarna sem er sjúklega flott, ég hef aldrei komið inn í Casino áður og ég fýlaði mig þvílíkt eins og ég væri komin inn í CSI þátt. Svo var farið út og skotið á aðal göngugötunni, og þessi bær er gjörsamlega gordjöss, hrikalega fallegur. Svo var aftur farið í Casinoið en núna á efstu hæðina þar sem veitingastaðurinn er, og útsýnið er to die for. Sjúklega flott. En takan gekk fáránlega vel, módelin gordjöss og ljósmyndarinn ekki af verri endanum, en hann vinnur mjög mikið með og fyrir Armani. Þannig að þetta verður svolítið feitt í möppuna og á CVið mitt.

Fekk svo símtal í dag þar sem mér var tjáð að þau hafi verið roosalega ánægð með vinnuna mína og að þau vilji bóka mig aftur.

Hér eru nokkrar myndir.


working



fallega útsýnið af veitingastaðnum



þetta look var það næst síðasta, svo færðum við okkur út aftur.


Maria að fixa hárið, þetta var the last look


Módelin fyrir síðustu tökurnar, sem voru ansi heitar í pálmatrjánum.

Ég get ekki beðið að fá myndirnar, held að þetta verði mega flott. Þetta var svona Glamour shoot, módelið með hlussu sílicon brjóst og mjórra en litlatáin á mér. En sjúklega sæt og flott módel, þetta var virkilega gaman.

Svo í lokin kemur önnur mynd síðan úr fugladæminu




En ég kveð að sinni, bara 1 próf eftir og þá er ég búin í skólanum, vúhúúú. Svo kemur mamma 29 maí og við ætlum til Rómar í 2 daga, á ströndina og fleira og hafa það meeega nice. Svo fljúgum við allar saman heim 7 júní..

Ciao

Saturday, May 10, 2008

á daga mína drífur

ekki neitt rooosalega mikið. Er búin að fara í 2 make up verkefni núna og það er búið að vera æðislega gaman. Var í verkefni í dag sem kom bara ansi vel út. Átti að vera fugl sem sat með brotin egg og var leiður. Ljósmyndarinn var með ákveðnar hugmyndir varðandi þessa töku en ég sá s.s um make upið.
hér er mynd frá þeirri töku



Svo á þriðjudaginn er ég að fara í alvöru verkefni, 10 bls í magazine hérna úti. Hlakka mikið til, er að fara með snillingnum henni Mariu sem er sérfræðingur í hári frá Tony & Guy. Verður mega gaman, hlakka eeendalaust til. Ég elska þetta jobb, it´s my destiny held ég. Ég held að ég eigi aldrei eftir að geta bara hætt í þessum bransa.

En well, ég er farin að sofa.

Ciao

Sunday, May 04, 2008

er á lífi

Lykillinn að ódauðleika er að lifa lífi sem er þess virði að munað sé eftir. - Bruce Lee



tjus í dag