Monday, October 22, 2007

dýr og fleira

það er eiginlega tvennt sem mér lyggur á hjarta núna, það er þetta mál með Margréti Láru og svo sá ég vibba myndband sem fékk mig aðeins til að hugsa.

Já þetta mál með Margréti Láru, ég bara trúi ekki að þetta skuli gerast. Hvað er málið með þessar stelpur þarna. Afhverju er þetta alltaf þannig heima að þegar einhverjum gengur vel, þá þurfa allir aðrir sem eru afbrýðissamir, að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lítillækka þann aðila til að reyna að upphefja sjálfan sig. Margrét Lára hefur bara höfuð og herðar yfir hinum fótboltastelpunum heima og þessar stelpur virðast bara ekki höndla það. Ohhh þetta fer svo í taugarnar á mér og ég sár vorkenni greyið Margréti, þetta hlýtur að vera rosalega særandi. Ég eiginlega vorkenni henni Hólmfríði líka, það getur ekki verið gaman að taka á móti svona verðlaunum vitandi þetta. Með réttu ætti hún bara að gefa Margréti þetta, væri sennilega réttast.
Ég vona bara að svona lagað komi ekki aftur fyrir, því þetta er ekki bara lítillækkandi fyrir íþróttina, heldur einnig fyrir konur.

En hitt sem ég er að hugsa um eru dýr. Ég fór inn á blogg hjá einni sem ég þekki og rakst vídeo sem fékk mig ekki bara til að grenja, heldur einnig til að hugsa aðeins útí þetta felda dæmi.
Ég held að fólk ætti að hætta að kaupa sér ekta feldi og halda sér bara við feikið. Það er nákvæmlega ekkert mannlegt við það hvernig er farið með blessuð dýrin, þetta er hreinlega satanískt. Ég mæli ekki með að viðkvæmir hofi á þetta vídeo, þetta er algjör hrotti. En ég held að ég muni aldrei nokkurntíman fá mér ekta pels eða hvað sem það væri eftir að hafa séð þetta. Ég bara átta mig ekki á því hvernig það er hægt að fara svona illa með nokkra lifandi veru (kannski fyrir utan köngulær og silfurskottur og þann viðbjóð). Ég fór að gráta þegar ég sá þetta, hérna er vídeoið

Thursday, October 18, 2007

Gwen Stefani

Ég fór á Gwen Stefani tónleika á þriðjudaginn og VÁÁÁÁ!! Þvílíkt show, góð tónlist, frábær söngu og geðveikur skemmtikraftur.

Hún er náttúrulega BARA flott þessi pía


Þetta eru myndir af tónleikunum á þriðjudaginn,



ég tók einhverjar myndir en myndavélin mín er batteríslaus.



Eina sem var leiðinlegt við þetta var að ítalir eru alveg hörmulegir áhorfendur. Stemningin í Höllinni heima er kannski alltaf svona hrikalega góð og maður svona góðu vanur, en guð minn ´goður. Þeir voru alveg stein dauðir, reyndar gæti það alveg verið að megnið þarna inni hafi ekki skilið hana, en ég meina kommon. Reyndar kom alveg geggjuð stemning í lögum eins og "what are you waiting for" og "holla back girl". En ég hef aldrei heyrt eins lélegt uppklapp, ég var bara "nei andskotinn sjálfur". En það skemmdi nú samt ekki tónleikana fyrir mér, ég, Helga, Gunni og Telma gengum mjöööög sátt frá þessum tónleikum, og gott betur en það...

Ein að lokum



Hvar eru commentin, oddur snær???

Ciao

Sunday, October 14, 2007

ég á fallegasta barn í heimi

Við fórum í gær í stærsta lokaða park í evrópu og það var ekkert smá æðislegt. Fullt af leiktækjum, kaffihús og dýr. Birta og Andrea voru á fullu að týna hnetur og kasta til íkornanna, sem voru ímyndaðir því ekki sáum við hin neina íkorna. En það eru samt íkornar þarna og hestar og fleira.
En þetta var yndislegt og Birta skemmti sér konunglega með henni Andreu sinni.
Þær komu sko alveg drulluskítugar heim og fóru í bað saman.

Hér eru nokkrar myndir frá þessu

sætu múslurnar að labba, eins og gamlar konur með þessi sjöl.


sætar




er hægt að vera svona fallegur???


hressað að róla


flotta stóra rólan vakti mikla kæti



það er svo gaman að ramba.


renna


svo var farið í bað

verð svo að láta fylgja mynd af því þegar Birta var að taka upp dótið sitt úr kössunum sem við fengum loksins á föstudagsmorguninn frá Íslandi. Barnið faðmaði dótið sitt og ég hef bara sjaldan séð aðra eins gleði.



Svo bara ein að lokum



takk fyrir öll kommentin, yndislegt að lesa þau. Keep up the good work.

Knús frá Mílanó

Wednesday, October 10, 2007

ég sakna

mömmu minnar og pabba, bræðra minna og þeirra fjölskyldna,ömmu minnar, handboltans smá, MATARINS.

ég sakna líka þín,


og þín


líka þín


og þín

þín


þín líka


svo saknar maður nú þessarra vitleysinga svolítið (FH rugludallarnir í strandhandboltanum)




það er svo margt sem ég sakna, ég gæti haldið þessu áfram í alla nótt, en ætla frekar að fara að skoða og lesa ógeðslega hrikalega flottu designers apartments bókina sem e´g var að kaupa mér. Gerði ruddalega góð kaup í dag, þessi bók er um 10 kg á þyngd, 800 blaðsíður og kostaði ekki nema 40 evrur á tilboði. Gripurinn er á 13 þúsund heima,

en ciao þangað til næst. +

Hvernig væri svo að kommenta ef að þú lest þetta??

Sunday, October 07, 2007

ítalir eru speeeeesss

já það er víst óhætt að segja það að allt gangi fremur hægt hérna í Mílanó, við erum enn að rembast við að skrá okkur inn í þetta blessaða land en það er sko ekkert lítið vesen. Ræðismaðurinn er á fullu í þessu með okkur til að reyna að fá skýr svör um hvað við þurfum að gera, þar sem að við íslendingarnir erum öll búin að vera að fá misjöfn svör frá yfirvöldum hér. En síðasti skráningadagur á leikskólann er á miðvikudaginn þannig að það er eins gott að þetta fari að smella.

En það er eitt sem ég gjörsamlega HATA við ítalíu, og það er þessi helv... ands.... djös.... hundaskítur og hundahland útum allar götur. Maður er í eylífum keiluakstri hérna til að stíga ekki eða keyra kerrunni ofan í þetta ógeð. Sikk, sakk, sikk, sakk endalaust. Og lyktin af þessu hérna í götunni okkar, oooooojjjjjjjjjjjjj... Maður hleypur nánast þegar maður kemur út fyrir hliðið hérna til að komast framhjá þessu, samt getur maður ekki hlaupið á fullu því þá stígur maður ofan í þetta helvíti.

En annað sem er fyndið við ítali, það er það að þeir leggja ALLSTAÐAR og HVERNIG SEM ER. Ég fór t.d útí búð í fyrrakvöld kl 19 og sá þetta,


hahahaah þetta er magnað. Svo virðist það vera nóg að setja hazardljósin á, því að þ að eru bílar útum allt með hazardljósin á. Ef að þeim dettur í hug að skjótast inn á póstuhús eða eitthvað í 5 mín, eða bara í klst, þá bara henda þeir þessum ljósum á og leggja útá götu eða hvar sem þeim dettur í hug.

En jæja er að fara að sofa, kl orðin 23 hérna og skóli í fyrramálið.

Blogga meira síðar.

Thursday, October 04, 2007

hahaha ég bara má til með ......

NÁMSKEIÐ FYRIR KARLA - AÐEINS FYRIR KARLA!!
Athugasemd: námskeiðin eru flókin þannig að aðeins átta geta sótt hvert námskeið. Hvert námskeið tekur tvo daga og efnið er eftirfarandi:

FYRRI DAGUR

HVERNIG Á AÐ FYLLA ÍSMOLAMÓT
Skref fyrir skref með glærusýningu

KLÓSETTRÚLLUR - VAXA ÞÆR Á KLÓSETTRÚLLUHALDARANUM?
Hringborðsumræður

MUNURINN Á RUSLAFÖTUM OG GÓLFI
Æfingar með körfuefni (teikningar og módel)

DISKAR OG HNÍFAPÖR: FER ÞETTA
SJÁLFKRAFA Í VASKINN EÐA UPPÞVOTTAVÉLINA?

Pallborðsumræður - nokkrir sérfræðingar

AÐ TAPA GETUNNI
Að missa fjarstýringuna til makans - Stuðningshópar

LÆRA AÐ FINNA HLUTI
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess
að snúa húsinu við gargandi - Opin umræða

SEINNI DAGUR

TÓMAR MJÓLKURFERNUR; EIGA ÞÆR
AÐ VERA Í ÍSSKÁPNUM EÐA Í RUSLINU?

Hópvinna og hlutverkaleikir

HEILSUVAKT; ÞAÐ ER EKKI HÆTTULEGT
HEILSUNNI AÐ GEFA HENNI BLÓM

PowerPoint kynning

SANNIR KARLMENN SPYRJA TIL VEGAR ÞEGAR ÞEIR VILLAST
Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar

ER ERFÐAFRÆÐILEGA ÓMÖGULEGT
AÐ SITJA ÞEGJANDI MEÐAN HÚN LEGGUR BÍL?

Ökuhermir

AÐ BÚA MEÐ FULLORÐNUM; GRUNDVALLARMUNUR
Á ÞVÍ AÐ BÚA MEÐ MÖMMU ÞINNI OG MAKA

Fyrirlestur og hlutverkaleikir

HVERNIG Á AÐ FARA MEÐ EIGINKONUNNI Í BÚÐIR
Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni

AÐ MUNA MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR
OG AÐ HRINGJA ÞEGAR ÞÉR SEINKAR

Komdu með dagatalið þitt í tímann

AÐ LÆRA AÐ LIFA MEÐ ÞVÍ
AÐ HAFA ALLTAF RANGT FYRIR SÉR

Einstaklingsráðgjöf og samtöl*