Thursday, November 30, 2006

Dúfur og hættuleg öryggisbelti....

Það sem drifið hefur á mína daga er svo sem ekki margt, fórum reyndar í sumarbústað um síðustu helgi og það var æðislega gaman. Birta Laufey í essinu sínu og átti hvern gullmolann á eftir öðrum. En þetta var klárlega move helgarinnar,

svo heyrist þarna í lokin, "þetta er svo gott lag"
já hún er snilligur þessi litla skotta, svipurinn á henni er snilld.

En ég er bara búin að vera að vinna undanfarna daga, og auðvitað leika mér við litlu skottuna. Fer svo út á sunnudaginn til Stokhólms, vá hvað ég er spennt. Verður gott að komast í burtu í smá frí, og fá að vinna þetta verkefni sem ég er að fara að gera á mánudaginn. Ég er að fara að mála fullt af dönsurum og eitthvað fólk fyrir þennan þátt. Frekar spennandi, finnst alveg fyndið að það var hringt í Sóley til að kanna hvort að við værum með ofnæmi fyrir einhverju eða hvort við værum grænmetisætur, maður bara fílar sig eins og seleb, ahahahahahahahhah..... En ég ætla að vera duegleg að versla þarna úti, jólagjafir og svo auka gjafir handa mér og mínum. Við Hrannar ætlum kannski að kíkja til Köben í 1 dag, en það er verið að skoða þetta allt saman.

Ég verð að segja frá ógeðslega fyndnum sögum sem við mamma erum búnar að hlægja mjöööög mikið af. Þannig var mál með vexti, að við fórum saman í hádegismat í Hafnarborg í fyrradag, sem er ekki frásögufærandi, nema hvað.. Við sátum og vorum að borða þegar við tökum eftir dúfum sem sitja á götunni og eru eitthvað að hygge sig. Svo sáum við að önnur þeirra lá mjög undarlega á götunni og það helli rigndi. Ég sá ekki betur en að greyið væri vængbrotin þar sem að hún var búin að lyggja í þessarri mjög svo furðulegu stellingu í dágóða stund, þannig að ég ákveð að fara út og bjarga henni, Hafdís bjargvættur mætt á svæðið. Ég stend upp og rýk út, labba að dúfunni og ætlaði að gera mig klára í að taka hana upp og fara með hana til læknis eða eitthvað, en nei, stendur mín ekki bara upp og hleypur í burtu. Þarna stóð ég ógeðslega hissa og rennandi blaut, bjargvættar move-ið mitt úr sögunni, glatað. Ég bilaðist úr hlátri og leit á mömmu sem sat inni í Hafnarborg og borðaði súpuna sína í mestu makindum, svo dó hún úr hlátri líka. Ég staulaðist aftur inn rennandi blaut og með ofurhuga drauminn hruninn, hahahahahahahah ég er hætt að vera dýravinur. Svo settist ég aftur niður og fór að borða súpuna, nema að ég tek eftir að dúfurnar eru aftur komnar í þessar brengluðu stellingar á götunni, heyrðu hvað haldið þið að þær hafi verið að gera??!! ÞÆR VORU Í STURTU, lögðust á hliðina og lyftu vængjunum og létu rigninguna þrífa sig, ég sem hélt að hún væri slösuð... Þetta var kannski svona "had to be there" moment, en mig langaði nú engu að síður að deila þessu með ykkur.


Víst að ég er byrjuð í sögunum þá er ég að spá í að segja frá annarri sem er ógeðslega fyndin. Ég var uppí orkuhúsi hjá Sveinbirni Brands bæklunarsérfræðingi og var að koma fram frá honum, mamma stóð við gluggann og réði sér ekki úr hlátri, hún veinaði og gat ekki talað hún hló svo. Allavega, ég labba að henni og bara "mamma mín er ekki allt í lagi eða?" og hún bendir út um gluggann og fer að reyna að útskýra, en ég auðvitað skildi ekki orð af því sem hún sagði því að hún hló svo mikið. Þannig að ég kíki bara út, og ég bilaðist úr hlátri líka. Þarna úti var maður sem var kominn útúr bílnum sínum og búinn að loka hurðinni, en þá fattaði hann að hann var ennþá í bílbeltinu. Hann stóð þarna og var að berjast við að koma beltinu af sér, en ekkert gekk. Hann stóð þarna og barðist og barðist, æsingurinn í honum var orðinn svo mikill að hann varla stóð í fæturna. HANN FÓR Í ÚLPUNA YFIR BILBELTIÐ OG KOMST ÞESSVEGNA EKKI ÚR ÞVÍ, og var í þokkabót búinn að loka hurðinni á bílnum. Ég held að hann hafi verið í allavega 7 mín að berjast við að ná þessu blessaða belti af sér, svo loksins fattaði hann að beltið væri undir úlpunni, þannig að hann klæddi sig úr henni og náði þá beltinu af sér. Svo bara hélt hann sína leið sæll og glaður yfir að vera laus úr helv.... beltinu. Allar þessar mínútur sem það tók hann að ná sér útúr þessu veseni, grenjuðum við mamma úr hlátri í glugganum á efstu hæð, þetta var sjúklega fyndið.

En ég segi þetta gott
Tjus.

Wednesday, November 22, 2006

Smá svona....

æji það er svo gaman að dunda sér við svona þegar maður hefur ekkert að gera, þessvegna eiga allir að svara þessu í commentunum mínum, af því að það hefur enginn neitt að gera, ekki satt ;)

1. Ef þú þekkir mig ekki og mætir mér einhversstaðar, myndir þú halda að ég væri á lausu eða föstu?
2. Þegar þú hugsar til mín hvaða 5 hluti/atriði dettur þér í hug?
3. Hvernig sérðu þig fyrir mér í hljómsveit?
4. Hvernig stelpa er ég, og hvaða týpu flokkar þú mig undir?
5. Hvaða lag minnir þig mikið á mig?
6. Hvað giskaru að ég verði gömul þegar ég trúlofa mig?
7. Hversu vel telurðu þig þekkja mig?
8. Hvernig stráka fíla ég?
9. Hvað geri ég oftast þegar ég á frítíma?
10. Hvað er mest einkennandi við mig?
11. Hvaða búðir elska ég að fara í?
12. Lokaorð til mín?


mér finnst svona gaman...

Tuesday, November 21, 2006

Júróvisjón 2005

Hahahaha var að finna þetta í e-u maili sem ég fékk í fyrra, og þetta er svo fyndið að mig langar að láta þetta inn á bloggið mitt.

"Já Skemmtilegasti hlutinn af eurovision í ár var án efa gullmolarnir hans Gísla Marteins... Hér koma nokkrir..."


""svo þessi veðbanki getur bara tekið þessar spár sínar og
stungið þeim upp í....(löng þögn)...rassvasann á sér!".

"ooo ég var búin að gleyma að Ísland byrjaði á Æ-i".

"Hún er ekkert ógeðslega ljót".

Flytjendur Noregs; "Búningarnir eru svo þröngir að það sést
hverjar trúar þeir eru".

Le Danir fá þrjú stig".

"Já, já. Þær eru eistneskar stelpurnar frá Sviss".

"Hér stígur hún á stokk með lagið Touch my fire eða Komdu
við kvikuna á mér".

Flytjandi Möltu var sver og mikil ung kona og þá segir
Gísli Marteinn; "skyldi þessi fá að ættleiða?".

.."sykurpúði og hunangskoddi"...Um flytjanda Kýpur.

"jæja nú uppfyllti Kýpur eina skilyrðið sem það þurfti að
gera til að fá 12 stig frá Grikklandi en það var að mæta á
svið sem og hann einmitt gerði".

Um verðlaunagripinn. "Þetta er skíragull...þetta er sko
ekki gullið sem ég var að tala um áðan".

Af BLOGGINU hjá Gísla Marteini á rúv; "Okkur finnst mjög
fyndið að þetta heiti Kievsky, því þegar við erum að
þykjast tala úkraínsku, endum við allt á -skí endingunni.
Einn hambúrginskí og kókskí takk. Takkskí. Og það eru tveir
veitingastaðir á hótelinu. Getiði einu sinni hvað þeir
heita. Evrópeskí og Slóvenskí. Það er náttúrulega
brilljantskí, einsog Vala Matt myndi segja ef hún væri
úkraínskí"."


hihihih, mér finnst þetta helvíti skondið verð ég bara að segja.

vinna, það er eitthvað minna. Éta, það er það sem þeir geta.

Skellti mér í ræktina í gærkvöldi, lyfti á efri búk, gerði æfingarnar mínar fyrir bakið og gerði held ég of mikið af magaæfingum. Ég verð að viðurkenna að ég er með svolitla strengi í dag, þá sérstaklega í mallakút, missti mig aðeins í medicin boltanum og gerði hundruði magaæfinga fyrir hliðarvöðvana. Á því erfitt með hlátur í dag, sem er svolítið slæmt, því að mér leiðist ekkert að hlægja.

En helgin var nokkuð góð, skellti mér ásamt fríðu föruneyti á Sykurmolana í Höllinni. Við byrjuðum á partýi hjá Zilly Magg (Buttercup) og sátum þar og drukkum ýmist bjór, hvítt eða rautt, sem rann að vanda vel niður í mannskapinn. Um 21 fórum við að hugsa okkur til hreyfings og vorum komnar á tónleikana rétt rúmlega 21. Við auðvitað byrjuðum á að kíkja á barinn til að smakka hvítvínið sem boðið var uppá, glasið kostaði ekki nema milljón, þannig að við keyptum nóg af því. Sumir gengu aðeins lengra og fylltu veskið sitt af bjór (sem var keyptur dýrum dómi á barnum) og var sötrað nánast alla tónleikana. Sykurmolarnir voru ótrúlega góðir og ég skemmti mér svo hrikalega vel, Einar Örn er náttúrulega snillingur, dissandi Árna Johnsen alla tónleikana, hahahahahahaha. En við skvísurnar dönsuðum og sungum úr okkur innyflin og höfðum það ekkert smá gott. Svo eftir tónleikana fórum við í eftirpartýið sem FL group var með í salnum í Höllinni, og þar var sko allt fljótandi í áfengi og hrikalega góður matur fyrir alla. Svo var einhver hljómsveit sem að hélt uppi stuðinu og ég verð bara að segja, þetta var helvíti fínt partý. Vorum þarna til að ganga 2, en þá fékk ég Helenu til að skutla mér heim eftir að hún skutlaði hinu liðinu í bæinn.



Á laugardaginn var matur upp í kaplakrika og svo tvítugsafmæli hjá Líney. Þaðan fór ég í bæinn, kíkti á Oliver og í fyrsta sinn ever fannst mér GAMAN þar, ég dansaði og dansaði og skemmti mér ógó vel. Svo kíkti ég á Kaffibarinn og þaðan á Sirkus. Very nice kvöld, versta var að maður þurfti að hafa sig allann við að komast áfram í þessum hellings snjó sem hafði komið um nóttina, sem betur fór var ég í stígvélum. Ógó mikið stuð.

Sunnudagurinn fór að mestu í þynnku og sofelsi. Svaf til 14, fór á handboltaleik og svo út að leika í snjónum með Petru frænku. Mig langaði mest að hringja í alla vini mína og safna í snjóstríð, ohhhh það er svo gaman, allavega í minningunni.....

En jæja, ég ætla að fara að gera eitthvað að viti.

Lifið í lukku..

Thursday, November 16, 2006

Freðýsur.

Já ég veit ekki hvað þetta lið þarna uppá slysó er að bryðja eða reykja, en eitt er þó víst, þetta er ekki að gera þeim gott. Nei ég fór s.s til Sveinbjarnar í gær sem er fremsti bæklunarsérfræðingur landsins til að láta meta hásinina á mér betur. Og hvað haldið þið að hafi komið í ljós...... ÉG ER MEÐ RIFINN VÖÐVA Í KÁLFANUM og hásinin er ekki rifin. Hahahahahahaha, ég fer aldrei aftur á slysó, það er á tæru. Hvernig er hægt að rugla þessu tvennu saman, svoldið mikill munur þarna á. En ég var mjög fegin, þetta þýðir engin aðgerð og 4 mánuðir í endurhæfingu í stað 12 mánaða. Þetta er alveg magnað, ég er búin að hlægja frekar mikið af þessu, ég skil hreinlega ekki hvernig það er hægt að ruglast á þessu tvennu.

En Birta mín er komin með hlaupabólu, litla skottið. Bólur að koma útum allann kropp. Hún er nú samt merkilega hress og klægjar ekkert. En ég geri nú ráð fyrir að það verði fleiri bólur og að kláðinn eigi eftir að koma, ég er allavega undirbúin þar sem að ég fjárfesti í kláðastillandi kremi áðan. Æji ég vona bara að henni eigi eftir að líða vel á meðan þetta gengur yfir.

En ég er að fara til Svíþjóðar 3 des, vívívíví. Byrja á að fara í verkefni þar með Sóley make up artista. Erum að gera make up fyrir live sjónvarpsþátt sem er eitthvað huge i Sverige. Hlakka massíft til, þetta er ógeðslega spennandi og frábært tækifæri og reynsla fyrir mig. Svoooooo er ég að fara í heimsókn til Hrannars míns í VIKU, jíhaaaaaa. Það verður sko ýmislegt brallað og að sjálfsögðu verslaðar jólagjafirnar í ár. Ég get ekki beðið, verður líka gaman að hanga með Sóley og Jenny í Stokkhólmi, þær þekkja borgina út í gegn og allar heitustu make up búðirnar að sjálfsögðu líka. Crazyyy, hjólin eru heldur betur farin að rúlla í þessu make up-i hjá mér.

En jæja, ætla að halda áfram að vinna. Hahahaha, maður þarf víst að vinna fyrir kaupinu sínu.

Tjus.

Tuesday, November 14, 2006

Meiðslin og lífið

Já ég er bara heima þessa dagana með fótinn upp í loft og í teygjusokk, haha snillingarnir á slysó létu mig fá teygjusokk og sendu mig heim. Frekar skondið, það virðist bara vera óskrifuð regla að ef að maður fer á slysó, þá er maður sendur heim með teygjusokk og sagt að hafa fótinn hátt uppi. Magnað.


En ég fer á morgun til Sveinbjarnar bæklunarsérfræðings og hann ætlar að meta þetta allt saman, þannig að ég fæ sennilega svar við því hvort að ég verð skorin eða ekki á morgun. Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég vona að ég verði bara skorin strax. Ég nenni ekki að standa í því að hvíla í einhvern x tíma, fara svo í ræktina eða eitthvað og slíta aftur og þurfa ÞÁ að fara í aðgerð. Ég vil bara klára þetta strax, þá er þetta bara einhverjir 9 mánuðir í recovery og málið er dautt. Ég er samt svoldið hrædd við svona aðgerðir, hef einu sinni verið svæfð létt, og ég hætti að anda. Meira að segja þegar ég var vöknuð, andaði ég ekki. Hjúkkurnar þurftu að minna mig á það.


En ég vona bara að þetta skýrist allt ámorgun, ég treysti Sveinbirni 100% fyrir þessu, hann er bestur í sínu fagi á landinu.





Ég er bara heima núna, get ekkert verið í vinnunni á hækjum eins og auli.





Svo var hringt í mig frá Sagafilm áðan og ég beðin um að gera make up fyrir erlenda auglýsingu á morgun :S arrrrg ógeðslega svekkjandi að komast ekki, örugglega ekkert vel séð að ég sé á hækjunum á settinu. Hahahaha, en hún ætlaði að geyma númerið mitt og hringja seinna í mig.





En helgin sem leið var frekar chilluð hjá mér. Við Birta Laufey höfðum það kósí á föstudaginn saman, horfðum á TV og lékum okkur. Svo á laugardaginn kíktum við á Hjört keppa evrópuleik, hef nú alveg séð skemmtilegri leiki hmmmmmmmm........ Svo fór Birta til ömmu Ingu og gisti hjá henni. Skemmti sér pottþétt betur með ömmu og Binna frænda heldur en fötluðu móður sinni sem getur varla leikið við hana, hvað þá farið út að leika.


Svo borðuðum við saman familían, ég, pabbi, Heiðar brósi og familían hans. Svo skellti ég mér í kærleiksbjarnar dressið og kíkti í afmæli hjá Tryggva Rafns, ekki oft sem kærleiksbjörn á hækjum mætir í partý. Harri þjalfari sótti mig og ég verð að segja að hann lagði mikinn metnað í að líta út eins og alvöru hermaður, gerviblóð og læti. Hahahahahaha, en búning kvöldsins átti Kári Þórðar klárlega, hahahaha, hann var Nanna úr Brakúla Greifa. Ég meig næstum á mig þegar hann kom inn, talandi eins og Nanna, með hendina í fatla og læti. Kærastan hans var einmitt Brakúla sjálfur. Svo var Víðir Leifs líka helvíti nettur, Saddam Hussein og það besta var að hann var með snöruna um hálsinn, hahahahahaha. Eftir stutt stopp í partýinu lá leiðin heim í háttinn.





Sunnudagurinn var bara rólegur, 2 handboltaleikir sem ég kíkti á og svo bara heim að chilla.





En ég blogga meira seinna, ætla að ath hvort ég get hent fleiri myndum inn úr prófunum mínum.



Silvía Nótt- jólaþema (make up og hár by me)

Tjuuusss

Friday, November 10, 2006

Frrrrábær vika alveg, NOT

Já ég get ekki sagt að þessi vika sé búin að vera skemmtileg, jú nema þá hreinlega að ljúga. En á mánudaginn veiktist ég og er búin að lyggja hérna heima að drepast úr beinverkjum, hausverk og hita.
Svo toppaði ég þetta í gær með því að slíta hásin, er hægt að eiga verri viku ég bara spyr????

Aðgerð sennilega á næsta leyti, frábært alveg.


Farin að leika við hækjurnar mínar.

tjus.

Sunday, November 05, 2006

Myndir

Jæja þá er útskriftin búin og ég má kalla mig förðunarfræðing. Þetta gekk allt rosalega vel og ég er mjög sátt við útkomuna. Ógeðslega skemmtilegt nám og ég ætla sko pottþétt á framhaldið.

En útskriftin var í gær og það var alveg sjúklega gaman, góður matur, góður félagsskapur og frábært partý. Hermundur miðill kom og var ótrúlegur. Ég hef bara ALDREI upplifað annað eins, hann tók okkur allar og lýsti okkur upp á 10. Hann vissi gjörsamlega ALLT og meira til. Þetta var geggjað.

En svo fékk ég möppuna mína í gær og verð nú bara að segja að mér finnst hún frekar flott. Ætla að skella myndunum hingað inn.


vááááá þetta á eftir að taka alla nóttina, set bara þessa einu inn núna, set svo hinar þegar ég hef meiri tíma.

Farin að sofa.

Hafdís.