Thursday, November 30, 2006

Dúfur og hættuleg öryggisbelti....

Það sem drifið hefur á mína daga er svo sem ekki margt, fórum reyndar í sumarbústað um síðustu helgi og það var æðislega gaman. Birta Laufey í essinu sínu og átti hvern gullmolann á eftir öðrum. En þetta var klárlega move helgarinnar,

svo heyrist þarna í lokin, "þetta er svo gott lag"
já hún er snilligur þessi litla skotta, svipurinn á henni er snilld.

En ég er bara búin að vera að vinna undanfarna daga, og auðvitað leika mér við litlu skottuna. Fer svo út á sunnudaginn til Stokhólms, vá hvað ég er spennt. Verður gott að komast í burtu í smá frí, og fá að vinna þetta verkefni sem ég er að fara að gera á mánudaginn. Ég er að fara að mála fullt af dönsurum og eitthvað fólk fyrir þennan þátt. Frekar spennandi, finnst alveg fyndið að það var hringt í Sóley til að kanna hvort að við værum með ofnæmi fyrir einhverju eða hvort við værum grænmetisætur, maður bara fílar sig eins og seleb, ahahahahahahahhah..... En ég ætla að vera duegleg að versla þarna úti, jólagjafir og svo auka gjafir handa mér og mínum. Við Hrannar ætlum kannski að kíkja til Köben í 1 dag, en það er verið að skoða þetta allt saman.

Ég verð að segja frá ógeðslega fyndnum sögum sem við mamma erum búnar að hlægja mjöööög mikið af. Þannig var mál með vexti, að við fórum saman í hádegismat í Hafnarborg í fyrradag, sem er ekki frásögufærandi, nema hvað.. Við sátum og vorum að borða þegar við tökum eftir dúfum sem sitja á götunni og eru eitthvað að hygge sig. Svo sáum við að önnur þeirra lá mjög undarlega á götunni og það helli rigndi. Ég sá ekki betur en að greyið væri vængbrotin þar sem að hún var búin að lyggja í þessarri mjög svo furðulegu stellingu í dágóða stund, þannig að ég ákveð að fara út og bjarga henni, Hafdís bjargvættur mætt á svæðið. Ég stend upp og rýk út, labba að dúfunni og ætlaði að gera mig klára í að taka hana upp og fara með hana til læknis eða eitthvað, en nei, stendur mín ekki bara upp og hleypur í burtu. Þarna stóð ég ógeðslega hissa og rennandi blaut, bjargvættar move-ið mitt úr sögunni, glatað. Ég bilaðist úr hlátri og leit á mömmu sem sat inni í Hafnarborg og borðaði súpuna sína í mestu makindum, svo dó hún úr hlátri líka. Ég staulaðist aftur inn rennandi blaut og með ofurhuga drauminn hruninn, hahahahahahahah ég er hætt að vera dýravinur. Svo settist ég aftur niður og fór að borða súpuna, nema að ég tek eftir að dúfurnar eru aftur komnar í þessar brengluðu stellingar á götunni, heyrðu hvað haldið þið að þær hafi verið að gera??!! ÞÆR VORU Í STURTU, lögðust á hliðina og lyftu vængjunum og létu rigninguna þrífa sig, ég sem hélt að hún væri slösuð... Þetta var kannski svona "had to be there" moment, en mig langaði nú engu að síður að deila þessu með ykkur.


Víst að ég er byrjuð í sögunum þá er ég að spá í að segja frá annarri sem er ógeðslega fyndin. Ég var uppí orkuhúsi hjá Sveinbirni Brands bæklunarsérfræðingi og var að koma fram frá honum, mamma stóð við gluggann og réði sér ekki úr hlátri, hún veinaði og gat ekki talað hún hló svo. Allavega, ég labba að henni og bara "mamma mín er ekki allt í lagi eða?" og hún bendir út um gluggann og fer að reyna að útskýra, en ég auðvitað skildi ekki orð af því sem hún sagði því að hún hló svo mikið. Þannig að ég kíki bara út, og ég bilaðist úr hlátri líka. Þarna úti var maður sem var kominn útúr bílnum sínum og búinn að loka hurðinni, en þá fattaði hann að hann var ennþá í bílbeltinu. Hann stóð þarna og var að berjast við að koma beltinu af sér, en ekkert gekk. Hann stóð þarna og barðist og barðist, æsingurinn í honum var orðinn svo mikill að hann varla stóð í fæturna. HANN FÓR Í ÚLPUNA YFIR BILBELTIÐ OG KOMST ÞESSVEGNA EKKI ÚR ÞVÍ, og var í þokkabót búinn að loka hurðinni á bílnum. Ég held að hann hafi verið í allavega 7 mín að berjast við að ná þessu blessaða belti af sér, svo loksins fattaði hann að beltið væri undir úlpunni, þannig að hann klæddi sig úr henni og náði þá beltinu af sér. Svo bara hélt hann sína leið sæll og glaður yfir að vera laus úr helv.... beltinu. Allar þessar mínútur sem það tók hann að ná sér útúr þessu veseni, grenjuðum við mamma úr hlátri í glugganum á efstu hæð, þetta var sjúklega fyndið.

En ég segi þetta gott
Tjus.

2 comments:

Anonymous said...

Birta hefur klárlega fengið dans múfin frá þér... varstu nokkuð að kenna henni þegar þú varst hölt???

Unknown said...

Shiiiit hvað hún er ótrúlega fyndin þarna! Með sporin á hreinu! -Dröfn gæti svo kannski kennt henni stuðmannadansinn.