Já ég er bara heima þessa dagana með fótinn upp í loft og í teygjusokk, haha snillingarnir á slysó létu mig fá teygjusokk og sendu mig heim. Frekar skondið, það virðist bara vera óskrifuð regla að ef að maður fer á slysó, þá er maður sendur heim með teygjusokk og sagt að hafa fótinn hátt uppi. Magnað.
En ég fer á morgun til Sveinbjarnar bæklunarsérfræðings og hann ætlar að meta þetta allt saman, þannig að ég fæ sennilega svar við því hvort að ég verð skorin eða ekki á morgun. Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég vona að ég verði bara skorin strax. Ég nenni ekki að standa í því að hvíla í einhvern x tíma, fara svo í ræktina eða eitthvað og slíta aftur og þurfa ÞÁ að fara í aðgerð. Ég vil bara klára þetta strax, þá er þetta bara einhverjir 9 mánuðir í recovery og málið er dautt. Ég er samt svoldið hrædd við svona aðgerðir, hef einu sinni verið svæfð létt, og ég hætti að anda. Meira að segja þegar ég var vöknuð, andaði ég ekki. Hjúkkurnar þurftu að minna mig á það.
En ég vona bara að þetta skýrist allt ámorgun, ég treysti Sveinbirni 100% fyrir þessu, hann er bestur í sínu fagi á landinu.
Ég er bara heima núna, get ekkert verið í vinnunni á hækjum eins og auli.
Svo var hringt í mig frá Sagafilm áðan og ég beðin um að gera make up fyrir erlenda auglýsingu á morgun :S arrrrg ógeðslega svekkjandi að komast ekki, örugglega ekkert vel séð að ég sé á hækjunum á settinu. Hahahaha, en hún ætlaði að geyma númerið mitt og hringja seinna í mig.
En helgin sem leið var frekar chilluð hjá mér. Við Birta Laufey höfðum það kósí á föstudaginn saman, horfðum á TV og lékum okkur. Svo á laugardaginn kíktum við á Hjört keppa evrópuleik, hef nú alveg séð skemmtilegri leiki hmmmmmmmm........ Svo fór Birta til ömmu Ingu og gisti hjá henni. Skemmti sér pottþétt betur með ömmu og Binna frænda heldur en fötluðu móður sinni sem getur varla leikið við hana, hvað þá farið út að leika.
Svo borðuðum við saman familían, ég, pabbi, Heiðar brósi og familían hans. Svo skellti ég mér í kærleiksbjarnar dressið og kíkti í afmæli hjá Tryggva Rafns, ekki oft sem kærleiksbjörn á hækjum mætir í partý. Harri þjalfari sótti mig og ég verð að segja að hann lagði mikinn metnað í að líta út eins og alvöru hermaður, gerviblóð og læti. Hahahahahaha, en búning kvöldsins átti Kári Þórðar klárlega, hahahaha, hann var Nanna úr Brakúla Greifa. Ég meig næstum á mig þegar hann kom inn, talandi eins og Nanna, með hendina í fatla og læti. Kærastan hans var einmitt Brakúla sjálfur. Svo var Víðir Leifs líka helvíti nettur, Saddam Hussein og það besta var að hann var með snöruna um hálsinn, hahahahahaha. Eftir stutt stopp í partýinu lá leiðin heim í háttinn.
Sunnudagurinn var bara rólegur, 2 handboltaleikir sem ég kíkti á og svo bara heim að chilla.
En ég blogga meira seinna, ætla að ath hvort ég get hent fleiri myndum inn úr prófunum mínum.
Silvía Nótt- jólaþema (make up og hár by me)
Tjuuusss
Tuesday, November 14, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hvað er samt málið með rettuna????
Post a Comment