Thursday, November 16, 2006

Freðýsur.

Já ég veit ekki hvað þetta lið þarna uppá slysó er að bryðja eða reykja, en eitt er þó víst, þetta er ekki að gera þeim gott. Nei ég fór s.s til Sveinbjarnar í gær sem er fremsti bæklunarsérfræðingur landsins til að láta meta hásinina á mér betur. Og hvað haldið þið að hafi komið í ljós...... ÉG ER MEÐ RIFINN VÖÐVA Í KÁLFANUM og hásinin er ekki rifin. Hahahahahahaha, ég fer aldrei aftur á slysó, það er á tæru. Hvernig er hægt að rugla þessu tvennu saman, svoldið mikill munur þarna á. En ég var mjög fegin, þetta þýðir engin aðgerð og 4 mánuðir í endurhæfingu í stað 12 mánaða. Þetta er alveg magnað, ég er búin að hlægja frekar mikið af þessu, ég skil hreinlega ekki hvernig það er hægt að ruglast á þessu tvennu.

En Birta mín er komin með hlaupabólu, litla skottið. Bólur að koma útum allann kropp. Hún er nú samt merkilega hress og klægjar ekkert. En ég geri nú ráð fyrir að það verði fleiri bólur og að kláðinn eigi eftir að koma, ég er allavega undirbúin þar sem að ég fjárfesti í kláðastillandi kremi áðan. Æji ég vona bara að henni eigi eftir að líða vel á meðan þetta gengur yfir.

En ég er að fara til Svíþjóðar 3 des, vívívíví. Byrja á að fara í verkefni þar með Sóley make up artista. Erum að gera make up fyrir live sjónvarpsþátt sem er eitthvað huge i Sverige. Hlakka massíft til, þetta er ógeðslega spennandi og frábært tækifæri og reynsla fyrir mig. Svoooooo er ég að fara í heimsókn til Hrannars míns í VIKU, jíhaaaaaa. Það verður sko ýmislegt brallað og að sjálfsögðu verslaðar jólagjafirnar í ár. Ég get ekki beðið, verður líka gaman að hanga með Sóley og Jenny í Stokkhólmi, þær þekkja borgina út í gegn og allar heitustu make up búðirnar að sjálfsögðu líka. Crazyyy, hjólin eru heldur betur farin að rúlla í þessu make up-i hjá mér.

En jæja, ætla að halda áfram að vinna. Hahahaha, maður þarf víst að vinna fyrir kaupinu sínu.

Tjus.

1 comment:

Eva said...

það er ekkert svo erfitt að ruglast á slitinni hásin og kálfavöðva..... kálfavöðvinn er festur í hælbeinið með hásininni þannig að það er bara skilgreiningaratriði hvar slitið verður..... en ég er auðvitað ekki bæklunarlæknir og er meira að segja í bráðalæknisfræði þessa stundina þannig að ég er kannski bara orðin jafn freðin og fólkið þarna á slysó ;).

Annars nokkur húsmæðraráð varðandi hlaupabólukláða.... það eina sem virkar er vítissóti (natrón) + haframjöl og gott að baða krakkann upp úr því (hljómar mjög svo ólæknisfræðilegt en þetta virkar!!). Eins bara líka að gefa henni ofnæmistöflur en vonandi heldur hún bara vona áfram og fær engan kláða!

Vá, langt komment!