Skellti mér í ræktina í gærkvöldi, lyfti á efri búk, gerði æfingarnar mínar fyrir bakið og gerði held ég of mikið af magaæfingum. Ég verð að viðurkenna að ég er með svolitla strengi í dag, þá sérstaklega í mallakút, missti mig aðeins í medicin boltanum og gerði hundruði magaæfinga fyrir hliðarvöðvana. Á því erfitt með hlátur í dag, sem er svolítið slæmt, því að mér leiðist ekkert að hlægja.
En helgin var nokkuð góð, skellti mér ásamt fríðu föruneyti á Sykurmolana í Höllinni. Við byrjuðum á partýi hjá Zilly Magg (Buttercup) og sátum þar og drukkum ýmist bjór, hvítt eða rautt, sem rann að vanda vel niður í mannskapinn. Um 21 fórum við að hugsa okkur til hreyfings og vorum komnar á tónleikana rétt rúmlega 21. Við auðvitað byrjuðum á að kíkja á barinn til að smakka hvítvínið sem boðið var uppá, glasið kostaði ekki nema milljón, þannig að við keyptum nóg af því. Sumir gengu aðeins lengra og fylltu veskið sitt af bjór (sem var keyptur dýrum dómi á barnum) og var sötrað nánast alla tónleikana. Sykurmolarnir voru ótrúlega góðir og ég skemmti mér svo hrikalega vel, Einar Örn er náttúrulega snillingur, dissandi Árna Johnsen alla tónleikana, hahahahahahaha. En við skvísurnar dönsuðum og sungum úr okkur innyflin og höfðum það ekkert smá gott. Svo eftir tónleikana fórum við í eftirpartýið sem FL group var með í salnum í Höllinni, og þar var sko allt fljótandi í áfengi og hrikalega góður matur fyrir alla. Svo var einhver hljómsveit sem að hélt uppi stuðinu og ég verð bara að segja, þetta var helvíti fínt partý. Vorum þarna til að ganga 2, en þá fékk ég Helenu til að skutla mér heim eftir að hún skutlaði hinu liðinu í bæinn.
Á laugardaginn var matur upp í kaplakrika og svo tvítugsafmæli hjá Líney. Þaðan fór ég í bæinn, kíkti á Oliver og í fyrsta sinn ever fannst mér GAMAN þar, ég dansaði og dansaði og skemmti mér ógó vel. Svo kíkti ég á Kaffibarinn og þaðan á Sirkus. Very nice kvöld, versta var að maður þurfti að hafa sig allann við að komast áfram í þessum hellings snjó sem hafði komið um nóttina, sem betur fór var ég í stígvélum. Ógó mikið stuð.
Sunnudagurinn fór að mestu í þynnku og sofelsi. Svaf til 14, fór á handboltaleik og svo út að leika í snjónum með Petru frænku. Mig langaði mest að hringja í alla vini mína og safna í snjóstríð, ohhhh það er svo gaman, allavega í minningunni.....
En jæja, ég ætla að fara að gera eitthvað að viti.
Lifið í lukku..
Tuesday, November 21, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment