Wednesday, January 10, 2007

Árið sem leið í grófum dráttum.

Já ég ætlaði alltaf að koma með svona 2006 yfirlit, og hér kemur það. Þetta ár var frekar viðburðaríkt hjá mér, bæði gott og slæmt. Hér kemur það helsta.

  • á árinu hætti ég og byrjaði aftur í boltanum
  • ég varð einstök móðir, sem mér finnst vera betra orð en einstæð.
  • ég tók sjálfa mig gjörsamelga í gegn
  • fór í make up nám í EMM school of make up, sem er það besta sem ég hef gert í langann tíma. Eftir að hafa langað þetta síðan ég var krakki, lét ég loksins verða af því
  • ég eignaðist nýja vini
  • ég hætti í dönskunni í HÍ eftir árs nám, LEIÐINLEGGGTTTTT
  • fór 2x til útlanda, kíkti á Ellu Möggu í DK. Fór út með tóma ferðatösku og gat svo varla lokað henni þegar ég var að pakka. Svo fór ég til Stokhólms í byrjun desember í heimsókn til Hrannars og að vinna verkefni fyrir sænska sjónvarpið með Sóley og Jenný.
  • keypti mér íbúð
  • flutti inn til mömmu og pabba
  • byrjaði að vinna í KB banka
  • skipti yfir í FH
  • málið mitt vegna bílslyssins kláraðist, finally
  • hélt upp á 25 ára afmælið mitt á pravda sem var alveg hreint meiriháttar gaman
  • hélt suprise afmæli fyrir Óla
  • hélt upp á 2 ára afmæli dóttur minnar
  • dóttir mín byrjaði í leikskóla

á þessu ári fann ég líka sjálfa mig aftur, lærði betur inn á mig og lagfærði það hjá sjálfri mér sem ég var ekki ánægð með. Eftir þetta ár tel ég mig vera sterkari og meðvitaðari um sjálfa mig en ég var. Mér finnst ég hafa betri stjórn á mér og ég held líka að ég kunni betur að meta það sem ég hef og forgangsraða eftir því sem mér finnst hlutirnir vera mikilvægir. Ég fór líka að búa mér til tíma fyrir það sem mig langaði til að gera.

Þetta ár var fullt af skemmtilegum og miður skemmtilegum atburðum sem ég lærði helling af.

Þetta var bara svona stiklað á stóru, ef ég man eitthvað meira þá bæti ég því inn.

En ég blogga meira síðar, þetta er orðið full alvarlegt hérna.

1 comment:

Anonymous said...

takk fyrir afmælið aftur og einu sinni enn, það var algjör snilld