Mamma kemur svo að heimsækja okkur á morgun og verður í 3 daga, það verður gaman að fá hana.
Svo byrjar ítölskunámið hjá mér á morgun og ég hlakka mikið til. Verður gott að komast inn í málið þar sem að ítalir eru ekkert sérlega hrifnir af því að tala ensku og geta það fæstir.
En Birta er búin að vera lasin núna í nokkra daga, er reyndar búin að vera hitalaus núna í 2 daga eftir að hún fékk sýklalyf hjá lækninum. En það er eðlilegt að verða veikur þegar maður kemur hingað út í þessa mengun og raka og það allt.
En hér eru nokkrar myndir.

Birta og langamma Inga

takið eftir hitastiginu og klukkunni, þetta er rugl sko.

Gítarsnillingarnir Andrea og Birta, þær voru æði að rokka á fullu hérna í morgun.

þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þessi vakti mikla lukku hjá þeirri stuttu....
En við segjum þetta gott í dag, blogga meira síðar.
Knús og kossar héðan úr hitanum
2 comments:
gott að heyra að þið séuð búin að fá aðra íbúð;)
solla, hvað er ha detto???
Post a Comment