Friday, November 02, 2007

ég er á lífi

og gott betur en það.
Lífið hérna í Mílanó hefur bara verið nokkuð ljúft. Kraftaverk gerðist fyrir viku síðan, en við fengum s.s dvalarleyfi þá fyrir 1 ár. Þvílíka ruglið maður, ekki búið að taka nema 1 og hálfan mánuð að fá þetta í gegn, þrátt fyrir að við séum í shengen. Crazy.... En það er enn óljóst með leikskólamál fyrir Birtu, eigum ekki að fá svar fyrr en um miðjan nóv um hvort að hún fær pláss eða ekki, sem er ekki gott. Þannig að við ætlum eitthvað að reyna að pressa á þetta á mánudaginn, og já ef að það gengur ekki, þá fer hún sennilega á einkarekinn leikskóla sem kostar 150 evrum meira en hinn. En ég meina kommon, barnið þarf að komast á leikskóla. Hún er orðin svo hundleið á okkur foreldrunum, hún er alltaf að spurja mig hvernær hún fær að fara á leikskólann sinn á Ítalíu.

Skólinn er byrjaður og váááá hvað það er gaman. Tímarnir eru hver öðrum skemmtilegri, kennararnir virka vel á mig og ég virðist vera í ágætis bekk. Er með einni Íslenskri í bekk sem heitir Dóra og er ótrúlega nice stelpa. Kennararnir mínir eru allra þjóða kvikyndi, einn frá þýskalandi sem er alveg meeeega strangur en samt rosalega sanngjarn og nice. Hann er að kenna Color, materials and finishings. Svo er ég með Ítala í History of architecture and design og hann er ótrúlega fyndin týpa. Hann er hönnuður og virðist vera ríkur, og talar mjög góða ensku en með fááááránlega miklum ítölskum hreimi, svo er hann nánast með míkrafóninn uppí sér þannig að maður skilur mjög takmarkað... sem er frekar fyndið. En hann er ekkert smá nice og virkar vel á mig. Í computer 1 erum við með stelpu frá Kólimbíu sem ég er ekki alveg búin að ná að reikna alveg út ennþá. En mér skilst að hún sé rosalega fín, hún amk veit allt um tölvur. Kennarinn í free hand drawing og geometrical drawing er ítölsk og algjör snillingur. Frekar fyndið að sitja í þeim tíma í 3 klst og teikna línur og kassa allann tímann. En þetta fylgir því að þjálfa sig í að gera skyssur og slíkt.
Svo erum við með Breta í listasögu sem er algjör snillingur, hann er alltaf að segja okkur sögur af listamönnunum sem hann er að fjalla um, að van Gogh og Gaugin hafi eytt öllum peningunum sínum í hórur og dóp og eitthvað svona. Ótrúlega gaman að hlusta á hann.

Ég er alltaf í tímum með Íslendingum og líkar vel.
Svo á miðvikudaginn var Halloween partý hjá Reyni, en hann er á 1 ári í interior design minnir mig. Ég var gjörsamlega heiladauð með búning en ákvað svo að vera bara Marilyn Monroe, svona víst að ég kann make up-ið upp á 10. En það var ótrúlega gaman þó að ég hafi nú ekki stoppað mjög lengi. Nennti ekki í bæinn á eitthvað djamm, þannig að ég fór heim um 1. En þetta var snilld, skemmtilegir búningar, eins og þessir:



hér höfum við heimatilbúinn The Incredibles búning sem vakti mikla lukku



En Markús var klárlega sigurvegari kvöldsins, þvílíkur snilldar búningur. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég sá hann. Hverjum dettur í hug að fara útí búð, kaupa sér helling af pappakössum og teipi, og skera svo út riddarabúning??? hahahaha þvílíkur snillingur.

Hér er ein af Marilyn wannabe gellunni



og ein of the make up



Svo var tengdamamma hérna hjá okkur í viku og vá hvað það var nice að hafa hana. Birta var ekkert smá leið þegar hún fór, vildi strax fara til hennar. En hún kom með helling af íslensku góðgæti sem við erum að japla á.

en að lokum ætla ég að láta fylgja mynd af fallegu, fallegu skónum sem ég var að kaupa mér.... love them



ég kveð að sinni og býð góða nótt
Haddý Hix

3 comments:

Anonymous said...

Hæ elskan mín, það var ekkert smá gaman að heyra í þér hljóðið áðan. Endurtökum þetta aftur mjög fljótlega.
Þín Hildur

Anonymous said...

HÆ dear!

Gaman að heyra að það er mega sega tryllt í Milanó!

Fallegir skór;)

Kemuru heim um jólin?

KNÚÚÚÚÚS!!
Hafrún

Hafdís Hinriks said...

já við komum heim 22 des og förum aftur út 5 jan. en þú sæta mús?