Wednesday, November 07, 2007

skólinn og svona

Ég er að fíla námið mitt í tætlur, amk það sem af er. Hver kúrsinn á fætur öðrum alveg hrikalega spennandi og skemmtilegur. Kennararnir eru frábærir og virka rosalega professional.

Ég var t.d í fyrsta tíma í geometrical drawing í dag sem að lofar mjög góðu. Við vorum reyndar að fara algjörlega í grunninn í dag, en þetta s.s byggist þannig upp að við erum að læra að teikna objects frá öllum sjónarhornum. S.s grunnur á teikningu sem maður notar í arkitektúr, en auðvitað eigum við líka eftir að læra þetta í AudoCad sem er tölvuforrit sem maður teiknar í 3D. Svo erum við auðvitað líka í free hand drawing þar sem við erum núna að æfa okkur í að teikna beinar línur fríhendis, svo bætum við alltaf við okkur með hverjum tímanum. Ég er á fullu núna að teikna hérna heima því í næstu viku á ég að skila einum 50 A3 blöðum af línum. Hljómar spennandi ekki satt, hahahahahaha. En þetta er virkilega gaman.
Svo er ég í computer basics sem er eiginlega svolítið fyndið núna, vorum t.d í dag að læra á POWERPOINT, hahaha hvaða Íslendingur kann ekki á það?? En svo förum við í digitalizion og photoshop og þess háttar.

Svo byrjaði marketing and buisness culture í gær, ég var að fíla það vel. Fannst þetta svona smá common sence fyrir þá sem hafa unnið mikið í sölustörfum. En þetta var náttúrulega bara fyrsti tíminn og EKKERT að marka þetta.

En þetta er bara fyrst og fremst gaman og ég hlakka alltaf til að mæta í tíma. Þetta er svo sannarlega my cup og tea, ef að svo má segja.

En þangað til næst kveð ég.

2 comments:

Anonymous said...

Þætti vænt um að notaðir frekar "minn tebolli" í stað "my cup of tea". Þú getur þakkað mér síðar.

Anonymous said...

æjjj sætustu mæðgurnar!
Gaman að heyra hvað er mikið stuð í Milano!

knús
Hafrun