Tuesday, November 27, 2007

gjööööörrrsamlega búin, jéremías.

þessi helgi var hræðileg í alla staði. Á föstudaginn fékk Birta hita og var greinilega að verða rosa veik. Svo svaf hún EKKERT nóttina eftir útaf verkjum í eyrum. Svo á laugardagsmorguninn var hún alveg tjúlluð úr verkjum, þannig ég fann útúr því hvert ég gæti farið með hana til læknis. Við tókum leigubíl á bráðavaktina fyrir börn og biðum þar í næstum 3 klst. Þá var farið að dropa úr eyrunum á barninu, blóði og einhverjum vessa og hún í móki og alveg brjáluð úr verkjum. Loksins kom að okkur, hún var rifin úr fötunum, skoðuð bak og fyrir og mæld. 41°c takk fyrir kærlega, fékk stíl strax og leggur settur í æð. Birta varð alveg snældu vitlaus þegar það var stungið í hana og ég fór að hágráta við að horfa upp á þetta, þetta var hræðilegt. Svo var kíkt í eyrun og Birta drifin strax í lungna myndatöku. Þá fékk ég þau svör að hún væri með sýkingu í eyrum og kannski með lungnabólgu. Omg og ég var ein með hana, hringdi í Óla til Íslands og grét bara í símann. Jæja svo voru sérfræðingar í eyrnalækningum kallaðir út og við biðum í rúmann klukkutíma eftir þeim. En þeir sugu drulluna útúr eyrunum, og þá varð mín sko enn brjálaðari og ég fór aftur að gráta. En þeir sáu það að sýkingin var rosalega mikil og Birtan mín var lögð inn. Á spítalanum fékk hún 3x á dag sýklalyf, 3x á dag var sprautað í eyrun vatn með súrefni í, 3x á dag þurfti mín að sitja með súrefnisgrímu á sér sem var með einhverju lyfi í, því að hún er með bronkites.


Og ekki skánaði það, það komu 2 hjúkkur inn til okkar, með sprautu og vatn, vöfðu henni inn í lak og byrjuðu að sprauta þessu vatni á fullum krafti upp í nefið á henni. Aftur fór Hafdís að gráta. Endaði með því að Birta gubbaði yfir allt. Greyið litla skinnið mitt, það var ekkert lítið farið illa með hana þarna. En allt var þetta jú gert til að láta henni líða betur. En við s.s vorum þarna í 3 daga, hún var útskrifuð í dag og er allt önnur, samt langt frá sínu besta.

ein að horfa á skrípó í herberginu sínu


svaf svo vært með hönd undir kinn, svo sættttttt


svona varð hún að vera frammi að leika sér.... með svona grímu

svo sofnaði mín svoa á miðju elshúsgólfi kl 18 í kvöld, og sefur enn...


Svo ofan í þetta þá dó hún yndislega amma mín í fyrri nótt, það var eitthvað sem ég bjóst ekki við.


tók þessa fallegu mynd af ömmu og Birtu þegar við kvöddum hana í september. Ég á eftir að sakna hennar, var þvílíkt ljúfmenni og algjör nagli. Mér finnst svo skrítið að hugsa til þess að sjá hana aldrei aftur, hún var eitthvað svo ódauðleg í mínum huga. Æji, ohhhhh.....

Eftir þessa helgi lít ég svona út


ég held að ég hafi nú ekki oft verið svona hrikalega tussuleg. hahahaha..

En ég kveð að sinni, ætla að fara að sofa. er gjörsamlega búin á því.

Ciao.

7 comments:

Unknown said...

Elsku Hafdís mín, vonandi fer allt upp á við núna.
Ég sendi þér samúðarkveðju vegna ömmu þinnar og vonandi hressist Birta sem fyrst.
Knús frá klakanum og hafið það gott

Anonymous said...

Elsku Hafdís mín ég samhryggist þér innilega .. úff hvað það er örugglega erfitt að horfa upp á barnið sitt með svona rosalega mikla verki. En henni hlýtur nú að líða aðeins betur litla músin, vona að hún sé öll að braggast.

Sendi risa stóran knús á ykkur og sendi fallega fingurkossa .. vona að þið grípið kossana og skellið þeim á kinnarnar ykkur.

Kv. frá skítkalda klakanum

Anonymous said...

Elsku Hafdís. Samhryggist þér innilega vegna ömmu þinnar.
Ofboðslega hlýtur þetta að hafa verið erfið helgi hjá þér... fæ bara tár í augun að lesa þessa færslu! Vonandi verður Birta fljót að jafna sig. Litla skinnið...

Batnaðar kveðjur,
Erla Lilja og Emilía Ósk

Anonymous said...

ég samhryggist þér með ömmu þína, ég man eftir henni heima hjá þér á blómvanginum að spila inn í eldhúsi. Ég sendi ykkur stórt knús ! og kram til Birtu hetju að þola allt þetta pot á sjúkrahúsinu og verða frísk aftur.

kv gunnhildur frænka

Anonymous said...

elsku Hafdís ég samhryggist þér vegna ömmu þinnar!
Úff hræðileg helgi sem þið mæðguð hafið þurft að þola! stórt knús frá okkur og vonandi fer Birtu sætu að batna.

kv. solla

Hafrun said...

Ég samhryggjist þér ástin mín!

Þú ert algjör hetja að standa í þessu öllu! JIIIII

Kossar og risastórt knús
Hafrun

Anonymous said...

Elsku Hafdís mín ég samhryggist þér innilega með ömmu þína....og jesús get rétt ímyndað mér hvað það hefur verið erfitt að horfa upp á Birtu svona veika. Nú getur þetta ekki verið annað en upp á við.

Kveðja frá Litháen
Ragnhildur